Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-27. júní 1984 Veiðimenn! Höfum örfáa veiöidaga lausa fram aö helginni. Veiðiheimilið Árnesi. Uppl. gefur Völundur í síma 43562. Bólstrun Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Kem og geri verðtilboð yður að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar. Látið fagmann vinna verkið. Bólstrun Björns Sveinssonar, Strandgötu 23, sími 25322. Kynningaiverð: Svínagrillsneiðar á aðeins kr. 99 pr. kg. Kryddlegnir svínagrillpinnar á aðeins kr. 134 pr. kg. ★ ★ ★ Ennfremur minnum við á kjúklinga Bermuda, innbakaða ýsu, fiskgratin og okkar frábæra sumarsalat. Komid og geríð hagstæð kaup í Hrísalundi Opið tilkl. 20 á fimmtudögum ogtilkl.kl. 19 á föstudögum. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi Aðalfundur H.E.K.: Varhugavert að reisa álver við Eyjafjörð Á aðalfundi H.E.K samþykkt einróma eftirfarandi ályktun um byggingu álvers við Eyjafjörð. „Aðalfundur Héraðssambands eyfirskra kvenna haldinn 26. maí 1984 í Ólafsfirði telur varhuga- vert að reisa álver við Eyjafjörð vegna gróðureyðingar og meng- Hrefnukjöt tiireitt á ýmsa vegu. Kryddlegið kjöt í úrvali. Grillaðir kjúklingar beint úr ofninum. Opið til kl. 19 á föstudögum. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð unarhættu. Fundurinn skorar á stjórnvöld að finna aðra atvinnumöguleika t.d. í lífefnaiðnaði og styðja við bakið á núverandi iðnaði hér við Eyjafjörð. Til viðbótar þessu skal tekið fram að H.E.K. hefur tvisvar áður ályktað gegn byggingu ál- vers við Eyjafjörð fyrst haustið 1976 og síðan aftur haustið 1981.“ Svartlist Á dögunum kom út ný ljóðabók, Svartlist, eftir þá Kristján Krist- jánsson og Aðalstein Svan Sig- fússon. í bókinni eru 25 ljóð sem Kristján hefur ort á þessu ári og því síðasta. Jafnhliða ljóðunum eru grafíkmyndir, dúkristur, sem Aðalsteinn gerði með hliðsjón af ljóðunum. Svartlist er fyrsta bók höfunda en áður hafa komið út tvö hefti með Ijóðum og myndum þeirra félaga, Ljóð og Mynd 1982 og Ljóð og Mynd II 1983. Þeir gefa bókina út sjálfir. Báðir eru höfundar Norðlend- ingar í húð og hár, Kristján er Siglfirðingur og hefur stundað nám í bókmenntafræði við Há- skólann sxðastliðin tvö ár. Aðal- steinn er frá Árskógsströnd og hefur numið myndlist undan- farna tvo vetur. skoðun bifreiða á Akureyri, sem ekki hafa fengið fulla skoðun í aðalskoðun Bifreiðaeftirlits ríkisins: Eigandi bifreiðarinnar getur nú farið með bifreiðina til viðgerð- ar á bifreiðaverkstæði, sem Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur viður- kennt, og að lagfæringu lokinni nægir áritun verkstæðisins um það í skoðunarvottorð bifreiðarinnar, þannig að ekki þarf að færa bifreiðina til endurskoðunar hjá bifreiðaeftirlitinu. Til reynslu verður þessi háttur aðeins hafður á til að byrja með við bifreiðir, sem skráðar eru á A númer. Eftirfarandi verkstæði í þessu umdæmi haf fengið viðurkenn- ingu Bifreiðaeftirlits ríkisins til að framkvæma þessa tilraun: Bifreiðaverkstæöiö Kambur, Grundargötu 1-6, Dalvík Bifreiðav. Siguröar Valdimarssonar, Oseyri 5A, Akureyri Bifreiðav. Þórshamar, Tryggvabraut, Akureyri Bílasalan hf., Strandgötu 53, Akureyri Bílaverkst. Dalvíkur, Dalvík Bláfell s.f., Draupnisgötu 7, Akureyri Höldur s.f, Tryggvabraut 14, Akureyri Jóhannes Kristjánsson hf., Gránufélagsgötu 47, Akureyri Vagninn s.f., Furuvöllum 7, Akureyri Víkingur s.f., Furuvöllum 11, Akureyri Bifreiöav. Bjarnhéðins Gíslasonar, Fjölnisgötu 2A, Akureyri. Bílgreinasambandið Bifreiðaeftirlit ríkisins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.