Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 11
27. júní 1984 - DAGUR -11 Skemmti- ferða- skip r I Grímsey Afli hefur verið tregur í Gríms- ey að undanförnu, bátar hafa verið á handfærum og að með- altali landa um 10-15 bátar þar. Verkað er í skreið og saltfisk. Eitthvað er um að- komubáta, helst frá Siglufirði og Akureyri. Stærsti báturinn, 29 tonn hefur verið á rækju og hefur hann aflað nokkuð vel. Ekki er aðstaða til að taka á móti rækju í Grímsey og hefur hann því landað á Siglufirði. Að sögn Þorláks Sigurðssonar oddvita hefur veður verið all- sæmilegt og dálítið er farið að bera á ferðamönnum. Hafa svo tvö stór skemmtiferðaskip haft við- komu í eynni, í öðru voru 30 Hollendingar sem dvöldu hálfan annan sólarhring við fuglaskoðun og voru þeir á leið til norðlægari slóða, Jan Mayen og Svalbarða. Stoppaði hitt skipið skemur, en þar um borð voru þýskir farþeg- ar. Flestir ferðamenn staldra fremur stutt við í einu, en þó kemur alltaf fyrir að ferðafólk tjaldi og dvelji um tíma, þá helst við fuglaskoðun. Sagði Þorlákur að helstu hags- munamál Grímseyinga væri hafn- ar- og vegabætur en þau mál væru ekki í góðu lagi, hins vegar gengi alltaf illa að útvega peninga til slíkra hluta. Höfnin er orðin of lítil fyrir bátaflota Grímsey- inga og þegar fjöldi aðkomubáta bætist þar við er ekki við góðu að búast. Hvað vegabætur varðar þá hafa eyjaskeggjar hug á að leggja slitlag i vegi sína, en bíl- um í eynni hefur fjölgað töluvert auk þess sem nokkrar dráttarvél- ar eru í notkun. Kvað Porlákur vera í athugun hvernig helst mætti útvega fjármagn til vega- framkvæmda en það er dýrt fyrir- tæki fyrir Grímseyinga þar sem flytja þarf allt efni úr landi. Dansleik héldu Grímseyingar þann 16. júní og fór hann vel fram í alla staði. h Léttisfélagar AKUREYHI/ Farin verður félagsferð á Flateyjardal dagana 6., 7. og 8. júlí. Lagt af stað frá Kaupangsbakka kl. 10 f.h. stund- víslega 6. júlí. Bannað er að koma með hunda í ferðina. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru gefnar í síma 26664 og 24921 eftir hádegi. Ferðanefnd. Félagasamtök - Einstaklingar Bjóðum þrjár stærðir sumarhúsa í ótal útfærslum. Höfum til ráðstöfunar nokkrar úrvals skógi vaxnar lóðir. Möguleikar á rafmagni. Margra ára reynsla tryggir gæðin. .TRÉSMIÐJAN AV mogil sf. rm SVALBARÐSSTRÖND S 96-21570 M Viðtalstímar Alþingismennirnir Stefán Valgeirs- son og Guðmundur Bjarnason verða til viðtals á eftirtöldum stöðum: Á Akureyri: Á skrifstofu Framsóknar- flokksins Strandgötu 31 fimmtudaginn 28. júní frá kl. 2-6 e.h. Á Dalvík: Sama dag í kaffistofu frysti- hússins frá kl. 8.30-11 e.h. í Ólafsfirði: Laugardaginn 30. júní á hótelinu kl. 3-5 e.h. Dalvíkingar - Hærsveitamenn! Farið áhyggjulausir í ferðalagið. Mótor-, hjóla- og stýrisstillum í fullkomnum tækjum. Eigum einnig (gníinental hjólbarða undir bílinn. Bílaverkstæði Dalvíkur sími 61123. Vörukynning föstudaginn 29. júní frá kl. 15-19. Kynntur verður sykursnauður safi frá Sana. Kynningarferð. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð r Ibúoir á söluskrá Hamarstígur: 3ja herb. kjallaraíbúð. Langamýri: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Laus strax. Lítið einbýlishús á Dalvík. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 4. hæð, í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð. Smárahlíð: 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Eiðsvallagata: 3ja herb. risíbúð. Laus strax. Ásabyggð: Einbýlishús. Timburhús á steyptum kjallara. Byggðavegur: 3-4ra herb. neðri hæð í tvíbýli. Tungusíða: 200 fm einbýlishús með bílskúr. Mýrarvegur: Einbýlishús, skipti. Hamarstígur: 5 herb. íbúð. Búðasíða: Steyptir sökklar undir einbýlishús. Smárahlíð: 2ja herb. lítil íbúð á 1. hæð. Kjalarsíða: 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Kringlumýri: Einbýlishús með bílskúr. Dalsgerði: 5 herb. raðhúsíbúð. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð. Nýmáluð. Laus strax. Hafnarstræti: 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Hrafnagilsstræti: 4ra herb. neðri hæð í tvíbýli með bílskúr. Höfum fjársterkan kaupanda að 4ra herb. raðhús- íbúð í Glerárhverfi. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, . , _ _ . efri hæö, sími 21878 Kl. 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður Kennarar Kennara vantar að Hrafnagilsskóla Eyjafirði. Helstu kennslugreinar: Enska, íslenska og raun- greinar. Húsnæði á staðnum. Uppl. gefa Sigurður Aðalgeirsson skólastjóri, sími 31230 og Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður skólanefndar, sími 31227. Vélstjóri Óskum að ráða annan vélstjóra á 190 lesta rækjubát. Uppl. í síma 96-61707 á vinnutíma og 96-61728 á kvöldin. Njörður hf. Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.