Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 7
29. júní 1984-DAGUR-7 , yLítill kúkur í stórrí skM“ - Kristján Steingrímur listmálari á línunni - Krístján Steingrímur? „Já.“ - Komdu sæll, nafni þinn Guðmundur á Degi hérna megin. „Sæll og blessaður. - Velkominn heim, er langt síðan þú komst? „Þakka þér kærlega fyrir. Það eru að verða tvær vikur síðan ég kom til landsins og ég dreif mig náttúrlega beint í unaðsreitinn hér við Eyjafjörð.“ - Pú varst í Pýskalandi. . . „Já, í Hamborg. Og ef það er í frásögur færandi þá var ég að nema þar við Hochschule fiir Bildende Kunste." - Og var ekki margl merki- legt á seyði þar? „Merkilegt. . .? Ég myndi segja að þar væri heimskúltúr- inn í algleymingi. Það er nefni- lega margt annað í Hamborg en bara St. Paul.“ - Var ekki gaman? „Jú. Út frá skólanum að dæma. Ég er búinn að vera í myndlistanámi í 8 ár, fyrst hér á Akureyri, síðan í Reykjavík. Og það er auðvitað munur á þessum tveim stöðum, það er meira fólk fyrir sunnan og þar af leiðandi meira um að vera. En að fara þarna út var eins og að finna hyldýpi, sem er virkilega , gaman að synda í og skoða. All- ir sem fara erlendis verða fyrir vissu sjokki af því að skipta um umhverfi. Stórborgarfirringin er fjarri okkur hér við Pollinn. Þarna úti verður maður óneitan- lega lítill kúkur í stórri skál.“ - Hvernig var þessi skóli? „Hann var ákaflega jákvæður í alla staði. Þarna kynntist mað- ur alveg nýjum hliðum á tilver- unni, öll umræða er á háu plani og maður fann fyrir sveita- mennsku. Og bölvaði því stund- um í hljóði." - Heldurðu að sveitamennsk- an fari ekki af þér? „Það vona ég ekki. Þetta er ekkert sem liggur á bakinu á manni - hún er ágætur kontrast við umhverfið þarna.“ - Var ekki margt nýtt að upp- lifa? „Jú - en það er kannski erfitt að lýsa því svona í símtólið - þetta var eiginlega prívat reynsla. Hún kemur kannski að einhverju leyti til skila í mynd- unum mínum. En svona fyrir utan skólann, sem er einn af fjór- um ríkisakademíum í Þýska- landi, var margt um að vera. Og eiginlega er Hamborg þekktari fyrir leikhúslífið, sem er mjög mikið og tónlistin blómstrar líka. Þetta er ákaflega lifandi borg.“ - Heldurðu að námið breyti þér eitthvað sem listamanni? „Alveg tvímælalaust. Það fer enginn í skóla án þess að breyt- ast á þeim tíma. Annars væri námið til lítils. Maður þroskast og breytist.“ - Má reikna með að þú flytjir eitthvað af nýjungum með þér heim? „Ég hef nú ekki hugsað mér að flytja heim í bráð, þannig að þetta er varla tímabær spurning. En það má svo sem vera að maður komi með eitthvað í ferðatöskunni, svona til að sýna vinum og kunningjum. Vonandi getur maður glatt hjörtu ein- hverra." - Ertu í brjálaðri vinnu núna? „Já, já, ég er að vinna fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð 1. sept. Við verð- um þarna fjórir með samsýn- ingu, ég, Árni Ingólfsson, Daði Guðbjörnsson og Tumi Magn- ússon. En eiginlega sýnum við sundur, það verður hver og einn með sinn hluta salarins. Við verðum þarna andspænis gömlu jöxlunum.“ - Oghvereru viðfangsefnin? „Áður en ég fór út var ég far- inn að snúa mér töluvert að náttúrunni og sú skoðun hefur dýpkað. Ég hef verið að rýna hérna yfir í Vaðlaheiðina, þú veist að þar er huldubyggð . . .“ - Ertu að skoða huldufólkið? „Það eru nú aðallega formin og litirnir sem ég skoða. En ég er farinn að sjá í gegnum það.“ - Pað var og. Ég held ég trufli þig ekki meira, ég bið að heilsa huldufólkinu, vertu bless- aður. „Blessaður." - KGA. Sniliwt ¥ Geislagötu 14 Föstudagur 29. júní: Mánasalur opinn frá kl. 19.00. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti. Sólarsalur opnaður kl. 22.00. Hljómsveit Ingimars skemmtir til kl. 03.00 ásamt diskóteki. Laugardagur 30. júní: Sólarsalur opinn frá kl. 19.00. Tilboð kvöldsins: Laxapaté m/kavíar og dillsósu. Ostafylltar grísalundir m/púrtvínssósu, bökuðum jarðeplum, blómkáli og salati. Heitt eplapæ, m/þeyttum rjóma. Verð aðeins kr. 655,- Diskókeppni kl. 23.00: Undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina Ástrós Gunnarsdóttir stjórnar keppninni og sýnir okkur pottþétt diskóspor á eftir. Hljómsveit Finns Eydal, Helena og Alli leika fyrir dansi ásamt Gilla í diskótekinu. Sunnudagur 1. júlí: Stuðmenn - Hljómleikar frá kl. 21.00-01.00. Mætið snemma til að komast inn. Bikarinn opnaður kl. 18.00. Bikarinn opinn alla daga frá kl. 12.00-14.30 og kl. 18.00-23.30 nema fimmtudaga og sunnudaga til kl. 01.00, föstudaga og laugardaga til kl. 03.00. Geislagötu 14 HINIR VIÐURKENNDU TINDAR FRÁ CLOSE YOULE í ALLAR HEYVINNU- VÉLAR FRÁ OKKUR MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Algengasti KUHN tindurinn á kr. 79,00 með söluskatti I BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811 f STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast álgerlega áðuren y að stöðvunarlínu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.