Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 9
29. júní 1984- DAGUR-9 Texti: mþþ - Myndir: KGA inn um borð í skip er flytur farm- inn á markað. Þeir Brynjar og Björn Ágúst sögðu að þetta væri fyrsta árið sem slátrað er að einhverju marki. Reiknað er með að um 80 tonnum verði slátrað á árinu og er það mun meira en verið hefur undanfarin ár. Þrátt fyrir að stöð- in hafi verið starfrækt um nokk- urt skeið, þá er hún enn á til- raunastigi, en þeir töldu að sumarið í sumar myndi skera úr um hvort grundvöllur er fyrir hendi áframhaldandi starfsemi. Tíminn sem liðinn er frá því stöð- inni var hleypt af stokkunum hef- ur farið í að aðlaga starfsemina íslenskum staðháttum. Norska fyrirtækið Mowi rekur laxeldistöðvar í Noregi og þar eru aðstæður ákaflega ólíkar þeim íslensku. Ýmis vandamál hafa komið upp og unnið er að því jöfnum höndum að lagfæra það sem mið- ur fer. Náttúran hefur sett sitt strik í reikninginn, veður eru oft válynd, hins vegar eru meiri stað- viðri í Noregi og það kemur sér betur í laxarækt. Að yfírstíga vandamálin. ís hefur stundum farið illa með búrin, en nú er búið að leggja ís- girðingu í kringum þau og ætti þá ekki að vera hætta á því leng- ur að þau eyðileggist af völdum ísa. Pá hefur saltmagn í vatninu einnig verið til vandræða á stundum. Það þurfti að auka og tempra saltmagnið í búrunum. Eftir nokkrar rannsóknir er nú búið að finna út hæfilega salt- blöndu og þau mál eru í góðu lagi. „Það þarf bara að komast að því hvers eðlis vandamálin eru og með árunum hvað er heppileg- ast.“ - En þetta er dýrt? „Já, þetta er óskaplega fjár- magnsfrekt fyrirtæki og óskiljan- legt þegar ráðamenn þjóðarinnar eru að benda á laxeldi sem ein- hvers konar aukabúgrein fyrir bændur að hagnast á. Það hleypur enginn í þetta. Stöðin hér var fjármögnuð með lánum með erfiðum vöxtum. Og það er enginn gróði fyrr en í fyrsta lagi á 3. ári frá því hún hefur starf- semi sína og allur sá peningur er þá sést fer upp í skuldir. Svona stöð gefur ekkert af sér fyrr en laxinn er orðinn söluvara og það er hann ekki fyrr en hann er orð- inn þriggja ára. Þá er hann um 3 kíló.“ Lóni í Kelduhverfi Brynjar gefur löxunum að éta, það er þurrfóður sem laxarnir éta með bestu lyst. síðan að yfirstíga þau,“ eins og Brynjar og Björn Ágúst orðuðu það. - Er þetta ekki viðkvæmur búskapur? „Eins og með aðrar skepnur í landbúnaði, þá er laxinn dálítið næmur fyrir sjúkdómum... og þó kannski ekkert meira en aðrar skepnur. Við höfum sloppið við stóráföll og erum að sjálfsögðu lukkuleg með það. En það geta verið ófyrirsjáanlegar uppákom- ur í þessu og það þarf að finna út Að éta sem mest. Þá var tími til kominn að „gefa á garðann“ og fengu forvitnir blaðasnápar að fylgjast með þeim Brynjari og Birni Ágúst að störfum. Laxinn er alinn á sérstöku þurr- föðri sem að uppistöðu er fiskúr- gangur. Fóðrið er flutt inn frá Noregi, enn hefur ekkert íslenskt fyrirtæki hafið framleiðslu á laxa- i fóðri en það gæti staðið til bóta á næstu árum. Fylgst er nákvæm- lega með því sem gefið er yfir daginn og það skráð í sérstakar bækur. „Við reynum bara að láta hann éta sem mest,“ segja þeir lagsmenn. Búrin eru 14 talsins og er lax- inn í þeim misstór. í fjórum búr- um eru seiði, um 20 þús. talsins og eru þau u.þ.b. 35-40 grömm. í hinum búrunum er ýmist tveggja ára gamall fiskur eða þriggja ára. Og eins og gefur að skilja éta þeir elstu mest, enda voru þeir ansi vænir. - En ætli laxinum leiðist ekki að synda hring eftir hring í litlu búri innan um þúsundir bræðra sinna? „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta er fiskur sem vill hafa allt hafið.“ mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.