Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 29. júní 1984 Föstudagur 29. júní 19.35 Umhverfis jörðina á áttatiu dögum. 8. þáttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Grínmyndasafnið. 2. Hótelsendillinn. Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna með Char- lie Chaplin og Larry Semon. 21.05 Heimur forsetans. Breskur fréttaskýringaþátt- ur um utanrikisstefnu Ron- ald Reagan forseta og sam- skipti Bandaríkjamanna við aðrar þjóðir i stjómartíð hans. 22.00 Sviplegur endir. (All Fall Down) Bandarísk bíómynd frá 1962. Leikstjóri: John Franken- heimer. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Brandon de Wilde, Angela Lansbury, Karl Malden og Eva Marie Saint. Unglingspiltur lítur mjög upp til eldra bróður síns sem er spilltur af eftirlæti og mik- ið kvennagull. Eftir ástar- ævintýri, sem fær hörmuleg- an endi, sér pilturinn bróður sinn í öðru ljósi. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. La ugardagur 30. júní 16.30 íþróttir. 18.30 Börnin við ána. 5. þáttur. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 í bliðu og stríðu. 7. þáttur. 21.00 Bankaránið. (The Bank Shot) Bandarisk gamanmynd frá 1974. Leikstjóri: Michael Ander- son. Aðalhlutverk: George C. Scott, Joanna Cassidy og Sorell Booke. 22.20 Minnisblöð njósnara. (The Quiller Memorandum) Bresk bíómynd frá 1966, gerð eftir samnefndri njósnasögu Ivans Foxwells. Leikstjóri: Michael Ander- son. Handrit: Harold Pinter. Aðalhlutverk: George Segal, Max von Sydow, Alec Guinness og Senta Berger. Breskum njósnara er falið að grafast fyrir um nýnasista- hreyfingu í Berlín. 00.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 1. júlí 18.00 Hugvekja. 18.10 Geimhetjan. (Crash) Nýr flokkur. Danskur framhaldsmynda- flokkur fyrir börn og ung- linga. 18.30 í skugga pálmanna. Heimildamynd um líf og kjör barna á Maldíveyjum á Ind- landshafi. 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Sögur frá Suður-Afríku. 4. Forboðin ást. 21.50 George Orwell - fyrri hluti. Bresk heimildamynd um ævi George Orwell, höfund „1984", Félaga Napóleons og fleiri bóka. 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 2. júlí 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Andrína. Breskt sjónvarpsleikrit. 21.30 George Orwell. Seinni hluti. 22.30 íþróttir. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 3. júli 19.35 Bogi og Logi. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Á járnbrautarleiðum. 5. þáttur. Draumabrautin. 21.25 Verðir laganna. 22.15 Út á mölina. Þáttur um sumarumferðina með viðtölum við vegfarend- ur. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. Miðvikudagur 4. júlí 19.35 Söguhornið. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Fjöruspóinn. Bresk náttúrulífsmynd um fjöruspóann og lífshætti hans. 21.10 Berlin Alexanderplatz. 22.10 Úr safni sjónvarpsins. Handritin koma heim. 22.40 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 29. júní 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Dagleg notkun Biblí- unnar. Séra Sólveig Lára Guð- mundsdóttir flytur synodus- erindi. 21.10 Frá samsöng Karlakórs Reykjavikur i Háskólabíóí 5. apríl. 21.35 Framhaldsleikrit: „Andlitslaus morðingi" eft- ir Stein Riverton. Endurtekinn H. þáttur: „Dul- arfullt bréf". 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hvíti" eftir Pet- er Boardman. Ari Trausti Guðmundsson les þýðingu sína (13). 23.00 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 24.00 Fréttir ■ Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. La ugardagur 30. júní 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn • Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir ■ 7.25 Leikfimi ■ Tónleikar. 8.00 Fréttir • Dagskrá ■ 8.15 Veðurfregnir ■ Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. • Tón- leikar. 9.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir ■ 10.10 Veður- fregnir) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Súrt og sætt • Sumar- þáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Ema Arnar- dóttir. 12.00 Dagskrá • Tónleikar • Tilkynningar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fiegnir • Tilkynningar. Á ferð og flugi • Þáttur um málefni liðandi stundar. Umsjón: Ragnheiður Davíðs- dóttir og Sigurður Kr. Sig- urðsson. 14.50 íslandsmótið í knatt- spyrnu. l. deild: Breiðablik-Akranes. Tónleikar. 16.00 Fréttir ■ Dagskrá ■ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Andlitslaus morðingi" eft- ir Stein Riverton. m. þáttur: „Neyðaróp úr skóginum". 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Frá tónleikum Kamm- ersveitar Reykjavikur. 18.00 Miðaftann i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Ambindryllur og Arg- spæingar • Eins konar út- varpsþáttur. Yfimmsjón: Helgi Frímanns- son. 20.00 Manstu, veistu, gettu - Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórnendur: Guðrún Jóns- dóttir og Málfríður Þórarins- dóttir. 20.40 „Þrjár sortir", smásaga eftir Jónas Guðmundsson. 21.05 „Ég fékk að vera“, ljóð- saga eftir Nínu Björk Árna- dóttur. 21.15 Harmonikuþáttur. Umsjón Högni Jónsson. 21.45 Einvaldur i einn dag. Samtalsþáttur í umsjá Ás- laugar Ragnars. Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir ■ Fréttir • Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hvíti" eftir Pet- er Boardman. Ari Trausti Guðmundsson les þýðingu sína (14). 23.00 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 hefst á Listapoppi Gunnars Salvarssonar og lýkur kl. 03.00. 1. júlí 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir • Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Fró orgelvígslu út- varpsins i Vínarborg. 10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Setning Prestastefnu í Skálholtskirkju. Prestur: Séra Ólafur Skúla- son vígslubiskup. Organleikari: Glúmur Gylfa- son. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá ■ Tónleikar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fregnir ■ Tilkynningar • Tónleikar. 13.30 Á sunnudegi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 Ástir samlyndra hjóna. Blönduð dagskrá í umsjá Þórdísar Bachmann. 15.15 Lífseig lög. Umsjón: Ásgeir Sigurgests- son, Hallgrimur Magnússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fróttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Háttatal • Þáttur um bókmenntir. Umsjónarmenn: Ömólfur Thorsson og Árni Sigurjóns- son. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Siðdegistónleikar. 18.00 Það var og ... Út um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertelssyni. 18.20 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ■ Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðlun, tækni og vinnubrögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 Ljóð - gömul og ný eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Höfundur les. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. Stjómandi: Helgi Már Barða- son. 21.00 Merkar hljóðritanir. 21.40 Reykjavík bernsku minnar - 5. þáttur. Guðjón Friðriksson ræðir við Öm Clausen. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hviti" eftir Pet- er Boardman. Ari Trausti Guðmundsson les þýðingu sína (15). 23.00 Djasssaga. Öldin hálfnuð - Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir • Dagskrárlok. Erlingur , fstórisannleikur u - Örlítið bréfkorn til Erlings Sigurðarsonar Heill og sæll F.rlingur. Mikið þakka ég þér vel fyrir bréfkornið þitt í síðasta Helg- ar-Degi, sent mér fannst myndarlegt, upp á heila síðu, sem svar við örlítilli neðan- málsgrein minni. Og ekki var nú flumbruganginum fyrir að fara hjá þér blessuðum, frekar en fyrri daginn. Að venju fórstu fram með þeirri hóg- værð og því lítillæti sem þér einum er lagið. Að vísu hafðir þú örlitla tilburði lil að gera mig að undirförulum ritstjórn- arfulltrúa, sem væri allt í senn; svívirðilegur, lúmskur og lyg- inn. Minna hefði nú ef til vill gert gagn gæskurinn. Ég veit ekki hvers vegna en rétt á meðan ég var að lesa bréfstúf- inn þinn, þá minntist ég gam- als kunningja. Hann var þekktur fyrir að hafa ætíð rétt fyrir sér í hverju máli. Og þó hann væri staðinn að villu, þá svaraði hann að bragði; - Já, sagði ég ekki, þetta vissi ég alltaf! í upphafi bréfkorns þíns ert„ þú með hugrenningar sem ég skil nú ekki til hlítar. Pó hef ég það á tilíinningunni að þú sért að gera því skóna að ég hafi misnotað mér aðstöðu mína sem ritstjóri Dags í forföllum Hermanns Svcinbjörnssonar; eða á ég ef til vill að scgja Sveinbjarnarsonar? Þetta tel ég nú lágkúrulegar dylgjur og ekki þér líkar. Þú veist eins vel og ég að greinar skrifaðar und- ir fullu nafni, í hvaða blaði sem þær birtast, eru á ábyrgð þess sem skrifar og lýsa skoð- unum hans, en ekki blaðsins. Leiðaraskrif eru svo annar handleggur og fréttaskrif enn annar. En það er von þú rugl- ist á þessu góurinn, þar sem allt þetta er í einum graut í þínu blaði, Þjóðviljanum. Þú segir það lágkúrulegt að bera fólki á brýn, að það gangi erinda heimskommúnismans eða sé „hlaupatíkur" Alþýðu- bandalagsins. Þar er ég þó sammála þér, enda eru þeir ekki margir sem ganga í slík verk. Þú skalt ekki fullyrða neitt um minni mitt Erlingur minn. Þú varst stoltur þegar þú leist yfir þéttsetinn salinn í Frey- vangi, heilsaðir mér kumpán- lega, en sagðir síðan með bros á vör; - Nú verða allir álvers- menn í Öngulsstaðahreppi slegnir kaldir. Ég tók þessu sem græskulausu gamni - og ef til vill öriítilli stríðni í minn garð - en ég átti ekki von á að þú værir ekki maður til að kannast við þessi orð. Þú verð- ur nú góurinn; þetta sagðir þú, jafnvel þó þú kallir orðið „slettu". En ég get þó glatt þig með því að þetta orðatiltæki er algengt í íslensku máli, að minnsta kosti hjá okkur al- þýðufólki. Ég get líka glatt þig með því, að ég var ekki „sleg- inn“, því ég hef aldrei talið mig „álversmann“. Ég tel ál- verskostinn hins vegar það álitlegan, að það sé ástæða til að skoða hann niður í kjölinn án fordóma. Þannig er nú það gæskurinn, ef þú hefur ein- hvern áhuga á því að skilja það. Þú gerir því skóna, að ég hafi „hnýtt" athugasemdum aftan við greinar Bjarna Guð- leifssonar, þar sem hann skrif- aði gegn álveri. Eitthvað er minni þitt nú farið að brengl- ast Erlingur minn. Greinar Bjarna voru birtar í „Minni meiningu“ í Helgar-Degi fyrir mitt tilstilli og án athuga- semda. Hins vegar svaraði ég Bjarna í næsta Helgar-Degi á eftir. Hvað er athugavert við það? Þú vilt ef til vill fá að reka þitt „trúboð" í friði? Og enn verð ég að leiðrétta minni þitt drengur minn. Þú segir mig hafa þagað yfir undir- skriftasöfnun ykkar. Samt var sagt frá henni í frétt, sem náði yfir þvera forsíðuna í Degi nærri viku áður cn bréfkornið þitt birtist. Nei, gamli minn, nú verður þú að fara að lesa Dag betur. Jæja, Erlingur minn, ég hef ekki geð í mér til að skerpa minni þitt frekar og ég mun ekki skrifa þér fleiri bréf, jafn- vel þó þú sendir mér margar breiðsíður. Ég er sem sé í sumarfríi, hef raunar verið það í hálfan mánuð, jafnvel þó enn sé skrifað um álver í Degi. Ég get þó ekki lokið þessu bréfkorni mínu án þess að árétta það, að ég ber fulla virðingu fyrir skoðunum ann- arra, ekki síst sveitunga minna. En í minni sveit hafa menn alla tíð leyft sér að hafa misjafnar skoðanir og enginn verið verri maður í annars augum fyrir það. Hitt verð ég að segja þér, að í mínum huga er það ekki „lýðræðisskylda", eins og þú orðar það, að boða til upplýsingafundar um hugs- anlegt álver við Eyjafjörð, sem reynist síðan vera áróð- ursfundur gegn álveri. Síðan þegar messað hefur verið yfir söfnuðinum, stendur æðsti- presturinn upp og dreifir undirskriftalistum til stuðnings málstaðnum. Þeir sem þannig vinna sigla undir fölsku flaggi. Þetta kallaði ég „trúboð" í greinarstúfnum mínum, sem fór svo fyrir brjóstið á þér og þínum. Eða væri ef til vill réttara að kalla það klókindi? Vertu svo blessaður, Erl- ingur minn - og ég vona að þú njótir sumarleyfisins þíns sem best. En svona í lokin, mér segist svo hugur um að þú hefðir stolið „stórasannleiks“- nafnbótinni frá kunningja mínum hefðir þú verið hans sveitungi og samtíðarmaður. Gísli Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.