Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 13
Kveðjustundin upprunnin. „Æi, vertu nú blessuð og sæl, amma mín og láttu þér ekki leiðast meðan ég er í burtu,“ gæti litli guttinn á myndinni vel verið að segja. Sumarbúðirnar að Ástjörn í Kelduhverfi: Eftirv œntingin skein af hverju analiti! Eftirvæntingin skein af hverju andliti og gleðin leyndi sér ekki er um 80 strákar lögðu af stað til sumardvalar að Ástjörn í Kelduhverfi. Forstöðumaður- inn, Bogi Pétursson, hafði í nógu að snúast og vísaði pilt- unum upp í tvær rútur strax og þeir höfðu smellt kossi á kinn móður sinnar. Það átti að fara fram talning á hópnum. Þetta er 25. árið sem Bogi Pét- ursson fer með drengjahóp að Ástjörn og ætti því að vera orð- inn heimavanur á staðnum. Sumarbúðirnar voru stofnaðar árið 1946 eða fyrir 38 árum, 13 fyrstu árin var Sæmundur Jó- hannesson forstöðumaður. Pilt- arnir eru á aldrinum 6-12 ára og dvelja þeir í 8 vikur í sumarbúð- unum, að vísu er hluti drengj- anna ekki alveg allan tímann, það fer eftir aldri og aðstæðum hversu lengi hver og einn dvelur. Pað er Sjónarhæðarsöfnuðurinn sem stendur fyrir rekstri sumar- búðanna og eru þær reknar á kristilegum grundvelli. Starfsfólkið er um 12-15, en einungis hluti er á launum, aðrir eru í sjálfboðavinnu. Piltunum er þar kennt guðsorð og góðir siðir eins og þar stendur. Þeir fá uppfræðslu í kristinni trú og kristinni siðfræði, sem eflaust kemur sér vel síðar á lífsleiðinni. En það er ekki einungis dvalið yfir guðsorði á Ástjörn, þó það sé hluti starfsins, heldur er mikið gert að því að fara í ýmiss konar leiki. Umhverfi er einstaklega gott og býður upp á margs konar ævintýri og þeir eru ófáir „Ás- tjarnarfararnir“ sem eiga ljúfar minningar frá alls kyns svaðil- förum um skóginn í kringum sumarbúðirnar. Að ekki sé minnst á bátana sem eru í förum um vatnið, en þeir eru alltaf jafn heillandi. Pannig að ljóst er að margt bíður ungu piltanna er lögðu upp til sumardvalar að Ás- tjörn sl. laugardagsmorgun, en blaðamaður Dags var þá á vappi og festi þessar myndir á filmu. Krakkarnir komnir inn í rúturnar, en fullorðna fólkið spjallar um veðrið og minnist liðinna stunda með Ijúfsárum trega. líð í 29. júní 1984 - DAGUR - 13 Bændur Þeir bændur sem hafa fengið lánuð áburðarbretti undir áburð sinn vinsamlegast gangið frá þeim á aðgengilegum stað svo að auðvelt verði að sækja þau eftir 6. júlí nk. Þau bretti sem ekki koma til skila verða skuldfærð viðkomandi kr. 2.000,- pr. bretti. Þetta gildir einnig um eldri bretti sem lánuð hafa verið. Kaupfélag Eyfiröinga Atvinna Vegna aukinna verkefna getum við bætt við nokkrum stúlkum nú þegar. Hafið samband við verkstjóra. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson og Co. sími 21466. Okkur vantar rafvirkja til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Uppl. í síma 96-41600 og á kvðldin í síma 96-41564. Raftækjuvinnustofa Gríms og Árna 640 Húsavík. Bróðir minn, KAJ SCHIÖTH andaðist í San Fransisco Californíu 27. þ.m. Helgi Schiöth. hlutir fyrir japanska bíla DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI 96-26303 * > - w V... * Framljós í flestar geröir japanskra bíla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.