Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 29.06.1984, Blaðsíða 15
29. júní 1984- DAGUR- 15 Stuðmmn i Ragnhildur Hinir landsfrægu Stuðmenn verða á tónleikaferð á Norðurlandi um helgina, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, grýlu. Þau verða með dansleiki og jafnframt tónleika kl. 22.30 á föstudagskvöld í Ólafsfirði og á sama tíma á laugardagskvöld í Miðgarði. Þau leggja svo Sjallan undir sig á sunnudags- kvöld frá kl. 22.00-01.00. Segja má að þessi túr hafi byrj- að á 17. júní á tónleikum í Laugardalshöll í Reykjavík, en þar var allt troðfullt, eins og menn vita. Reynt verður að hafa hemil á því að ekki verði of margt á ofangreindum stöðum, en búast má við að margir vilji hlýða á Stuðmenn- ina, eins og endranær. Mikið skátamót í Leyningshólum Helgina 5.-8. júlí verður hald- ið stórt og mikið skátamót í Leyningshólum. Ber það nafn- ið „Bleika stjarnan í norðri“. Mótsstjórar eru Guðný Eydal og Ingibjörg Arnarsdóttir, báðar frá Akureyri og fengum við þær í smáspjall til að fræð- ast nánar um mótið. „Við eigum von á um 200 þátttakendum frá Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Einnig koma 14 skátastúlkur frá Noregi í heimsókn. Flestir eru á aldrinum 11-15 ára og eru þeir í aðalbúðum. Drótt- skátar verða settir í miklar þrælabúðir og einnig eru fjöl- skyldubúðir og eru allir vel- komnir svo lengi sem Leyn- ingshólar leyfa. Á laugardag- inn verður heimsóknartími, þá eru allir velkomnir, þann dag eigum við von á skátahópi frá Blönduósi í heimsókn. Litur mótsins er bleikur, eins og fram kemur í nafninu. Við ætlum að reyna að hafa allt í bleikum litum og það ætti því að slá bleikum bjarma á hól- ana.“ Hvað gera Þórsarar ? Aðalleikur helgarinnar í knattspyrnu norðanlands er tvímælalaust viðureign Þórs og Vals sem leikin verður á Akur- eyrarvelli í kvöld kl. 20. Gengi þessara liða hefur verið upp og ofan það sem af cr mótinu. Valsmenn eru við botn deildarinnar en Þórsarar virðast vera að sækja sig ef marka má úrslit leiks þeirra við Víking um helgina. Það gæti orðið um hörkuleik að ræða í kvöld. KA-menn halda suður og leika gegn Fram á sunnudag í Reykjavík og einnig þar getur orðið mikil barátta um stigin þrjú sem í boði eru. í 2. deildinni er „norðan- liðaslagur" á Siglufirði, en þá fær lið KS nýliða Tindastóls í heimsókn kl. 14 á morgun. Völsungar eiga að fara til Borgarness og leika þar gegn Skallagrími. - Hvað gerir fólk á skáta- mótum? „Skátamótin eru hápunktur- inn í skátastarfinu, eftir þeim man fólk mest og best. Að deginum geta krakkarnir valið sér hvað þau gera, farið í „hikeferð", vatnasafarí, þrautabraut og fleira. Á kvöldin er svo léttara yfir þessu, þá eru tívolí og varð- eldar og hinir ómissandi skáta- söngvar sungnir. Það er mjög erfitt að lýsa þessum eina sanna skátaanda. Á skáta- mótum rís heilt samfélag með öllu sem því fylgir og það eina leiðinlega við skátamótin er að þau taka enda.“ ítölsk helgi í Laxdalshúsi Mikið verður um að vera á vegum Laxdalshúss um helg- ina. Byrjar það með húllum- hæi í göngugötunni kl. 4 í dag, föstudag. Þar verður nokkurs konar sumargleði, hiuti af festi- vali. Þar birtast hest- vagnar og ýmis ókennileg fyrirbæri sem hreyfa sig eftir íslenskum sambatakti. Sýning Hrings stendur enn, sýnir hann 42 myndir og hefur sýningunni verið vel tekið af gestum hússins. Á laugardag kl. 4 verður tónlist, Páll Jóhannesson söngvari syngur íslensk lög við undirleik Kristins Arnars Kristinssonar. Auk þess spilar Þrúður Gunnarsdóttir, 8 ára gömul, á fiðlu við undirleik Kristins og e.t.v. verður boðið upp á eitthvað fleira. Það verður ítölsk stemmning í húsinu um helgina og ít- alskur matur á boðstólum. Matargerðartæknir kvöldsins er enginn annar en Cosimo (melónumæringur), verður þetta á laugardag og sunnu- dag. Á laugardagskvöldið koma þeir Páll og Kristinn aftur og spila ítalska tónlist fyrir matargesti. Matargestir eru vinsamlega beðnir að panta borð með fyrirvara. Fundur um kanínurœkt Fræðslu- og kynningarfundur um ullarkanínur verður hald- inn í félagsheimilinu Hlíðarbæ laugardaginn 7. júlí og hefst fundurinn kl. 13.00. Á fundinn mæta fjórir Þjóð- verjar sem lengi hafa stundað þennan búskap. Þeir halda fyrirlestur, svara spurningum, sýna hvernig á að klippa kanín- urnar og flokka ullina. íslensk- ur túlkur verður á staðnum. Hlöðver Diðriksson og Jón Eiríksson, fyrstu kanínubænd- ur hérlendis eru á hringferð um landið með Þjóðverjunum. Þeir koma við á Egilsstöðum og sennilega á Húsavík áður en þeir koma í Hlíðarbæ. Eftir kynningarfundinn verður selt kaffi. Allir félagar í kanínu- ræktarfélaginu leggja til brauðið. Eftir kaffidrykkju er áformað að stofna Kanínu- ræktarfélag íslands. Stórmót að Jaðn Coca-cola golfkeppnin, eitt stærsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Akureyrar verður háð nú um helgina. Mótið hefst kl. 10 í fyrramálið og verður framhaldið á sama tíma á sunnudaginn. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar, og eru öll verðlaun í keppnina, bæði aukaverðlaun og aðalverð- laun, gefin af verksmiðjunni Vífilfelli í Reykjavík. Fleiri kylfingar verða á ferð- inni, á Húsavík fer fram KÞ- keppnin svokallaða sem er 36 holu keppni, á Ólafsfirði keppa kylfingar um Radio- styttuna og á Sauðárkróki er Tindastólsmótið á dagskrá. Náttúm- skoðunar- ferð í Vaðla- rá Á sunnudag kl. 10 verður nátt- úruskoðunarferð á vegum Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri og verður að þessu sinni farið í Vaðlareitinn. Safnast verður saman við suðurenda girðingarinnar (sumarhúsahverfið) og gengið út fjörur og bakka. Gefst því einnig tækifæri til að skoða fjörulíf og steintegundir, auk gróðursins. Ráðstafanir verða gerðar til að flytja fólk til baka. Göngutími er 2-3 klukkustundir. Þessar ferðir gefa kærkomið tækifæri til að kynnast jurta- gróðri landsins og læra að þekkja plöntur, sem nú eru flestar í blóma og fegursta skrúða. Menn ættu að hafa með sér poka til að safna i og auk þess blað og blýant til að skrifa niður tegundirnar. Gott er einnig að hafa stækkunar- gler ef það er tiltækt. Þór - Valur kl. 20 í kvöld, föstudag Komið á i föllinn og hvetjið Þórsara til sigurs adidas ^ VÖRf BATASMIOJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.