Dagur - 02.07.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 2. júlí 1984 74. tölublað Carneval! Carneval! - Þegar Akureyringar fengu nasaþef af virkilegu fjöri. -bls 9 Norður-Þingeyjarsýsla: Tals- vert kalið „Það er kalið hjá okkur er ég hræddur um," sagði Grímur Jónsson búnaðarráðunautur í Norður-Þingeyjarsýslu er Dag- ur forvitnaðist um ástand mála þar í sýslu. „Það er langmest á Hóls- fjöllum, í Svalbarðshreppi og Sauðaneshreppi og á þeim stöðum er um allverulegt kal að ræða. Einnig er talsvert kalið í Kelduhverfi, en ég hef ekki farið nægilega vel yfir í Öxarfirði og Presthólahreppi til að geta fullyrt um kal þar. Þetta hefur nú gengið svona ár eftir ár og það eru sömu bændurnir sem verða fyrir þessu. Þeir grípa til þess ráðs að rækta grænfóður, bygg og hafra og eitthvað verka þeir í vothey. Sláttur er eitthvað byrjaður, en almennt hefst hann ekki fyrr en upp úr mánaðamótum. Mér sýn- ist í fljótu bragði að gras sé ekki mjög mikið," sagði Grímur. n eg jjn tónlistar- skólanna - bls. 4 SVdlðí Benna - bls. 8 MMAttll UIIJll.ll > Ml W-% '¦¦¦ eru í opnu - bls. 6-7 ^^^m^m^^ „Sprengdum alltutan af okkur" - bls. 2 Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga: Heimamenn taki frumkvæðið - og gæti þess að samkeppnisaðstöðu Eyjafjarðar verði ekki spillt varðandi nýtt stóriðjuver á íslandi. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga, hefur kynnt tillögu sem hann hyggst leggja fyrir Fjórðungsráð, verði henni ekki hrint í fram- kvæmd án þess að tU þess þurfl að koma. í þessari tillögu, sem send hefur verið ýmsum aðil- um tU kynningar, leggur Áskell til að sveitarstjórnar- menn og aðrir aðilar sem hags- muna eigi að gæta varðandi at- vinnuuppbyggingu við Eyja- fjörð og á Norðurlandi bindist samtökum um að ekki verði spillt samkeppnisaðstöðu Eyjafjarðar, þegar samið verð- ur við erlenda aðUa um nýtt stóriðjuver á íslandi. Tillagan sem Áskell hyggst leggja fram og hann hefur sent fjórðungsráðsmönnum, sveitar- stjórnarmönnum, verkalýðsfé- lögum og Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, sem jafnframt fær þar smá ádrepu, er svohljóðandi: „Um álver við Eyjafjörð: Fjórðungsráð Norðlendinga bendir á að uppbygging stóriðju við Eyjafjörð er, jafnframt því að vera grundvallaratvinnuuppbygg- ing fyrir byggðir Eyjafjarðar, hafi hún áhrif á heildarþróun Norður- lands og marki stefnuna í orku- málum næstu ára öðru fremur m.a. tryggi að til staðar verði utan Þjórsársvæðanna orkuver, sem geti lagt grundvöll að meiri- háttar iðnaði bæði á Norðurlandi og líka á Austurlandi'. Því skorar fjórðungsráð á sveitarstjórnarmenn og aðra hagsmunaaðila við Eyjafjörð að gæta þess þegar að ekki sé spillt samkeppnisaðstöðu Eyjafjarðar í vali á milli staða, þegar samið verður við erlenda aðila um nýtt stóriðjuver á íslandi. Leggur fjórðungsráð til að þessir aðilar bindist samtökum um þetta verk- efni ellegar hlutist til um, að sam- starfsaðili um iðnþróun, eins og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, gegni í þessu efni hlutverki sínu að efla stærri iðnþróun á svæðinu þ.m.t. álver við Eyjafjörð. Jafn- framt leggur fjórðungsráð áherslu á að hinir erlendu aðilar fái í hendur hinar gleggstu upp- lýsingar um afstöðu réttbærra að- ila heima fyrir með beinum tengslum við hina erlendu aðila. Sökum grundvallar byggðahags- muna á Norðurlandi áskilur fjórðungsráð sér rétt til frum- kvæðis í þessum efnum ýmist eitt sér eða í samstarfi við aðra aðila, eftir því sem þykir vænlegast til árangurs. Sjá nánar viðtal við Áskel Ein- arsson á bls. 8.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.