Dagur - 02.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1984, Blaðsíða 4
4 — DAGUR - 2. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samvinna í húsnæðismálum Á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufé- laga var samþykkt ályktun um húsnæðismál, þar sem meðal annars var fagnað stofnun hú- næðissamvinnufélaga hér á landi. Ályktunin var svohljóðandi: „Aðalfundur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga 1984 álítur það mjög tímabært að samvinnumenn um allt land hugi að því á hvern hátt beita megi úrræðum samvinnu til lausnar þess húsnæðisvanda sem nú blasir við, ekki síst hjá ungu fólki. Minnir fundurinn á að Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 1985 ungu fólki, meðal annars til að vekja at- hygli á húsnæðisvanda þess. Hér á íslandi hafa byggingarsamvinnufélög leyst vanda mikils fjölda fólks allt frá því fyrsta félagið var stofnað fyrir rúmum 50 árum. Þetta samvinnuform þarf að efla, ekki síst með meira samstarfi milli þeirra bygg- ingasamvinnufélaga sem nú eru starfandi. Aðalfundurinn fagnar því að nú hafa verið stofnuð fyrstu húsnæðissamvinnufélögin hér á landi, en harmar að ekki skuli hafa tekist að tryggja þeim möguleika til lána úr hinu félags- lega húsnæðiskerfi í því húsnæðisfrumvarpi sem varð að lögum nú í vor. Þar sem þúsundir fólks hafa þegar gengið í þessi félög er mjög brýnt að sem allra fyrst verði sett lög á Alþingi um búseturrétt og húsnæðissamvinnufélög, og í samræmi við gildandi samvinnulög. Jafnframt þarf að tryggja með öllum ráðum sem mest fjármagn til húsnæðismála, ekki síst til hins félagslega húsnæðiskerfis. Að öðrum kosti mun blasa við alvarlegt ástand í hús- næðismálum hér á landi á næstu árum. “ Laxdalshús Undanfarin ár hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á elsta húsi Akureyrar, Laxdals- húsi. Nú hefur húsinu verið komið í uppruna- legt horf og er það með fallegri húsum bæjar- ins. Veg og vanda af þessu starfi hefur Sverrir Hermannsson, smiður, haft. Akureyrarbær á húsið og það lýtur friðunarákvæðum. Nú hefur þetta eldgamla hús hins vegar öðlast líf á ný, gengið í barndóm, ef svo má að orði komast. Þar hefur Örn Ingi, myndlistarmaður á Akur- eyri, sett upp veitingarekstur og þar er einnig á boðstólum myndlistasýningar, tónleikar og leikuppfærslur, auk ýmislegs annars. Þetta framtak hefur lífgað upp á bæjarbraginn og er bæði Laxdælum, þ.e. Erni Inga og þeim sem með honum starfa og bæjaryfirvöldum til mik- ils sóma. „Uggvænleg þróun í málefnum tón- listarskólanna“ - „Segja það heita frelsi,“ segir Soffía Guðmundsdóttir, tónlistarkennari „Það er von á frumvarpi nú í haust um tónlistarskóla, en það felur í sér að þátttaka ríkisins í kostnaði tónlistar- skólanna verður dregin saman og kostnaður færður yfir á sveitarfélögin. Þetta tel ég uggvænlega stefnu því að sveit- arfélög eru misjafnlega í stakk búin að taka að sér þetta hlut- verk og það fer eftir áhuga sveitarstjórna hvort þessum málum yrði eitthvað sinnt. Það sem er að gerast er það að rík- ið er að kippa að sér hendinni og ætlar að koma þessu yfir á sveitarfélögin,“ svo mælir Soffia Guðmundsdóttir, kenn- ari við Tónlistarskólann á Ak- ureyri og fyrrverandi bæjar- fulltrúi og líst ekki á þá stefnu sem fyrirsjáanleg er í tónlist- armálum okkar íslendinga ef téð frumvarp nær fram að ganga. - Er þessi umræða ný af nál- inni? „Nei, þetta er mál sem búið er að vera lengi í deiglunni og það hefur alltaf gætt tilhneigingar í þá átt að sveitarfélög eigi að taka meiri þátt í kostnaði og létta þar með af ríkinu. Ég hef lengi verið þessu andvíg, við höfum á undanförnum árum verið að sækja á í þessum málum og það hefur verið mikii gróska í tónlist- arlífi um allt land og ég held að það sé meðal annars því að þakka að ríkið tekur þátt í launa- kostnaði tónlistarskólanna til helminga við sveitarfélögin. Það hlýtur að vera af hinu góða, því það er til þess fallið að jafna að- stöðumun fólks úti á landsbyggð- inni. Sveitarfélög ráða illa við mörg verkefni og það er undir þeirra vilja komið hvernig þau nota fjármagn það er þau hafa til umráða. Og það getur meira en verið að sum sveitarfélög ýti svona málum til hliðar og það þýðir vitanlega ekkert annað en samdrátt og minnkandi umsvif í félagslegri þjónustu í mennta- málum.“ - En fylgjendur frumvarpsins, hver eru þeirra sjónarmið? Soffía Guðmundsdóttir. „Fylgjendur aukinnar þátttöku sveitarfélaga t.d. í tónlistar- fræðslu segja þetta heita frelsi, ég held þetta verði einkum frelsi til að leggja þessa hluti niður. Sveit- arstjórnir á hverjum stað hafa mismikinn áhuga á að sinna þessu máli og ég treysti því ekki að um jafnrétti til mennta verði að ræða ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Ég tel að um afturför sé að ræða, stórt skref afturábak, það er verið að kippa grundvellinum undan tilveru margra tónlistarskóla í landinu.“ - Hvernig hefur þessum mál- um verið háttað hingað til? „Sú kostnaðarskipting sem við höfum búið við um árabil hefur reynst mjög farsæl, þ.e. að ríkið endurgreiði helming launakostn- aðar, því þótt laun tónlistarskóla- kennara séu ekki há þá eru þau samt þungur baggi að bera fyrir tónlistarskólana. Þessi skipting hefur reynst vel og stuðlað að uppbyggingu tónlistarfræðslu og tónlistarlífs um allt land og rekstur skólanna hefur einnig gengið betur. Það að ríkið hefur tekið þátt í kostnaði við uppbyggingu tónlist- arfræðslu í landinu er viljayfirlýs- ing af hálfu yfirvalda, þeir viður- kenna námið og það er jákvætt, nú auk þess sem það er mikil lyftistöng fyrir tónlistarlíf út um landsbyggðina. En það sem ég óttast er að almenningur sé ekki nægilega var um sig og geri sér ekki grein fyrir hvað þetta þýðir í raun. Þetta eru aðgerðir sem leiða til samdráttar og minni starfsemi. Undanfarið hefur verið unnið að bættu eftirliti með starfi tón- listarskólanna og það er mjög til bóta, það er verið að samræma starfsemi þeirra og verið er að vinna að gerð námsskrár í fjöl- mörgum fögum sem skólarnir fara eftir. Það verður til þess að nemendur koma betur undirbún- ir til framhaldsnáms og einnig er hægt að henda reiður á að allir hafi sama bakgrunn ef flutt er á milli byggðarlaga. Um tveggja ára skeið hafa ver- ið starfandi tveir námsstjórar í tónlistarmálum, en nú á að skera þar niður líka og við sem störfum að tónlistarmálum hér á landi erum óánægð með þá ákvörðun að sameina námsstjórn í tón- mennt og námsstjórn við tónlist- arskólana í eina stöðu í stað tveggja áður. Við teljum að mikið verk sé enn óunnið og þessi tví- skipting hafi reynst mjög vel. Það er því mikill missir að þessari stöðu.“ - En hvað þetta nýja frumvarp varðar, þá er það hugsað sem kostnaðartilfærsla yfir á sveitar- félögin eða hvað? „Já, með því að fækka sameig- inlegum verkefnum ríkis og sveit- arfélaga þá fá hin síðarnefndu tekjustofna á móti. En ég tel það enga tryggingu fyrir framgangi mála er áhræra félagslega þjón- ustu og þá grein menntamála er snýr að tónlistarfræðslu. Sveitar- stjórnir hafa á sínu valdi hvort þau sinna þessum málum, þó svo eigi að heita að auknir tekju- stofnar komi til. Þarna verður ríkið að vera bakhjarl." mþþ Af óviðráðanlegum ástæðum þurfti þessi grein að bíða birtingar og er beðist velvirðingar á því. Ritstj. „Þetta er stórt skref afturábak, það er verið að kippa grundvellinum undan tilveru margra tónlistarskóla í landinu.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.