Dagur - 02.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 02.07.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-2. júlí 1984 2. júlí 1984-DAGUR-7 KA tapaði fyrir Fram — og er neðst ásamt Breiðabliki „Þetta var heldur dapurt hjá okkur á móti Fram og það er óhætt að segja að við höfum ekki átt möguleika á að jafna við þá eftir að hafa fengið á okkur mikið óheppnismark strax á 6. mínútu leiksins,“ sagði Gústaf Baldvinsson er við ræddum við hann um leik Fram og KA sem fram fór á Laugardalsvelli í gærkvöld. Úrslitin 2:0 fyrir Fram, og KA Gúslav Baldvinsson. Gústaf brotinn! Gústaf Baldvinsson þjálfari KA varð fyrir því óhappi í luik KA og Breiðabliks á dögununi að vera „keyrður niður“ af einum leik- nianna Breiðabliks. Gústaf hark- aði af sér og lék leikinn til enda, en fór svo lieim sárþjáður. Hann lá fyrir í nokkra daga, og það var ekki fyrr en 4 dögum síðar að hann fór til læknis og þá kom í Ijós að hann var fótbrotinn. Gústaf gengur nú um í gifsi og er liinn vígalegasti, en hans er varla að vænta í K A-búninginn fyrr en und- ir lok keppnistímabilsins. Áfall fyrir KA-liðið svo ekki sé mcira sagt að missa þjálfarann og annan miðvörðinn í þeirri miklu baráttu sem framundan er. vermir nú botnsæti deildarinn- ar ásamt Breiðablik. Framararnir skoruðu sem fyrr sagði strax á 6. mínútu. Birkir Kristinsson markvörður rann til þegar hann ætlaði að handsama boltann sem barst til hans og boltinn fór yfir hann. Óheppni því Birkir hefði ekki verið í nein- um vandræðum með að hirða boltann undir venjulegum kring- umstæðum. KA-menn voru mun meira með boltann nær allan leikinn, en það vantaði allan brodd í sóknar- aðgerðir liðsins. Eðlilegt, því Mark Duffield varð að leika sem miðvörður með Bjarna Jónssyni þar sem Erlingur Kristjánsson var í banni og Gústaf er fótbrot- inn eins og fram kemur í frétt hér til hliðar. Njáll Eiðsson barðist hins veg- ar vel á miðjunni og var besti maður vallarins. en það nægði ekki, KA skapaði sér ekki færi. Framararnir voru hins vegar hættulegir þegar þeir fengu bolt- ann og sóttu á og á 35. mínútu bættu þeir öðru marki við. Þar við sat, og staða KA er nú orðin alvarleg eins og sést á stiga- töflu 1. deildarinnar hér á síð- unni. Njáll ekki með gegn Þór A.-.I Njáll Eiösson. Njáll Eiðsson fyrirliði KA mun ekki leika með liðinu þegar það mætir Þór á sunnudags- kvöldið. Njáll sem var kominn með 9 refsistig fékk að sjá gula spjaldið í leiknum við Fram í gærkvöld og mun því fara í eins leiks bann á hádegi n.k. laugardag. Ekki þarf að fjölyrða um hvað þetta kemur sér illa fyrir KA. Er- lingur Kristjánsson verður að vísu með í þeim leik, kominn úr banni, en Njáll sem lék mjög vel gegn Fram í gærkvöld og er mað- urinn sem drífur spilið áfram á miðjunni hjá KA verður illa fjarri góðu gamni í slag „erki- fjendanna" á sunnudagskvöld. 33 Tígerinn“ hafði það! - sigraði í Coca Cola mótinu á Akureyri Sverrir „Tiger“ Þorvaldsson varð sigurvegari í opna Coca Cola golfmótinu sem fram fór hjá Golfklúbbi Akureyrar um helgina, en þar mættu um 40 kylfingar til leiks. Jón Þór Gunnarsson tók for- ustuna eftir 9 holur, en Sverrir lék síðari 9 holurnar fyrri daginn á 36 höggum vann upp forskot hans og hafði einu höggi betur er keppnin var hálfnuð, var á 79 höggum, Jón Þór á 80. Sverrir var ekkert á því að láta þetta forskot af hendi síðari dag inn og hann skilaði 36 holunum á 159 höggum. Jón Þór Gunnars- son og Sigurður H. Ringsted voru í 2.-3. sæti á 162 höggum og hafði Jón Þór betur eftir tvítekna aukakeppni. Með forgjöf urðu jöfn Sverrir Þorvaldsson og Jónína Pálsdóttir og sigraði Jónína eftir aukakepp- ni. Þau léku á 143 höggum nettó, en þriðji varð Jóhann Pétur Andersen á 144 höggum. Verksmiðjan Vífilfell sem gaf verðlaun í mótið veitti einnig fjölda aukaverðlauna, og fóru margir keppenda klyfjaðir coca- cola heim. Jón Sæmundsson var með lengsta upphafshögg á 9. braut, Baldur Sveinbjörnsson á 17. braut, knattspyrnukappinn Jónas Róbertsson púttaði best allra fyrri daginn eða 27 sinnum, en síðari daginn „hagræddi" Smári Garðarsson hlutunum þannig að hann fékk verðlaun fyrir fæst pútt eða 30 og Jónína Páisson, Þórður Svanbergsson og Sigurður Stefánsson púttuðu einnig 30 sinnum. Jóhann P. Andersen var næst- ur holu á 4. braut, Sverrir Þor- valdsson á 11. braut, Sigurlaug Geirsdóttir á 18. braut fyrri dag, Jón Sæmundsson síðari dag, Jón Bjarni Stefánsson GOS næstur á 14. braut og Jón Þór Gunnarsson á 6. braut. Aukaverðlaun fyrir besta árangur konu með forgjöf fyrri dag hlaut Jónína Pálsdóttir, en karlaverðlaunin tók Jóhann Pétur Andersen. Sem fyrr sagði gaf verksmiðjan Vífilfell öll verðlaun í mótið - COCA COLA á íslandi - og voru þau sérlega glæsileg. Mynd: KGA. Júlíus Tryggvason - sést ekki á myndinni - jafnar fyrir Þór 1:110 mínútum fyrir lcikslok, en það dugði skammt. Er heimavöllurinn enginn heimavöllur? Þór - Valur 2:3 Þórsarar geta engin handarbök nagað önnur en sín eigin fyrir að hafa tapað fyrir Val á föstu- dagskvöldið í 1. deildinni. Lengst af sýndu Þórsarar óhressum áhorfendum hversu neðarlega þeir geta komist, og þetta annars skemmtilega lið sýndi ekkert umtalsvert fyrr en líða tók á síðari hálfleik. Valsmenn fengur óskabyrjun, mark strax á 4. mínútu sem var ekkert nema rangstöðumark þótt hvorki línuvörður eða dómari gerðu athugasemd. Vera má að þetta áfall hafi brotið Þórs-liðið niður, a.m.k. verður að reyna að finna einhverja skýringu á af- spyrnuslökum fyrri hálfleik liðsins: Þórsarar hertu sóknina og náðu nokkrum tökum á leiknum er líða tók á síðari hálfleik, en sköpuðu sér varla umtalsverð tækifæri fyrr en á 70. mínútu er varnarmaður Vals bjargaði með skalla á marklínu, hornspyrnu Kristjáns Kristjánssonar. 10 mínútum síðar var Júlíus Tryggvason kominn inn á, og það var hann sem jafnaði metin eftir góðan undirbúning Halldórs Áskelssonar. En Adam var ekki lengi ... - Varla höfðu menn snúið sér við er boltinn lá í marki Þórs, Hilmar Sighvatsson skoraði með skalla frá markteig og rétt á eftir bætti Valur Valsson þriðja markinu - og rothögginu á Þórsara - við. Þótt Bjarni Sveinbjörnsson skor- aði gott mark á síðustu mínútu kom allt fyrir ekki, ánægðir Vals- menn flugu heim með óverð- skulduð 3 stig í pokahorninu. Jafntefli hefði e.t.v. verði sann- gjörnust úrslit, en þó var betri aðilinn ef eitthvað var þegar á heildina er litið. En Þór getur betur, og hvers vegna nær liðið ekki að sýna þá knattspyrnu á heimavelli sem það gerir hvað eftir annað á úti- völlum? 6 af 10 stigum liðsins hafa komið á útivöllum og sumir leikmanna liðsins hafa haft á orði að þeir fái meiri stuðning frá áhorfendapöllunum í Laugar- dalnum en á Akureyri. Umhugs- unarefni fyrir áhangendur Þórs á Akureyri. Leiftur að stinga af Mikið fjör á Sigló! Leiftur frá Ólafsfirði sem vann sér sæti í 3. deild sl. haust virð- ist vera að stinga af í b-riðli deildarinnar. Liðið hefur ekki tapað leik, unnið fjóra og gert tvö jafntefli og markatala liðs- ins er 14:5. Um helgina voru það leikmenn Hugins frá Seyðisfirði sem voru fórnarlömb Leiftursmanna. Þeir héldu til Ólafsfjarðar hressir og kátir, en máttu halda heim á leið með 2:6 ósigur á bakinu. Friðgeir Sigurðsson skoraði tvö fyrir Leiftur, Hafsteinn Jakobsson 1, Jóhann Örlygsson 1, Stefán Jakobsson 1 og Halldór Guðmundsson 1. Önnur úrslit í riðlinum urður þau að Austri vann Þrótt N. 2:1 en leik Vals og HSÞ-b var frestað. Lið Iðnaðardeildar Sambandsins sigraði í firmakeppni KA sem háð var um helgina en i henni tóku þátt fjölmörg lið. Þetta lið hefur verið nær ósigrandi í firmakeppnum undanfarin misseri enda eru margir snjallir leikmenn sem starfa hjá Iðnaðardeildinni. Mynd:KGA Erkifjendurnir KS og Tinda- stóll háðu harða rimmu í 2. deildinni um hclgina á Siglu- firði og lauk henni þannig að KS vann 2:1 sigur í skemmti- legum leik. Fjöldi Sauðkrækinga fylgdi sínum mönnum til Sigló og fagn- aði ákaft er Sigurfinnur Sigur- jónsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Tindastól 4 mín- útum fyrir leikhlé. En fagnaðar- lætin voru ekki hljóðnuð er KS hafði jafnað og var Hörður Júl- íusson þar að verki. Hörður kom svo aftur við sögu í síðari hálfleik er hann skoraði sigurmark KS og 3 dýrmæt stig voru í húsi hjá KS. Sem fyrr sagði var leikurinn skemmtilegur og fjörugur. KS átti meira í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik og oft skall hurð nærri hælum við mark Tinda- stóls. Þar var hins vegar fyrir hinn ungi markvörður Gísli Sig- urðsson og varði eins og berserk- ur. Hins vegar voru Tindastóls- menn óhressir með hvernig stað- ið var að mörkum KS í leiknum, vildu meina að dæma hefði átt hendi á sóknarmann KS er fyrra markið kom og einnig fannst þeim „rangstöðufnykur“ af síðara markinu. En hvað um það, menn voru víst sammála um að betra liðið hefði sigrað í þessum skemmtilega leik. Þór með fullt hús Þórsstúlkurnar standa orðið vel að vígi í 1. deild kvenna, Norður- Austurlandsriðli. Þær unnu lið Súlunnar á útivelli um helgina 2:0, en á sama tíma gerðu hin Iið- in í riðlinum KA og Höttur jafn- tefli 1:1 og voru KA-stelpurnar óheppnar að ná ekki að knýja fram sigur. Þór hefur fullt hús stiga, liðið hefur ekki tapað einu einasta stigi og það sem meira er, liðið hefur ekki fengið á sig mark enn sem komið er. En það er enn eft- ir ein umferð þannig að ýmislegt getur enn gerst. Staðan 1. deild Staðan í 1. deild spyrnu er nú þessi Þróttur-KR Þór-Valur UBK-Akranes ÍBK-Víkingur Fram-KA Akranes ÍBK Fram Þróttur Víkingur Þór KR Valur UBK KA Islandsmótsins í knatt- el'tir leiki helgarinnur: 0:0 2:3 1:2 3:1 2:0 9 7 1 1 16:5 22 9 5 3 1 11:6 18 9 3 2 4 11:11 11 9 2 5 2 9:8 10 9 2 5 2 12:15 10 9 3 15 11:14 10 9 2 4 3 9:14 10 9 2 4 3 8:9 10 9 2 4 3 7:9 9 9 2 3 4 11:14 9 2!h deild Staöan í 2. dcild íslandsmótsins í knatt- spyrnu eftir leiki helgarinnar: ÍBV-KS UMFS-Völsungur FH-Njarövík KS-TindastóIl ÍBV-ÍBÍ Víðir-Einherji FH Völsungur UMFN LIMIS Víðir ÍBV ÍBÍ Tindastóll Einherji 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 2 6 17: 14: 8: 11: 12: 11: 10: 12 9 6:16 2:0 3:0 2:1 2:1 1:1 3:1 6 19 10 16 6 13 11 11 8 11 14 11 8 11 :13 9 :18 7 3. deild B Staðan í b-riðli 3. deiidar ísiandsmótsins í knattspymu eftir leiki helgarinnar: Austri-Þróttur Leiftur-Huginn Valur-HSÞ-b Leiftur Þróttur N. Austri HSÞ-b Magni Huginn Valur 4 2 0 2 3 1 2 3 1 2 1 2 2 2 2 0 3 3 0 1 4 14:4 12:9 8:7 6:5 8:7 10:18 6:14 2:1 6:1 fr. 14 9 9 8 8 3 1 4. deild D Aðeins einn leikur var í d-riðli 4. deiidar, leikur Geislans og Svarfdæla, en leikur Skyttanna og Geislans sem vera átti á sama tíma var frestað af skiljanlegum ástæðum. RReynir Skytturnar Geislinn Svarfdælir Hvöt 3 10 1 0 2 1 0 2 1 1 1 10 2 16:3 8:9 3:5 7:9 3:11 10 3 3 4 4. Staðan í c-riðli 4. deildar eftir Ieiki vik- unnar er þessi: Vaskur-Vorboðinn 4:2 Tjömes-Vaskur 2:0 Árroðinn-Æskan fr. Vaskur Tjörnes Árroðinn Vorboðinn Æskan 3 0 1 3 0 1 1 1 1 1 1 2 0 0 3 11:7 7:2 4:5 8:8 9 9 4 4 2:10 0 Leikur Árroðans og Æskunnar verður leikinn í kvöld. 1. deild kvenna Súlan-Þór KA-Höttur Þór KA Súlan Höttur 0:2 1:1 3 3 0 0 6:0 9 3 111 3:2 4 3 10 2 1:4 3 3 0 12 1:5 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.