Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 04.07.1984, Blaðsíða 7
4.JÚIM984-DAGUR-7 . . hann steypist yfir borðstokkinn . . . og skellur niður í fjöruna þar sem hann var síðan skorinn í enn smærri stykki. algjör hörkutól enda þýðir ekki að vera með neina hræðslu við þetta, það dugir ekki." - Það er fyrirtækið Sindra-stál sem sér um að koma skipsflakinu af strandstaðnum, og er verkið í yfirumsjón Jörundar Helga Þor- geirssonar. Hann var þó ekki á staðnum er okkur bar að og Júl- íus hafði orð fyrir fjórmenning- unum sem hafa unnið sleitulaust við verkið síðan 5. júní. „Það er óhætt að segja að við höfum lagt hart að okkur við þetta. Nú eru um 50 tonn úr skip- inu farin til Akureyrar. Talið er að skipið sé 135 tonn en það er óvíst hve miklu við náum." - Júlíus sagði að aðstaðan til að vinna við að logskera skipið niður í stykki sem draga má upp á fjörukambinn hefði verið slæm, mikill sjógangur og brim hefði oftlega tafið þá verulega. Þegar Dagur var þarna á ferðinni s.l. miðvikudag var hins vegar rjómaveður og strákarnir slógu ekki af. Þeir voru á þönum með logskurðartækin, klifrandi upp og niður, enda var ætlunin að gefa okkur kost á myndatöku er þeir losuðu um 5 tonna stykki og veltu því yfir borðstokkinn. Allt efnið sem tekið er úr skip- inu þarf að skera niður í smá- stykki þegar að á fjörukambinn er komið, svo hægt sé að koma þeim yfir brúna í Ólafsfirði á bíl." - Það vakti athygli okkar að margir viðmælenda okkar í Ólafsfirði þennan dag höfðu orð á því að nú væri Hólmur loksins að fara og tími til kominn. Ljóst er að fjórmenningarnir Júlíus, Helgi, Magnús og Ásgeir eru að vinna verk sem er Ólafsfirðingum að skapi, og í leiðinni mun ætlun- in að hreinsa allt annað brotajárn í bænum, þannig að um bæjar- hreinsun verður jafnframt að ræða. „Okkur hefur verið afskaplega vel tekið hérna," sagði Júlíus. „Það hefur allt verið gert fyrir okkur sem við höfum farið fram á. . Starfsmenn hjá fyrirtækinu Múlatindi hafa t.d. verið okkur einstaklega hjálplegir við að gera við trukkinn sem við erum með, en hann er orðinn nokkuð lúinn og hefur talsvert bilað." gk-. Fjórmenningarnir önnum kafnir við að skera í sundur híuta þilfarsins. M*^* ...*** Séð niður að fjörunni þar sem Hólmur hefur legið í rúmlega 6 ár, bæjarbúum í Ólafsfirði til ama. Heldur er „dallurinn" óaðlaðandi í fjörunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.