Dagur - 04.07.1984, Page 8

Dagur - 04.07.1984, Page 8
8-DAGUR-4. júlí 1984 Mývatnssveit: Mikið um ferðamenn Ferðamálafélag Mývatnssveil- ar var stofnað sl. haust og var fyrsta verk þess að gefa út myndarlegan bækling með ölíum helstu upplýsingum um Mývatnssveit. Þar er t.d. listi yfir áhugaverða staði en þeir eru ansi margir, eins og kunn- ugir vita, en fyrir hina er ekki þekkja til er þetta góður leið- arvísir um sveitina. Þá eru einnig upplýsingar um gisting- ar og skoðunarferðir frá Mý- vatnssveit sem og allar al- mennar upplýsingar um þá þjónustu er boðið er uppá. Bæklingurinn er gefinn út á ís- lensku og ensku. Arnaldur Bjarnason sveitar- stjóri í Mývatnssveit sagði að Ferðamálaráðið hefði uppi ýmis áform, t.d. að standa að merking- Nætursala Úrval af heitum smáréttum, öl, gos og sælgæti. Opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 23.30. HOTEL AKUREYRI, sími 22525. n Guðrún Sigurðardóttir T frá Torfufelli Fædd 2. desember 1911 - Dáin 3. júní 1984 Kveðja um sem í ýmsu væri ábótavant. Sagði hann að mikið hefði verið um ferðamenn í Mývatnssveit að undanförnu, en ferðamanna- straumurinn nær þó ekki hámarki fyrr en upp úr mánaðamótum. Aðal ferðamannahóparnir koma á ákveðnum tíma og hefur tíðar- farið lítið að segja þar um. Stærstu hóparnir koma yfir há- lendið og sagði Arnaldur slæmt hversu seint þeir væru á ferðinni, en það stendur í beinu sambandi við að vegir þar yfir eru opnaðir mjög seint að sumrinu. Ef vegir væru í þokkalegu ástandi taldi Arnaldur að þessar hópferðir gætu hafist fyrr og þá myndi ferðamannastraumurinn dreifast meira yfir sumarið. Sagði liann að reynt hefði verið að ýta á ráðamenn að gera eitthvað fyrir vcginn og var ekki tekið illa í það. Einnig taldi hann til bóta ef vcgurinn milli Norðurlands og Norðausturlands yrði stórbættur, því mikið af fólki kemur þá leið- ina, t.d. þeir sem ferðast með Norröna, en þeim vegi hefur ver- ið lítill sómi sýndur. Unnið er að því að bæta aðstöðu á tjaldsvæði í Reykjahlíð, en það er aðaltjald- svæðið í Mývatnssveit. Að lokum vildi Arnaldur geta þess að „mývargamál" væru í góðu lagi, en það hefur töluvert verið fjallað um þau mál í blöð- um undanfarið og á fremur nei- kvæðan hátt. Það væri látið sem allt væri í logandi í mývargi, slyppi varla nokkur maður heill úr viðureign sinni við varginn. Hið sanna í málinu er að vargur- inn er skæður í 2-3 daga en logn- ast síðan útaf og það er alls ekki ástæða til að halda að ævinlega sé mývargur í Mývatnssveit. mþþ. Bjartur og hlýr stígur hann fram í minningunni dagurinn, sem ég fyrst sá þá konu sem þessi kveðja er helguð. Og með líkum blæ fannst mér hver sá dagur vera, sem unað var í návist hennar, notið vináttu hennar og velgjörða sannra, næms og djúpstæðs lífs- skilnings, trúarstyrks og fjöl- þættra dulargáfna. Mörg og mikil urðu samskipti okkar í gegnum tíðina, - og öll á þann veg, að þau skópu hátíð í huga mér og báru birtu og yl. Því er svo, að þegar helgar klukkur hafa með hljómi sínum kunn- gjört að Guðrún Sigurðardóttir sé horfin til himna, þá verður hún heit og djúp þökk okkar vina hennar fyrir líf hennar og starf. Þökkin til höfundar lífsins fyrir þá gjöf, sem hann gaf okkur í henni. Og sú þökk fylgir henni inn í heiðríkjuna handan hafsins, sem heimana skilur. Það var á fögru vori, sem fund- um okkar Guðrúnar bar fyrst saman, hún var þá fyrir skömmu gift Guðbjarti Snæbjörnssyni, ungum sæfara, vestfirskum - ætt- uðum frá Patreksfirði. Hann hafði þá öðlast bæði vélstjóra- og skipstjórnarréttindi á báta, gjörði sjómennskuna að lífsstarfi sínu, og naut í því trausts og vinsælda. Kunnastur var Guðbjartur sem skipstjóri á flóabátnum Drang. Um borð leið drjúgur hluti ævi- dags hans. Guðrún skildi vel líf og starf sjómannsins, hættur þær og þrekraunir, sem hann átti við að etja, það sem krafist var að hann leggði fram en einnig það sem hann fékk notið á góðum stundum. Á sjómannadeginum hafði Guðrún miklar mætur. Hún leit á hann sem sannan hátíðisdag til heiðurs þeim, sem hann var helgaður. Því var við hæfi og táknrænt að vissu leyti, að hún skildi á þeim degi, fögrum og mildum, kveðja þetta líf á tímans sviði. En Guðrún unni einnig fegurð og hreinleika fjallabyggðar, og átti þar traustar rætur. Hún fædd- ist til fjalla frammi, að Torfufelli í Eyjafirði og átti þar árdegi sinn- ar ævi. Hún var yngst af sjö syst- kinum, barna þeirra Sigurðar Sigurðssonar frá Leyningi og Sig- rúnar Sigurðardóttur frá Gilsá, sæmdarhjóna, sem bjuggu með myndarbrag í Torfufelli og skópu þar menningarríkt heimili. Gott var veganestið, sem þau Torfu- fellssystkini - en af þeim náðu að- eins fimm fullorðinsaldri - hlutu úr foreldrahúsum og hafa þess sést rík merki í lífi þeirra. Af þessum glæsilega systkinahópi eru nú aðeins þær Kristbjörg og Laufey eftir á lífi - báðar búsett- ar á Akureyri. Það var þann 21. september árið 1937 sem þau Guðrún Sig- urðardóttir og Guðbjartur Snæ- björnsson gengu í hjónaband og stofnuðu sitt heimili í húsnæði sem þau tóku á leigu. Þurftu þau fyrstu árin að skipta yfir eins og gengur og standa í erli flutninga. En árið 1942 eignuðust þau fast- an samastað, þegar þau byggðu húsið að Holtagötu 6, þar sem þau síðan áttu heima til æviloka. Þar bjuggu þau sér gott og fal- legt heimili og þar uxu upp við mikið ástríki, vonir og traust börnin þeirra fjögur, Sigurður, nú búsettur í Garðabæ, Sólveig, Snæbjörn og Jósef sem öll eiga sín heimili á Akureyri. Hjá þeim hjónum dvaldist alllengi fóstur- bróðir og frændi Guðrúnar, Ing- ólfur Júlíusson og einnig Sigrún móðir hennar. Gestkvæmt mjög var í Holta- götu 6 alla stund og öllum tekið með rausnarlund og hlýju hinnar sönnu gestrisni. Við arinn þess heimilis hlaut öllum að vera hlýtt. Þótt þau Guðrún og Guð- bjartur væru alin upp við ólíkar aðstæður í ólíku umhverfi og Smáauglýsingaþjónusta Dags Þaö skal tekið fram vegna hinna fjölmörgu sem notfæra sér smáauglýsingar Dags að ef endurtaka á auglýsinguna strax í næsta blaði eða næstu viku bætast aðeins 40 kr. við verð fyr- ir eina birtingu. Verð smáauglýs- ingar er nú 220 kr., miðað við staðgreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti, en 280 kr. ef ekki er staðgreitt. Ef þessi nýja þjón- usta er notuð þá kostar auglýs- ingin nú 260 kr. birt tvisvar. Tilboð þetta miðast eingöngu við staðgreiðslu. þeim væri á sinn veg háttað hvoru um ýmislegt, stóðu þau fast sam- an á göngu sinni um æviveg og voru tengd sterkum böndum trausts og ástúðar. Því varð stórt hið auða rúm, þegar Guðbjartur var kallaður að heiman í sína hinstu siglingu. En hann lést um aldur fram þann 18. nóvember 1967. Þá djúpstæðu reynslu bar Guðrún, sem hverja aðra er henni mætti, með frábærri hóf- stillingu og í öruggri trú á endur- fundi í fegri heimi. - Henni var manna kunnugast um þá dag- renningu. Hún efaðist enga stund um skinið að baki skýja. Því auðnaðist henni líka að verða sálusorgari svo margra sem til hennar leituðu í þungum nauð- um, að hún fékk gefið í samræmi við þá vissu. Hér komu og til mannkostir hennar, sem viðmót hennar og framkoma öll vitnaði um. Löngum var svo, að á stundum sorgar og sárrar reynslu fannst mér Guðrún stærst, þá lýsti skær- ast af gulli sálar hennar. Djúp al- vara og lotningin fyrir lífinu og höfundi þess var vígður þáttur í eðli hennar. En hún átti einnig gnægðir hreinnar gleði. Geislarn- ir frá henni birtust í svip hennar og viðmóti. Og aftur og aftur kemur fram í huga minn minningin um fyrstu samfundi okkar Guðrúnar sem fyrr getur. - Minningin þegar hún tók á móti mér á nýstofnuðu heimili þeirra hjóna - ung og falleg húsfreyja með bros á vörum, vor í svip og sólmánaðargeislana leikandi sér í gullnu hárinu. Sú mynd hennar er mótuð í vitund mér og máist ei, þótt margt kunni að hyljast móðu. Svo kom hádegisins hiti, þungi og önn, og síðan kvöldið, hverju forsælan fylgdi. En þrátt fyrir ölduföll áranna, margþætta reynslu, heilsubrest árum saman og þunga sjúkdómsþraut að kvöldi hélt Guðrún æðruleysi sínu og innri reisn og hinn bjarti strengur gleðinnar ómaði í sál hennar - löngum. Með því gaf hún fordæmi sem vert er að muna. Sú kærleiksþjónusta sem Guðrún frá Torfufelli veitti sjúk- um og særðum, fyrir tilstyrk fjöl- þættra og merkra dularhæfileika sinna, mótaði líf hennar fastar og dýpra en allt annað, gjörði hana kunna víða, færði henni fjölda vina og velunnara og orkar því að lýsir af minningu hennar í vitund hvers sem fékk notið þess að hún hafði hlotið þessa náðargjöf. Gjöfin sú gjörði líf Guðrúnar litríkt. Hún veitti henni ótaldar auðnu- og unaðsstundir, en skóp einnig sársauka og reyndi til hins ítrasta á þrek og fórnarvilja og olli jafnfram þrotlausri önn, - sem aldrei var vikist undan. Dýrt var það dagsverk sem húsfreyjan í Holtagötu 6 innti af höndum. Ljóst er að líf hennar og starf var strengur á hörpu, sem stillt var og hrærð Guði til dýrðar. Vegabréf hennar inn í víðernið þar sem vorið ríkir um eilífð alla er fögru letri skráð. Það verður bjart yfir morgun- sárinu eins og minningunni, sem vermir hug og veitir tru á töfra- mátt hins góða. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.