Dagur - 04.07.1984, Síða 9

Dagur - 04.07.1984, Síða 9
4. júlí 1984 - DAGUR - 9 „Stóri slagur“ á Akureyrarvelli - KA og Þór leika á sunnudagskvöld ekki leika með - er í leikbanni vegna 10 refsistiga en ekki er annað vitað en að Þór tefli fram óbreyttu liði frá síðustu leikjum. Keppnin í 1. deildinni er gífur- lega spennandi. Að vísu eru Skagamenn á góðri leið með að basli „sputnikliði" Víkings Ólafsvík sem leikinn var í Ólafsvík í gær- kvöldi. Völsungar höfðu yfir 2:0 í hálfleik eftir mörk frá Jónasi Hallgrímssyni og Sigmundi Hreiðarssyni en Víkingar náðu að laga stöðuna aðeins rétt fyrir leikslok. Þriðja liðið í 16-liða úrslitin er Þróttur R. sem í gærkvöldi sigr- aði Víking á Laugardalsvelli 3:1. Nokkrir leiki eru í kvöld, en leikur Vals og KA er annað kvöld. tryggja sér íslandsmeistaratitilinn og Keflvíkingar eru eina liðið sem hefur haldið í við þá. En síð- an koma hin 8 liðin í einum hnapp, og skilja aðeins tvö stig að liðið í 3. sæti og liðið í 10. sæti. Fram er í 3. sæti með 11 stig, en KA og Breiðablik eru neðst með 9 stig. Með 10 stig eru Þróttur, Víkingur, Þór, KR, Fram og Valur. Á þessu sést að geysileg keppni er framundan nú þegar mótið er hálfnað og engin leið að segja fyrir um það hvaða tveggja liða bíður það leiða hlut- skipti að falla í 2. deild. Hver leikur getur haft úrslitaáhrif hvað það snertir og því má búast við miklum baráttuleikjum. Hér verður engu spáð um leik Þórs og KA á sunnudagskvöldið, liðin hafa sýnt misjafna leiki bæði tvö og það er hugsanlega spurn- in'g um hvort liðið hittir á betri dag hvoru megin sigurinn lendir. En það ætti að vera óhætt að lofa áhorfendum miklum baráttuleik. Þrír kraftlyftingamenn frá Akureyri, Kári Elíson, Freyr Aðalsteinsson og Víkingur Traustason, verða í 10 manna landsliði íslands sem mætir skotum í landskeppni í Glasgow um næstu helgi. Myndin er tekin af köppunum þremur á æfíngu á fyrrskvöld. Mynd: KGA. - Leikurinn sem knatt- spyrnuáhugamenn á Akureyri hafa beðið eftir - síðari viður- eign KA og Þórs í 1. deild ís- landsmótsins verður háður á Akureyrarvelli kl. 20 á sunnu- dagskvöld. - í fyrri viðureign liðanna hafði Þór 2:1 sigur í nokkuð fjörugum leik sem háður var á Þórsvelli og KA-menn hafa því harma að hefna á sunnudags- kvöldið. Það veikir lið þeirra að fyrirliðinn Njáll Eiðsson mun Þórsarar í Þórsarar lentu í miklu basli í bikarleik sínum gegn Austra á Eskifírði í gærkvöldi. Þrátt fyr- ir mikla yfírburði í leiknum hafði Austri yfír í hálfleik 1:0 en Kristján Kristjánsson jafn- aði í síðari hálfleik. í framlengingunni kom Einar Arason Þór yfir 2:1 og skömmu síðar kom þriðja mark Þórs frá Nóa Björnssyni en Austramenn minnkuðu muninn undir lokip. Völsungur eru einnig komnir í 8-liða úrslit eftir 2:1 sigur á Golf á Sigló Golfíþróttin hefur átt undir högg að sækja á Siglufírði undanfarin ár, en nú virðist vera að verða þar breyting á. í vor var ákveðið að reyna að drífa þetta upp, ráðinn maður til að annast völlinn og nokkur fjöl- menn mót hafa verið haldin. Þess má geta til gamans að annar ensku knattspyrnumannanna sem leikur með KS er mjög fram- bærilegur golfleikari, Colin Thacker er með 7 í forgjöf. Aðalsteinn með Aðalsteinn Bernharðsson UMSE varð tvöfaldur sigur- vegari á Islandsmótinu í frjáls- um íþróttum sem háð var í Reykjavík um helgina. Vegna skemmda á gervibraut- unum á Fögruvöllum var mótið flutt á gamla aðalleikvanginn og hlaupið þar á mölinni, sem þýddi lakari tíma en ella. Aðalsteinn tvö gull hljóp 400 metra grindahlaup á 55,8 sek. - 400 metra hlaup á 48,48 og báðir þessir tímar nægðu til sigurs. Valdís Hallgrímsdóttir UMSE keppti einnig á mótinu, varð í öðru sæti í 100 metra grinda- hlaupi en komst ekki í úrslit í 400 metra hlaupinu. Björn Axelsson. Björn fór holu í höggi Björn Axelsson, ungur kylf- ingur frá Akureyri gerði sér lít- ið fyrir á Unglingameistara- móti Islands um síðustu helgi og fór holu í höggi á Hvaleyr- arholtsvelli. Björn byrjaði mótið með glæsibrag, fór 3 holur í röð á einu höggi undir pari, síðan kom draumahöggið á 7. braut og fyrstu holurnar lék hann á 32 höggum sem er jöfnun á vallarmeti á Hvaleyr- arholti. En Björn náði ekki að fylgja þessu eftir, hann lék 72 holurnar á 322 höggum og hafnaði að lok- um í 16. sæti. Úlfar Jónsson GK sigraði á 298 höggum, annar varð Sigurður Sigurðsson GS á 300, þá Magnús Ingi Stefánsson NK á 301 og fjórði Kristján Hjálmarsson frá Húsavík á 304 höggum en hann var í 3. sæti eftir 36 holur. í yngri flokknum sigraði Þor- steinn Hallgrímsson GV á 297 höggum, en næstu menn voru á 310. Sá keppandi af Norðurlandi 'sem náði bestum árangri í þess- um flokki var Kristján Gylfason en hann hafnaði í 17. sæti á 337 höggum en keppendur voru á milli 40 og 50. KA-strákarnir stóðu sig vel Það var þreyttur en ánægður hópur sem geystist út úr vél Flugleiða á Akureyrarflugvelli í fyrradag. Þar voru á ferðinni strákar úr 6. flokki KA sem voru að koma heim af miklu knattspyrnumóti í Vestmanna- eyjum. Mót þetta var haldið af Tý og Tommaborgurum og tóku þátt í því 30 Iið frá fé- lögum víða um land. KA strákarnir gerðu það mjög gott á þessu móti og komust í úr- slit bæði í keppni a og b liða. A- liðið sigraði í sínum riðli og fór í úrslit ásamt FH og Þór V. Þar urðu úrslit þau að KA og Þór gerðu jafntefli 1:1, FH vann KA 2:1 og Þór vann FH 4:3. Þór varð í fyrsta sæti, FH 2:1 í öðru og KA þriðja. B-liðið var í úrslitum ásamt ÍA, Þór V. og FH. Liðið lék um 3. sætið við FH og vann 2:0 sigur og hafnaði því í 3. sæti eins og a- liðið. Eins og fram kemur í frétt á baksíðu var ívar Bjarklind kjör- inn leikmaður mótsins en hann átti mjög góða leiki í keppninni. Þorvaldur Sigbjörnsson var einn af markhæstu leikmönnum móts- ins með 10 mörk, en markhæstur var Þorvaldur Ásgeirsson Þrótti með 12 mörk. KA-hópurinn ásamt fararstjórum við hcimkomuna á Akureyrarfíugvelli.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.