Dagur - 06.07.1984, Page 3

Dagur - 06.07.1984, Page 3
6. júlí 1984-DAGUR-3 Kötturinn friðlausi t Þessi föngulegi hópur sem myndin er af sýnir hóp Þórsara í hinum ýmsu gerv- um á leið í álfadans og er myndin tekin fyrir nokkrum árum. Þar má sjá. marga mæta Akrueyringa og sérstaka athygli vekjum við á „túberingartísk- unni“ sem virðist hafa verið allsráðandi hjá kvenfólkinu. Sjónvarpsmenn í stórrœðum Þessi er stolinn en vel þess virði að leyfa honum að fljóta með í „Blöndulok". „Kalli köttur viréist friðlaus, æddi um götur, yfir engi og tún, stökk yfir garða, upp og niður ganga og út um állt. Kona sem sá til hans vissi hver eigandinn var, fór til hans og sagði: „Kötturinn þinn hleypur út um allt eins og galinn, er eitthvað að honum?“ - Ekkert sérstakt, sagði eig- andinn. Það var verið að gelda hann og nú æðir hann út um allt til að afpanta stefnumót.“ 15 starfsmenn Sjónvarpsins hafa samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum stofnað fyrirtækið Nýmynd í samvinnu við nokkra aðila. Þessir starfsmenn Sjónvarpsins eru kvikmyndatökumenn, hljóð- upptökumenn, stúdíómenn, fréttamenn o.s.frv. Þá eru að sögn aðilar að þessu fyrirtæki menn eins og Magnús Bjarn- freðsson, Jóhann Briem og Mar- kús Örn Antonsson sem gegnir fjölmörgum störfum og er m.a. formaður Útvarpsráðs. Inn á borð til hans mun því væntanlega berast kæra á þá sjónvarpsstarfsmenn sem standa að fyrirtækinu, en það er fyrir- tækið Saga-Film sem hefur kært starfsmennina. Virðist því hið skemtilegasta mál í uppsiglingu. Án þess að nokkuð verði um það fullyrt hér sýnist „Blandara“ að sjónvarpsstarfsmennirnir muni halda áfram að sinna sínum störf- um hjá Sjónvarpinu en að vinnu- tíma loknum haldi þeir til starfa hjá Nýmynd og fari í samkeppni við Sjónvarpið. Sammi „blandari: Við fengum Samúel „Corrigan- killer“ Jóhannsson fyrrverandi markvörð ÍBA og Þórs í knatt- spyrnunni til þess að „blanda“ ör- lítið með okkur en Sammi lúrir á nokkrum léttum eins og sjá má: „Það var hérna í fornöld þegar ekki mátti skipta mönnum inn á nema alvarleg meiðsli kæmu upp og það var ekki gert öðruvísi. Einu sinni var það að Kári Árna- son sem þá var á íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni mætti of seint í leik í Reykjavík og fékk Sveinn Kristdórsson það hlutverk að taka stöðu hans. Var Sveini sagt að fylgjast vel með varamannabekknum og meiðast þegar Kári kæmi á vettvang. Sveinn var hins vegar hörkutól og meiddist aldrei svo það leit illa út með að Kári kæmist inn á. Það var ekki fyrr en Jóndi Friðriks lét sig meiðast að Kári komst loksins inn á. Annars var Jóndi bakvörð- ur og mikið hörkutól. Ef ein- hverjum tókst að leika á hann var það segin saga að sá kom ekki aftur því Jóndi hótaði öllu illu ef sá kæmi aftur á yfirráðasvæði hans. Létu menn sér yfirleitt segjast við þær hótanir. „AUt í lagi ég er með regnhlíf‘ Þormóður Einarsson „Móði“ sem enn er að í knattspyrnunni á fullum krafti var skemmtilegur félagi og ég man eftir þvf einu sinni að ÍBA-liðið var að koma frá Noregi. Við vorum komnir til íslands og vorum að lenda á Ak- ureyri. Þormóður var auðvitað spenntur að komast heim eins og við hinir og beið þess glerfínn í nýjum sumarsandölum að vélin lenti. Þá kallaði einhver í hann að nú væri slæmt ástandið því það væri allt á floti á Akureyri eftir miklar rigningar og ekki gott að fórna sumarsandölunum í þetta. Móði var hins vegar hinn hressasti og svaraði að bragði: „Það gerir ekkert til maður, ég er með regnhlíf.“ Þessir kappar munu víst hafa gert garðinn frægan hér á árum áður sem skákmenn, en þeir fjórmenningar sem eru talið f.v. Jón Björgvinsson, Jó- hann Snorrason, Margeir Steingrímsson og Guðmundur Búason voru ailir mjög sleipir í skákinni. BÆNDUR Nú-eins og undanfarin sumur m bjóðum við bændum sérþjónustu. Á laugardögum er varahluta- verslun okkar opin frá kl. 10.00 til 14.00. TflflRUP ksmpBr Komið eða hringið, þjónustusíminn er 91 -39811 Imh|IhiIIo BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 NORRÆNA SUNDKEPPNIN 1984 Sund er heilsubót Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla HINIR VIÐURKENNDU Tl N DAR FRÁ CLOSE YOULE í ALLAR HEYVINNU- VÉLAR FRÁ OKKUR MJÖG HAGSTÆTT VERÐ 96-24222 Algengasti KUHN tindurinn á kr. 79, 00 með söluskatti. rrjTTTT^T? ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.