Dagur - 06.07.1984, Síða 4

Dagur - 06.07.1984, Síða 4
4-DAGUR-6. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hvar er nef ) u larálitiö ? Nú eru liðmr hátt í tveir mánuðir síðan nefnd sem Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði, skilaði áliti um háskóla- kennslu á Akureyri. Nefndar- menn hafa af skiljanlegum ástæð- um ekki viljað upplýsa fjölmiðla og þar með almenning um niður- stöður þessarar skýrslu, þar sem það er í verkahring menntamála- ráðuneytisins. Þó hefur það feng- ist upplýst að nefndin hafi lagt til að efnt yrði til háskólakennslu í takmörkuðum greinum og hefur tölvukennsla verið nefnd í því sambandi. Þrátt fyrir ítrekaðar eftir- grennslanir hefur Dagur ekki fengið upplýsingar um þetta mál í ráðuneytinu og raunar virðist svo sem næstráðendur mennta- málaráðherra hafi tæpast heyrt á málið minnst. Svörin sem hæst- virtur ráðherrann gefur eru þau að málið sé í athugun. En hvað ætlar Ragnhildur ráðherra að hafa málið lengi í athugun áður en hún svo mikið sem upplýsir hvers eðl- is nefndarálitið var? Sá illi grunur leitar á menn að ætlunin sé að svæfa þetta mál með öllu, gera störf nefndar- menna að engu, með því að loka álitið sem kyrfilegast niðri í skúffu. Rétt er að minna á að þetta getur vart talist neitt einkamál ráðherr- ans. Búið er að verja fé skattborg- aranna í þessa athugun, um mik- ið hagsmunamál er að ræða fyrir Akureyringa og raunar alla Norð- lendinga og varla getur verið um slíkt hernaðarleyndarmál að ræða að öyggi ríkisins stafi hætta af ef það verður gert opinskátt. Upp- lýsingaskylda stjórnvalda er ótvíræð í þssu máli. Því væri vonandi að Ragnhildur létti leyndarhjúpnum af nefnd- arálitinu um háskólakennslu á Akureyri hið bráðasta. Tónlistarskólamir Mikillar tilhneygingar gætir nú til þess hjá stjórnvöldum, einkum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að „hagræða" eins og það er kallað. Þetta á einkum við í vel- ferðar- og menningarmálum. Sjúklingar eiga að greiða meira af lyfja- og sjúkrakostnaði. Sveitar- félögin eiga að greiða meira af rekstarkostnaði tónlistarskól- anna, svo eitthvað sé nefnt. Út af fyrir sig er ekkert um það að segja að sveitarfélögin fái aukin verkefni og meiri ráðstöfunarrétt sinna mála, svo fremi sem þau fái til þess auknar tekjur. í haust er von á frumvarpi um breytta kostnaðarskiptingu rík- is- og sveitarfélaga í rekstri tón- listarskóla. Soffía Guðmundsdótt- ir, tónlistarkennari á Akureyri, segir um þetta: „Fylgjendur auk- innar þátttöku sveitarfélaga í tón- listarfræðslu segja þetta heita frelsi. Ég held að þetta verði eink- um frelsi til að leggja þessa hluti niður. Sveitarstjórnir á hverjum stað hafa mismikinn áhuga á að sinna þessu máli og ég treysti því ekki að um jafnrétti til mennta verði að ræða ef þetta frumvarp nær fram að ganga. Ég tel að um afturför sé að ræða, stórt skref afturábak. Það er verið að kippa grundvellinum undan tilveru margra tónlistarskóla í landinu." Kennara- og foreldrafélög tón- listarskóla hafa mótmælt þessari ráðstöfun og virðist full ástæða til að fara hægt í sakirnar og hlusta gaumgæfilega á rök þeirra sem til þessara mála þekkja. er í kvikmyndinni. Sú dramatík sem myndin byggir á er með öllu óraunveruleg. Til dæmis atriðið sem sýnir Nick Nolte uppi á þaki kirkju, takandi myndir í miðjum skotbardaga - ég held að flestir ef ekki allir fréttamenn hefðu yfir- gefið staðinn sem fyrst.“ Það var og. En Heine sér ekki allt illt við þessa kvikmynd. Hann segir að staðháttum séu góð skil gerð, að hann hafi kannast við umhverfið frá því hann sjálfur var í Nicaragua, þrátt fyrir að myndin sé tekin í Mexíkó, svo vel er líkt eftir umhverfinu. Svona eftir á að hyggja, þá er það ef til vill ekki svo stórkost- legur meinbugur á myndinni að ekki sé með öllu sagt satt og rétt frá því hvernig raunveruleikinn er - öðru eins hefur áður verið logið og meiru tii. Allavega leyfi ég mér að stórefast um að mör- landinn kippi sér upp við það hvernig Nick Nolte fer að því að taka myndir, né heldur býst ég við að það skipti okkur máli hvort hann eigi með réttu að vera dauður. Líklega hefði myndin orðið hundleiðinleg, ef hún væri sannleikanum samkvæm. Því að það virðist sem flestum leiðist raunveruleikinn. Mig langar í bíó í Reykjavík, til að sjá þessa mynd sem ég hef verið að fjalla svo fjálega um. Skyldi ég þurfa að bíða lengi? Eitt ár, gæti ég giskað á. Ekki fer ég að skreppa suður í bíó, það gera einungis þeir sem eiga flug- vél og eru kannski að byggja sér flugskýli. Ég, bláfátækur maður- inn, get ekki vænst þess að eign- ast nokkurn tíma peninga vegna þess að helvítis kommúnistarnir vilja ekki lofa okkur að fá álver til að græða á. Ég verð þá að taka á því sem ég á ekki til, þolinmæðinni. Nema eitthvað stórkostlegt gerist - kannski verður okkur sent nýtt bíó. Það kemur kannski um leið og álverið. En þá skulum við frekar sleppa því. Þú vœrir dauður Nick Mig langar oft í bíó í Reykjavík. Það er alveg eins og þetta stein- dauða samfélag hérna á Akureyri hafi gleymt þessum sterka miðli sem kvikmyndin er. í Reykjavík kemur oftar en ekki fyrir að kvik- myndir vekja umræðu, en slíkt er með öllu óhugsandi hér norðan við allt lifandi mannlíf. Hvernig skyldi standa á þessum ósköpum? Eiginlega er óþarfi að spyrja, svo dagljóst er svarið, þær myndir sem hingað berast eru langflestar eins og út úr kú við mannlega skynsemi. Þær eru svo frámunalega léleg- ar. Villist góð kvikmynd hingað í vort elskulegt Borgarbíó, fá ráð- andi menn þar eins og spark í rassinn, hespa af sýningar - kannski tvær þrjár - og losa sig síðan við ódáminn í hvelli. Taka síðan aftur til við að sýna afgaml- ar töffaramyndir, eða eitthvað þaðan af verra. Jæja, það er víst að bera í bakkafullann lækinn að skamm- ast út í Borgarbíó - nóg er komið. Þessa sólglöðu sumardaga rúll- ar í gegnum sýningavélar Há- skólabíós Bandarísk kvikmynd sem heitir í eldlínunni (Under Fire). Segir þar af stríðsljós- myndaranum Russel Price, sem Nick Nolte leikur með ágætum að því er mér er tjáð. Price er að störfum í Nicaragua ásamt fleiri fréttamönnum. (Og líklega er rétt að ég játi þegar á mig að ég hef ekki séð þessa mynd og það er því af helberum misskilningi að ég er að minnast á hana). ís- lensk pressa hefur eytt furðulega miklu plássi undir umfjöllun um þessa mynd, ekki einvörðungu að kvikmyndagagnrýni hafi sprengt af sér lengdarmörk, heldur lagði Þjóðviljinn menningarforsíðu sína (þessa sem er á haus) undir hugleiðingar um téða kvikmynd. Nolte Eitt er það sem öll gagnrýni hér- lendis um myndina á sammerkt, nefnilega það, að þar velta menn fyrir sér þeirri pólítík sem þar birtist. Og einnig siðferðilegum spurningum, svo sem þeirri hvort fréttamenn geti látið sér duga að túlka hlutlaust það sem þeir sjá, eða hvort þeir leiðist til að taka afstöðu. Það er svo sem ágætt að velta sér upp úr siðferði og pólítík, þótt mér hundleiðist svoleiðis nokkuð. Ég varð sem sé dálítið spældur yfir því að sjá hvergi staf - sem heitið getur - um raun- veruleika kvikmyndarinnar sjálfrar. í mesta lagi að gagnrýn- endur hnýttu því við í restina að þetta væri ágæt mynd, góð af- þreying. en eftir situr spurningin, gefur þessi mynd rétta hugmynd um starf stríðsljósmyndarans? (Kannski þykir þeim er þetta les að sér komi slíkt alls ekki við, og ef svo er, get ég lofað þeim hin- um sama að hann verður einungis fúll af því að lesa þennan pistil - flettu blaðinu). Danska ljósmyndatímaritið FOTO FILM & VIDEO velti þessari spurningu fyrir sér. Og til að fá svar við henni, buðu rit- stjórarnir danska ljósmyndaran- um Heine Petersen, sem hefur meðal annars starfað við stríðs- ljósmyndun í Nicaragua, í bíó Kröfðu hann síðan svara, getur þetta allt saman staðist hjá Nick Nolte? Svarið sem Heine gaf, var dá- lítið kaldranalegt: „Nick Nolte ætti að vera dauður.“ Og Heine heldur áfram til útskýringar: „Enginn ljósmyndari né frétta- maður gæti verið svo nærri á- tökunum jafn lengi og Nick Nolte

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.