Dagur - 06.07.1984, Síða 6

Dagur - 06.07.1984, Síða 6
6-DAGUR-6. júlí 1984 að sprengjan er fallin Þeir sem sáu sprellið í mið- bænum s.l. föstudag hafa ef- laust tekið eftir hressum hópi „Ragnarokkara“ er tóku þátt í gamninu. „Ragnarock“ hóp- urinn er hingað kominn á veg- um leikklúbbsins Sögu og taka báðir þessir hópar þátt í sam- starfi norrænna unglingaleik- húsa. Hópurinn er danskur, kem- ur frá Humlebæk, en þangað fór leikklúbburinn Saga ein- mitt á sl. vetri og sýndi verkið Önnu Lísu eftir Helga Má Barðason. „Ragnarock“ ætla að sýna verkið „I morgen er solen gr0n“ í Dynheimum á laugardag og mánudag kl. 20.30. Verkið hefur flokkurinn að mestu samið sjálf- ur og er mikið um söng og tónlist og allskonar tæknibrellur. Petta verk „Á morgun verður sólin græn“ fjallar um ástandið á jörð- inni eftir að búið er að sprengja atómbombuna. Nokkrir lifa af og þau reyna að hefja nýtt líf og er fylgst með hvernig þau mynda lít- ið samfélag þar sem tilgangur lífsins er allur annar en var áður en sprengjan féll. Efnishyggjan verður að víkja fyrir samheldni hópsins og sameiginlegum þörfum, baráttan fyrir brauðinu er í fyrirrúmi. Fylgst er með þró- un og viðgangi hópsins frá því hann er á hálfgerðu steinaldar- stigi og þar til menningin heldur innreið sína aftur. Menningin birtist í gervi sölumanna er brjóta sér leið inn í þetta litla samfélag og hefja umsvifalaust að pranga kóka kóla inn á mannskapinn. En ekki meira um söguþráðinn sjón er víst sögu ríkari . . . Hópurinn hefur sýnt verkið bæði í Færeyjum og í Reykjavík og voru undirtektir ákaflega góð- ar og var vel tekið af áhorfend- um. Flutningur er á dönsku, en þrátt fyrir það eiga meðalskussar ekki að vera í vandræðum með að skilja textann. Enda frændur vorir Danir . . . Sko, þú hlýtur alltaf að skilja frænda þinn .... eða þannig. Leikritið er í 9 þáttum og tekur um 2'/2 tíma í sýningu og það er allt voðalega frjálslegt, „áskoðaðar verða drignir uppí leikin“ eins og Færeyingarnir segja. „Ragnarrokkarar" eru um 30 talsins og á aldrinum 14-24 Velkominn í menninguna! Fólkið hefur enduheimt kókið sitt og það er fyrsta skrefíð í átt að nútímaþjóðfélagshátt- um! Hér er gamall þulur að upplýsa ungdóminn um nokkrar staðreyndir lífsins. ára. Þeir hafa dvalið hér í bænum geta þess að þeim líkar hér prýði- bær . . . enda sólin okkar óskap- í viku og það verður endilega að lega vel. Ógurlega fallegur *ega gu* °g íalleg. mþþ. Hringur Jóhannesson: 42 myndir á sýningu í Laxdalshúsi Fólkið ryðst fram á sjónarsviðið hjá Þingeyingnum Hringi eins og í myndlist fleiri formsnillinga þessi árin. Það eru sóldýrkendur á Kanaríeyjum sem hlamma sér niður á flötinn núna, sumir að vísu svo letilegir og kyrrstæðir, að þeir minna óþyrmilega á alla þá lífvana hluti sem Hringur hef- ur leikið sér að því að lífga á mál- verkum sínum undanfarið. En þó eru þarna spengilegir líkamir og litaspil, sem titrar af sömu ákefð og línuhraðlar teikning- anna hans yfirleitt. Og Hringur teiknar með pensli, hann lætur strik styðja strik. Málverkið „Sumar og suðvest- anátt“ sýnir akarn biðukollunnar svífa í fínlegri fallhlíf sinni yfir snarrótinni. Ef til vill er einmitt þessi mynd tákngervingur þeirra mynda Hrings, sem byggjast á samsíða línudansi og blíðum lit- byggðum. Og hallinn og stefnan á strikinu er úr efra vinstra horni niður í neðra hægra horn, sem er nánast vörumerki listamannsins. Hrannir Hagabóndans berast með litstraumum og leysinga- flæði, stundum dálítið mjólkurlit- ar eins og hann sé daufur í pens- ildálkinn. Eins og hann hætti við sum olíumálverkin rétt áður en að síðustu yfirferð kemur, til að skemma ekki hlutleysisblæinn. En þá koma pastelmyndirnar upp um sannleikann í málinu. Þar er hann búinn að fást við ramma, safaríka tóna, hveliar ábreiður ljósra flekkja og stingandi króm- litabletta. Þótt sýningin í Laxdalshúsi virki örlítið eins og egypsk kon- ungagröf eftir ránsferð smekk- manna, því þetta eru m.a. eftir- hreytur tveggja stórra sýninga í Reykjavík í vor, þá eru hér líka spánnýjar myndir eins og endra- nær hjá Hringi, gullfalleg tilþrif. Hvílíkur reginmunur er ekki á náttúrunni í pastelmyndum hans og hjá þeim stællegu teiknurum sem fyrst og fremst eru að þekja pappírinn horn í horn með bil- legum sjónhverfingum! Lýsingin, vorleysingin, sumar- skaflar í fjöllum, hrjúf náttúra sem varla lætur temjast í mynd. Hringur strýkur yfirborð mynda sinna, næmur eins og fiðlari, verkin iða milli tónsviða. Þau eru hringhendur myndlistar í þeim góða skilningi sem sannir listunn- endur leggja í bragfræðina. Athugasemd: í umsögn minni um sýningu Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará og Gunnars Sig- urjónssonar sem birtist í Degi 20. júní, féll niður upphafsklausan, sem átti að upplýsa lesandann um hvar og hvenær sýningin var haldin, þ.e.a.s. í Iðnskólanum 10.-17. júní.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.