Dagur - 06.07.1984, Side 9

Dagur - 06.07.1984, Side 9
6. júlí 1984 - DAGUR - 9 AKUR EYRARBÆJAR OG BÍLASÉRFRÆÐINGUR DAGS: hefði orðið. Svo kom ég hingað sumarið ’77 og byrjaði á því sem til hafði staðið. Við fórum rólega af stað og þetta gekk alveg ágæt- lega.“ Menntaskólinn seiðir . . . Haustið ’78 byrjaði Úlfar að kenna hagfræði í gamla góða Menntaskólanum sínum. - Var gaman að koma aftur? „Mjög. Ég er eiginlega að kenna aðallega vegna þess hvað það er skemmtilegt. Þetta gefur mér ekki það miklar tekjur að það borgi sig fyrir mig að standa í því þess vegna. En ég græði líka á því, þetta heldur mér við í fag- inu. Ég held að það sé ákaflega hollt að halda sambandi við nem- endurna, þeir eru yfirleitt skemmtilegt fólk. Og þeir nem- endur sem ég hef haft, hafa upp til hópa verið ákaflega skemmti- legir. Þegar ég lít til baka þá hef ég stundum verið að velta því fyr- ir mér hvort við höfum verið svona mikið úrvalsfólk líka, eða hvort þetta sé eitthvað nýtt. En ég er ekki frá því að þessi skóli hafi ágæt áhrif á fólk á þessum aldri. Menntun er ákveðin for- réttindi, þó ekki í efnahagslegum skilningi . . . það eru ekki allir sem geta þetta. Það liggur mis- jafnlega fyrir mönnum og afla sér þekkingar. Og ég held að mönnum líði betur með menntun, þeim gengur betur að aðlaga sig þeim aðstæðum sem þeir eru í hverju sinni. En það er reginfirra sem stundum gerir vart við sig, sérstaklega hjá þeim sem bera ótakmarkaða virðingu fyrir „menntamönnum“ - að þeir séu einhverjir æðislegir kallar og kunni allt. Það getur verið að einhverjir haldi að ég sé og kunni allt. Það getur verið að einhverjir haldi að ég sé ofboðslega klár í til dæmis bókhaldi og öðru slíku. En ég er viss um að menn sem eru búnir að vinna við það í nokkur ár eru miklu klárari í bókhaldi sem slíku. Hins vegar má vera að ég yrði fljótari að átta mig á hlutunum ef ég ætti að taka þá að mér, því að ég hef ákveðna þjálfum í vinnubrögðum. Og það er kannski það sem skólagangan skilur helst eftir, kunnátta í því að afla sér upplýsinga og hvernig á að nota þær.“ Stóriðju? - Snúum okkur þá að starfinu, hvað ber hæst þessa dagana hjá áætlana- og hagsýslustjóra? Eiginlega ber ekkert hæst. Þegar sumarfrí standa yfir kemur maður engu í verk, nema allra nauðsynlegustu hlutum. Við erum að ýta af stað aftur endur- skoðun á stjórnskipulagi bæjar- ins, erum að safna að okkur ýms- um gögnum og kanna málin, áður en við setjumst niður og semjum einhverjar alvöru til- lögur. Ég hef verið að senda for- stöðumönnum stofnana bæjarins bréf þar sem ég leita eftir mark- miðum sem þeir hafa, hvort þau hafi náðst og éf ekki þá af hverju. Þetta geri ég til að átta mig á því hvort sett hafi verið skýr mark- mið með rekstri allra bæjarstofn- ana. Hvort einhverjar stofnanir séu til svona afþvíbara. Því að mér finnst varla hægt að leggja út í það að gera tillögur um breyt- ingar á stjórnkerfinu öðruvísi en að vita hvað þetta stjórnarkerfi er eða á að gera. Nú, svo höfum við hóað okkur saman nokkrir embættismenn bæjarins og ætlum að reyna að koma af stað könnun á því hvort ekki sé hægt að spara hjá Akur- eyrarbæ, hvort ekki sé hægt að reka sömu þjónustu og vinna sömu verk fyrir minni peninga. Því að nú er ár hagræðingar hjá yfirvöldum." - Á þá að fara að segja upp fólki? „Nei, við höfum nú ekki hugs- að okkur það, nema ástæða sé til að ætla að einhverjir séu óþarfir. En á meðan sífellt er verið að hrópa á meiri og betri þjónustu af hálfu hins opinbera, þá verðum við að reyna að verða við því, en helst án þess að það kosti meiri peninga." - Nú ert þú í áætlanagerð, horfir til framtíðarinnar. Förum við á haustinn ef við fáum ekki stóriðju? „Ja ... (löng þögn) ... nú ertu erfiður. Við gætum farið á haus- inn ef við fáum hana ekki, hins- vegar gætum við líka farið á hausinn ef við fáum hana. Ef menn ætla að vera á móti eða með alveg að óathuguðu máli, þá getur farið á báða vegu. Það vill stundum verða þannig með íslendinga að þeir láta tilfinnin- garnar ráða fremur en skynsem- ina, þegar stóru málin eru annars vegar. En geta síðan rætt um t.d. ritvélakaup af skynsemi og blá- kaldri alvöru. Ef menn halda því fram að hægt sé að koma í veg fyrir að frá þessari verksmiðju fari meira af úrgangsefnum en náttúran getur tekið við - því allt eru þetta náttúrleg efni og því getur náttúran, eðli málsins samkvæmt, tekið við þeim upp að vissu marki - ef ekki fer meira af þessum efnum út, þá er þetta allt í lagi. En það verður að reikna með inn í stofn - og fram- leiðslukostnað verksmiðjunnar, ráðstafanir til að koma í veg fyrir að meira af úrgangsefnum fari út, heldur en náttúran getur tekið við.- Ef allur þessi kostnaður er hafður með í reikningnum og útlit er fyr- ir að verksmiðjan skili arði, þá er í lagi að reisa hana, annars ekki því að það er nóg af bjána- legri fjárfestingu fyrir.“ - Nú hafa svartsýnismenn spáð því að ef engin komi stór- iðja muni Akureyri enda sem sumarbústaðaland fyrir Reykvík- inga. „Það liggur náttúrulega ljóst fyrir að ef menn ætla að setja niður stóriðju einhverstaðar ann- arstaðar en í nágrenni við Reykjavíkursvæðið, þá er Akur- eyri eini staðurinn á landinu þar sem slík verksmiðja myndi hafa einhver áhrif frá byggðalegu sjónarmiði. Akureyri er nánast eini byggðakjarninn utan Reykjavíkur, sem er nægilega stór til að geta þjónað slíku fyrir- tæki. Ef það yrði sett niður ein- hverstaðar annars staðar á land- inu myndi það sækja þjónustu nánst alla til Reykjavíkur. En ég hef enga trú á að Akureyri endi sem sumarbústaðahverfi þótt við fáum ekki stóriðju, það eru ýmsir aðrir kostir hér í byggðarlaginu sem hægt er að nýta. En ef menn eru alltaf fullir af einhverri svart- sýni, þá endum við sem húsverðir í sumarbústöðum.“ Viðrini - Þú hefur sumsé ekki tekið afstöðu í stóriðjumálum. En hvar ertu í pólitík? „Ég held ég sé pólitískt viðrini. Ég passa ekki vel inn í stjórn- málaflokka. Það er ákaflega erf- itt að negla skoðanir sínar riiður í einhverjar ákveðnar stefnu- skrár, vegna þess að með nýjum mönnum og breyttum aðstæðum geta slíkar yfirlýsingar orðið býsna hláleg plögg.“ - Það er viðeigandi að spyrja bílasérfræðing Dags að því svona í lokin hvort hann eigi sér draumabíl. „Ég hef þá skoðun að það séu til tvær gerðir af bílum. Ánnars- vegar Benz, hinsvegar aðrir bílar.“ Texti og myndt: Kristján G. Amgrímsson

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.