Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 10
10-DAGUR-6.JÚIM984 Fjör á Krílakoti - Heimsókn á barnaheimilið á Dalvík „Viltu taka mynd af mér," jú það var auðsótt mál og þá var að stilla sér upp. Það voru ekki mörg börn á Krflakoti, dagheimili þeirra Dalvíkinga, er blaðamaður rak þar inn nefið á plampi sínu um plássið fyrir skemmstu. Það var þó líf og fjör þar eins og ævinlega þar sem 2 eða fleiri börn eru samankomin og ekki var starfsfólkið síður líflegt og skemmtilegt, a.m.k. var undir- ritaðri mjög vel tekið og varð strax eins og heima hjá sér, ef það mætti orða það svo. Dóra Rut og Lilja sátu fyrir utan og höfðu vakandi auga með krílunum, þær eru starfsstúlkur á Krílakoti. Yfirleitt eru 4 við barnapössunina en þessa stund- ina var hinn helmingurinn af starfsliðinu úti í bæ að kaupa brauð með kaffinu. Eins og venj- an er var spurningum dembt yfir þær Lilju og Dóru Rut. Lilja kvaðst hafa unnið þarna í 1 ár, en Dóra Rut í alls 5 ár við barna- gæslu á Dalvík. Var hún fyrst í gamla Skátaheimilinu, en tók sér svo frí og er nú búin að vera sl. 2 ár á Krílakoti. - Hvernig er aðstaðah? „Það var gott að þú spurðir að þessu," voru fyrstu orð þeirra Lilju og Dóru Rutar við þessari spurningu, „hún er nefnilega al- veg hræðileg. Það eru 4 ár síðan dagheimilið var opnað í þessu húsnæði, sem þá var nýtt og það hefur ekkert verið gert fyrir það síðan, það er sérstaklega utan- húss sem þyrfti að lagfæra og endurnýja. Það sem gert var hérna utanhúss þegar húsið var opnað var allt til bráðabirgða og það er ennþá notað eftir 4 ár, svo það sér hver maður að eitthvað þarf að gera. Við höfum verið að reyna að ýta á bæjaryfirvöld að gera eitthvað í málinu, en það ;<«*í» "**JI wsSf»SliM '*•.. ¦ *í . >'•*¦' m^l-' v'-:i-y';^^^^m ¦. v ¦¦¦¦¦ V : ..¦¦¦¦•¦¦¦¦¦. P»t'; .%.*€• •S' Börn og starfsfólk á Krílakoti samankomin við rennibrautina. Það má vart á itiilli sjá hvort er fleira starfsfðlk eða börn. hefur lítið gengið. Grasið er ónýtt og hér er ailt í sandi og möl, það þyrfti að malbika, það er ekki hægt að bjóða börnunum upp á þetta. Leiktækin eru fá og úr sér gengin, það hafa engin ný tæki komið síðan dagheimilið var opnað, nema 5 hjól sem foreldra- félagið gaf. Við lokum bara aug- unum þegar við sjáum barna- heimilin á Akureyri, þar er allt svo fínt. Innanhúss er skárri aðstaða, a.m.k. fyrir börnin, þó vantar stóran sal þar sem hægt er að hafa dýnur og slíkt. Aðstaðan fyrir starfsfólkið er hins vegar al- veg fyrir neðan allar hellur. Það er eitt lítið eldhús sem starfsfólk og forstöðukona verða að deila með sér og þar borða líka 3 börn sem eru hér allan daginn." Já, eitt er víst að eldhúsið er mjög lítið, a.m.k. fyrir alla þá sem þar þurfa að hafa aðstöðu. Sögðu þær stöllur að á áætlun hefði verið að stækka húsið í fyrra, en það hefði ekki verið gert frekar en annað. - En kaupið, er það í samræmi við aðstöðuna? „Það er lélegt, eins og á öðrum barnaheimilum, nema maður hafi halað sér inn réttindi á nám- skeiðum." Það er Lilja sem hefur orðið. „Ég er búin að fara á tvö námskeið, Eining var með nám- skeið hérna í fyrravetur fyrir starfsfólk Krílakots og Dalbæjar, sem er elliheimili staðarins." - Hvað eru mörg börn á Kríla- koti? „Það eru um 60 börn á skrá, það eru 36 í yngri deild og 24 í eldri deild. 3 börn eru allan daginn, en hin öll lli daginn. Annars mætir aldrei helmingur- inn þessa dagana, fólk er farið í sumarfrí, eldri systkini heima og þar fram eftir götunum. Heimil- inu verður lokað í 5 vikur í sumar og eftir það kemur nýr árgangur og þá fjölgar aftur." Með það kveðjum við börn og starfsfólk á Krílakoti með von um að þau fái einhverj- ar úrbætur með lóðina. Þess má geta til gamans að þarna starfar einn karlmaður, Arnar, eftir há- degi og þessi sami karlmaður varð á vegi undirritaðrar í frysti- húsinu um morguninn, þar sem hann starfar við snyrtingu og pökkun. Um helgar selur hann svo Sæluhúsinu vinnuafl sitt, dugnaðarpiltur það. HJS. ISLANDSMOTIÐ -1. DEILD: Kristján Kristjánsson, Þór. STORLEIKUR A AKUREYRARVELLI Leikur sem enginn má missa af Þór-KA Sunnudaginn 8. júlí kl. 20.00 á Akureyrarvelli Leikur sem allir hafa beðið eftir Mætum öll! Hvetjum okkar lið Erlingur Kristiánsson, KA. ¦ ¦ ¦ ? « adidas ^ VÖR? BÁTASMIÐJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.