Dagur


Dagur - 06.07.1984, Qupperneq 11

Dagur - 06.07.1984, Qupperneq 11
6. júlí 1984 — DAGUR -11 margvíslega rétti úr nautakjöti og fjölbreytta sjávarrétti s.s. humar, skötusel, rækju, flatfisk margs- konar.lax, graflax o.fl. Fiskrétt- irnir kosta frá 185 kr. upp í 270 kr. og kjötréttir frá '325-585 kr. Veitt verður vín og einnig verður boðið upp á bjórlíki, sem hlotið hefur nafnið „Brekkusnigill." Pá verður hægt að fá hlaðborð og kaffihlaðborð um helgar. Eigendurnir segjast ekkert bangnir við þennan rekstur. Hann tengist vel öðrum atvinnu- rekstri, þ.e. útgerðinni og fisk- verkuninni og fyllir upp í ákveðið tómarúm sem skapast hefur vcgna kvótaskiptingar og afla- tregðu. Fastar ferðir Hríseyjarferjunn- ar tengjast þessum rekstri að sjálfsögðu, en stærri hópar geta einnig tekið hana á leigu nær hve- nær sem er. Alla daga eru þrjár ferðir frá Árskógssandi kl. 9:30, 13:30 og 18:00 og hálftímanum áður frá Hrísey, en auk þess eru ferðir kl. 23:30 frá Hrísey og 24:00 frá Sandi. HS Veitingastaðurinn er í þessu gamla húsi. Nýr veitingastaður í Hrísey: Innréttingar eru smekklegar og meðal þess sem notað er er egni úr fisk- hjöllum, sem „flikkað“ hefur verið upp á. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Hrísey og heitir hann Brekka. Staðurinn er í gömlu þrilyftu húsi rétt ofan við höfnina, raunar skammt frá þeim stað þar sem áður var rekinn veitingastaðurinn Hrísalundur, sem nú hefur hætt starfsemi sem kunnugt er. Stefnt er að því að reka þarna vandaðan veitingastað sem gefur þeim á meginlandinu ekkert eftir og raunar mun Brekka hafa sérstöðu, því þetta er eini veitingastaðurinn þar sem að staðaldri verður hægt að bragða á galloway nautakjöti, en megináherslan verður lög á nautakjöt og fisk- rétti hvers konar. Ætta að vera hæg heimatökin því Brekka er í eigu sömu aðila og eiga út- gerðar- og fískvinnslufyrirtæk- ið Borg hf. Það eru Birgir Sig- urjónsson, framkvæmdastjóri og Smári Thorarensen, skip- stjóri ásamt eiginkonum og Páll Sigurjónsson. Aðalmat- reiðslumaður hússins er Bjarni Ingvason, en hann starfaði áður á Bautanum. Með honum í eldhúsi starfa Sigrún Guð- laugsdóttir og Sólrún Svein- bergsdóttir. Skoðunarmenn frá heilbrigðis- eftirlitinu eru nýlega búnir að taka staðinn út og er þess vænst að vínveitingaleyfi fáist á næstu dögum, en hreppsnefnd og sýslu- nefnd hafa samþykkt það fyrir sitt leyti. Hugmyndin er að reka þennan stað allt árið og á efri hæðinni, sem er undir súð, er nú verið að innrétta hótelherbergi. Þau verða fjögur talsins, tvö tveggja manna og tvö eins manns, rithöfundaherbergi, eins og eigendumir komast að orði. Ef innréttingar þar verða jafn smekklegar og í veitingasalnum ætti ekki að væsa um gesti hótels Brekku. Útgerðarfélagið Borg keypti húsið upphaflega til notkunar sem verbúð, en húsið er 50 ára, byggt 1934. Innréttingar og tækja- kaup hafa kostað um eina og hálfa milljón króna. Veitinga- staðurinn var opnaður miðviku- daginn 27. júní og þá var haldið hóf fyrir Hríseyinga, sem fjöl- menntu á staðinn. Hafa líklega komið 70 manns og greinilegt er að heimamenn hafa tekið þessu vel, því þeir hafa sótt staðinn mikið þennan stutta tíma sem opið hefur verið. Opið verður alla daga frá kl. 9 á morgnana til hálf tólf á kvöldin og lengur ef þurfa þykir, t.d. ef hópar hafa leigt salinn. Auk rétt- ar dagsins verður boðið upp á Starfsmenn og eigendur Brekku. Myndir HS Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík Albert er oft í harki... Eins og menn muna frá kaup- samningaátökunum síðustu, gerði fjármálaráðherran samning við Dagsbrún án samráðs við aðra ráðherra. Olli þetta gusugangi í pólitíkinni. Þá kvað Öli á Gunn- arsstöðum: Albert er oft í harki, æfður við margs konar pot. Einlék að öfugu marki, ægilegt framkvæmdi skot. Þorleifur Rósantsson, Hamri á Þelamörk kvað um yndislegt mannlíf á Þelamörkinni: Oft mér svannaryndi ljá, eina fann ég þarna. Pað er Anna Ási frá, yngismanna stjarna. Þorleifur taldi óhrjálegra um að litast í Öxnadalnum: Fram í Dal er fátt að sjá frítt sem talist getur. En ungir halir ástarþrá oft þar svala betur. Benedikt Júlíusson bóndi að Hvassafelli kvað: Völt eru gæði veraldar. Víða flæða tárin. Af veikum þræði viskunnar vil ég græða sárin. Jón Jónasson, Hrauni orti er jarðskjálftar tóku að angra „Kröflumenn“: Upp hafa tekið argan sið. Oft fer snurða á þráðinn, í Kröflu þá þeir keipa við kölska um yfirráðin. Einhverju sinni þá veðurstofan spáði stórhríð, kvað Jón: Angur og kvíða eykur lýð, yl út víða rekur austanhríðin ef að stríð á oss níðast tekur. Næstu vísu Jóns mætti nefna búmannshyggindi: Afdugnaði og drift má keyra dálítið sinn hag. Hitt sín má þó hálfu meira: Hyggindi og lag. Hans Natansson (Ketilssonar) kvað á efri árum: Æskufjör og myndin manns má ei standa í skorðum. Nú er ég orðinn annar Hans én þú þekktir forðum. Ekki er vitað við hvern var mælt, en sá svaraði að bragði: Mótgangshríða vosi vön veikluð glúpnar sálin. Nú er skáldi gránuð grön grimm eru norna málin. Benedikt Valdemarsson frá Þröm kvað: Vekur dagur von og þrá. Víða lagast hagur. Ljóðabragur lifnar þá, lífsins fagur slagur. Lífs um vegi léttur geng, lifna tekur geðið meðan fagran strýk ég streng og stöku fæ ég kveðið. Þorsteinn Jóhannsson frá Svína- felli kvað: Gnóttin orða rími reyrð rómi snilldar kveðin þótti forðum hirðum heyrð helsta mildings gleðin. Næstu vísurnar tvær orti ég ný- lega um stökuna: Stakan ómar eyrum kær. Enginn strengur brostinn. Verst hve margur vísufær velur þagnar kostinn. Slökkvi hcnnar bjarta blys byljir nýrra tíða, það mun talið þjóðar slys þegar tímar líða. Þættinum lýkur með vísu sem ég kvað um mann sem orti vel, en hvarf svo í rímleysuna: Óðarsnillin helg og há hvarf í grillublaður. Sóðahillu er hann á arflaus villimaður. Jón Bjarnason.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.