Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 06.07.1984, Blaðsíða 13
6.JÚIM984-DAGUR-13 Þorvaldur varði 2 vítaspyrnur - þegar KA sigraðir Val 8:7 í æsispennandi og vel spiluðum leik í Reykjavík í gærkvöld. &&£. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegur sigur og uppörv- andi, en hann var okkur dýr- keyptur. Birkir markvörður okkar ökklabrotnaði í leiknum og verður ekki meira með í sumar og það er vissulega skuggi á þessum srgri. En það kom hins vegar í Ijós í leiknum að við erum ekki á flæðiskeri staddir með markvörð því Þor- valdur Jónsson var hetja liðs- ins og varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni. Svo er bara að vona að við eigum eftir að mæta Þór í þessari keppni." - Þetta sagði Stefán Gunn- laugsson formaður knattspyrnu- deildar KA í samtali við Dag í Nýliða- keppni hjá G.A. Nýliðakeppni Golfklúbbs Ak- ureyrar fer fram nk. sunnudag, og hefst keppni kl. 13. Leiknar verða 18 holur, og er um að ræða svokallaða uppstill- ingu fyrir holukeppni sem fram mun fara í sumar. Rétt til þátt- töku í þessari keppni hafa þeir félagar klúbbsins sem hófu að leika golf í fyrra og í sumar. Á laugardag verður óopinbert mót hjá klúbbnum, en það er 18 holu „videómót" og hefst það kl. 11 f.h. Eftir helgina er stutt í næstu keppnir, en það eru meistaramót klúbbanna sem hefjast yfirleitt á miðvikudag og í næstu viku standa þau yfir í 4 daga. gærkvöld eftir að KA hafði lagt Val að velli með 8:7 í Bikar- keppni KSÍ en leikurinn fór fram á heimavelli Vals. Þar með eru KA-menn komnir í 8-liða úrslit keppninnar. Leikurinn í gærkvöld var óhemju spennandi og einnig mjög vel leikinn. Ásbjörn Björnsson kom KA yfir á 12. mínútu leiks- ins og á 50. mínútu var hann aftur á ferðinni og KA komst í 2:0. En Valsmenn jöfnuðu. Fyrst skoraði Valur Valsson á 61. mín- útu á 81. mínútu jafnaði Bergþór Magnússon metin. Þannig var staðan að venjulegum leiktíma loknum. í framlengingunni skoraði Haf- þór Kolbeinsson fyrst fyrir KA en Þorgrímur Þráinsson jafnaði fyrir Val og nú var komið að víta- spyrnukeppninni. Hvort lið tók 5 spyrnur. Mark- vörður Vals varði hjá Mark Duffield en Þorvaldur Jónsson sem var hetja KA í gærkvöld varði tvívegis, bæði frá Guð- mundi Þorbjörnssyni og Þorgrími Þráinssyni. Þannig var staðan 7:7 þegar. aðeins var eftir að taka eina spyrnu og það kom í hlut Ormars Örlygssonar að skjóta KA áfram inn í 8-liða úrslit Bik- arsins. Stórskemmtilegur leikur á Hlíðarenda og KA-menn hafa unnið þar tvívegis í sumar. Þorvaldur Jónsson var hetja KA- manna. Dregið á morgun Ákveðið mun vera að í íþrótta- þætti Sjónvarpsins á morgun verði dregið um það hvaða lið leiki samán í 8-liða úrslitum Bikarkeppni Knattspyrnusam- bandsins. Liðin sem hafa tryggt sér rétt í 8-liða úrslitin eru KR , Fram, Þróttur, Breiðablik, Völsungur, KA og Þór, og ólokið er viður- eign Skagamanna og Vestmanna- eyinga sem fram á að fara í Eyj- um í 16-liða úrslitunum. Þóroddur á listann Knattspyrnudómarafélag ís- lands hefur nú tilkynnt hvaða dómarar verða á lista yfir al- þjóða knattspyrnudómara frá Islandi á yfirstandandi keppn- istímabili. Listinn er ekki mjög frábrugð- inn því sem verið hefur en athygli vekur að Þóroddur Hjaltalín frá Akureyri er kominn á listann í fyrsta skipti. Þóroddur, sem er þrautreyndur dómari á því góða möguleika á að fá verkefni á er- lendri grund áður en langt um líður. Kemur Kn ii Landsliðsþjálfarinn Tony Knapp kom til landsins í gær, gagngert til þess að dvelja hér í nokkra dag við það að skoða leikmenn hinna ýmsu Iiða. Mun hann sjá alla leiki sem hann kemst yfir. Á skrifstofu KSÍ fengum við þær upplýsingar að Knapp muni dvelja á íslandi fram til þriðju- dags, eða jafnvel til fimmtudags. Ef hann fer ekki utan fyrr en á fimmtudag eru talsverðar líkur á að hann komi norður til Akur- eyrar og sjái leik KA og ÍBK sem fram fer á Akureyri á miðviku- dagskvöld. 2. deildin: Uppgjör topp- liðanna á Húsavík Stórieikur verður í 2. deildinni á Húsavík á laugardag, en þá fá Völsungar lið FH í lieini- sókn. Þar mætast því þau tvö lið sem hafa forustu í deildinni og geta Völsungar fengið upp- reisn æru eftir tapið í Borgar- nesi um síðustu helgi og skotist upp að hlið FH með sigri. Völsungarnir hafa staðið sig mjög vel það sem af er og hafa 16 stig eftir 8 umferðir. FH er efst með 19 stig en UMFN er samt að baki Völsungum með 13 stig þannig að það má lítið út af bera. „Við vinnum þetta," sagði Helgi Helgason annar þjálfara Völsunga er við ræddum við hann, en Helgi vildi ekki úttala sig um leikinn að öðru leyti. Þeg- ar við spurðum hann hvort Völsungar væru farnir að horfa til 1. deildarinnar í alvöru sagði Helgi að það væri of snemmt. „Við erum ýmsu vanir hérna á Húsavík," sagði hann og átti sjálfsagt við að Völsungi hefur áður gengið vel framan af keppn- inni í 2. deild en ekki náð að fylgja því eftir á lokasprettinum. Aðrir leikir í 2. deild um helg- ina eru ÍBÍ-KS, Tindastóll- Skallagrímur, Einherji-ÍBV og UMFN-Víðir. Vegna sumarleyfa verður ullarmóttaka lokuð frá 9. júlí til 12. ágúst. Ullarmat SÍS Akureyri fyrir japanska bíla DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI 7 96-26303 Framljós í 1 L^" flestar geröir IdlV'Ll japanskra bíla. Póstsendum. Sumarstarf Innlánsstofnun vill ráða vanan starfsmann til gagnaskráningar, sem fyrst vegna sumarafleys- inga. Vinnutími getur verið breytilegur frá kl. 13.00- 21.00, 6 tímar á dag eða minna. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. NINGARÞ FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455 Skrifstofustarf Skrifstofustúlka óskast í fullt starf hjá fámennu iðnfyrirtæki á Akureyri. Undirstöðukunnátta í bók- haldi og reynsla af alhliða skrifstofustörfum nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og menntun leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir kl. 16.00 nk. mánudag merkt „Iðnaður" Wmi Notumljós y\\ í auknum mæli í ryki, regni,þoku Jú og sól. UMFERDAR 'RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.