Dagur - 06.07.1984, Side 15

Dagur - 06.07.1984, Side 15
6. júlí 1984 — DAGUR - 15 Opið golf- mót á Krókn- um Aðalmót golfmanna á Norðurlandi um helgina verð- ur opna Sauðárkróksmótið sem haldið verður á velli Golf- klúbbs Sauðárkróks á morgun og sunnudag. Reynar kalla Sauðkræk- ingar þetta „opna Volvo-mót- ið í Sumarsælu" og tengja þannig saman golfið og Sumarsæluvikuna sem stendur. yfir á Króknum. Leiknar verða 36 holur á mótinu og er hægt að reikna með góðri þátt- töku ef veður verður hagstætt sem allt útlit er fyrir þegar þetta er skrifað. Örlygur sýnir í Alþýðubankanum í Alþýðubankanum á Akur- eyri stendur ný yfir kynning á verkum eftir Orlyg Kristfinns- son og er kynningin haldin í samráði við Menningarsamtök Norðlendinga. Örlygur Krist- finnsson er Siglfirðingur, hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969- 1973. Örlygur hefur haldið fjórar einkasýningar, þrjár á Siglufirði og eina í Reykjavík, einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum, á Húsavík, Ak- ureyri, Blönduósi og í Finn- landi. Kynningin á verkum Örlygs stendur í tvo mánuði. Furðu- juglar áferð / i Kántrýbæ „Við verðum fjórir furðufugl- ar á Skagaströnd um helgina, ég, Hallbjörn, Baldur og Konni,“ sagði Steingrímur Sigurðsson fjöllistamaður er hann hafði samband við Dag. Ætlunin er að þeir fjór- menningar skemmti gestum í Kántrýbæ á morgun og sunnu- dag með allskyns uppátækj- um, Steingrímur ætlar að sýna myndir og lesa upp úr verkum sínum, Hallbjörn syngur að sjálfsögðu og þeir Baldur og Konni gera allt mögulegt og jafnvel er von á því að Konni syngi kántrýlög með Hallbirni. Friðarganga á Langanesi Friðargangan gegn fyrirhuguð- um hernaðarframkvæmdum á Norðausturlandi hefst laugar- daginn 7. júlí kl. 14 við flug- völlinn á Langanesi. Þar flytur Dagný Mrínósdóttir húsfreyja á Sauðanesi ávarp. Gengið verður að Gunnlaugsá þar sem haldinn verður stuttur fundur og bornar fram kaffiveitingar. Þá heldur gangan áfram inn á Þórshöfn og staðnæmst við félagsheimilið Þórsver þar sem aðalsamkoma dagsins fer fram. Meðal þeirra sem koma fram verða: Bergþóra Árna- dóttir frá Reykjavík, Stefanía Þorgrímsdóttir frá Garði Mý- vatnssveit, Kristján Hjartar- son frá Tjörn í Svarfaðardal, Brynjólfur Gíslason kennari Þórshöfn og fulltrúar Austfirð- inga og Vestfirðinga flytja ávörp. Friðarsamtök kvenna á Þórs- höfn og nágrenni. Brúðuleikhús á Norðurlandi Brúðuleikhús Helgu Steffens- en og Sigríðar Hannesdóttur ferðást um landið í júlí. Sýndir verða tveir einþáttungar sem heita „Afmælisdagur uglunn- ar“ og „Gestir frá Afríku." Þessi leikrit voru sýnd í brúðu- bílnum í sumar en sýningarnar eru fyrir börn frá tveggja ára og upp úr. Um 50 brúður leika í sýn- ingunni. Þær eru gerðar af Helgu Steffensen sem einnig semur handrit, en vísur eru eftir Sigríði Hannesdóttir. Þær stöllur stjórna brúðunum en leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Dagskrá brúðuleikhússins á Norðurlandi er sem hér segir: Hvammstangi sunnudag 8. júlí kl. 15.00, Blönduós 9. júlí kl. 15.00, Sauðárkrókur þriðjudagur 10. júlí kl. 15.00 Siglufjörður miðvikudag 11. júlí kl. 16.00, Ólafsfjörður fimmtudag 12. júlí kl. 17.00, Dalvík laugardag 14. júlí kl. 15.00 og Húsavík þriðjudag 17. júlíkl. 17.00. Einnigverða sýningar á Akureyri og verða þær auglýstar síðar. Náttúruskoðun í Hnjóskadal Sunnudaginn 8.júli verður farið í alhliða náttúruskoðunarferð um Hnjóskadal á vegum Náttúrufræðifélags íslands og Náttúrugripasafnsins áTVkureyri. Farið verður frá Náttúrugripa- safninu, Hafnarstræti 81, kl. 9 að morgni, og komið þangað aftur um kvöldið. Farið verður í rútu og kostar sætið 3oo kr. Þátttak- endur hafi með sér nesti. í Hnjóskadag er að finna eink- ar merkilegar jarðsöguminjar frá ísaldarlokum. Gróðurfar í Hnjóskadal er einnig sérstætt og auðugt, eink- um í skógunum, og skoðaðar verða fágætar tegundir. Æskilegt er að menn tilkynni þátttöku sem fyrst til Náttúru- gripasafnsins í síma 22983, eða til safttvarðanna Helga eða Þórodds. Lif og fjör í Lax- dalshúsi Það verður að venju mikið um að vera í Laxdalshúsi á Akur- eyri um helgina. Um 20 listamenn frá Galleri Langbrók hefja þar hálfsmán- aðarsýningu á laugardag og sýna blönduð verk. Á laugar- dag verður einnig uppákoma þar sem 8 ára stúlka Nicole Vala Cariglia leikur á selló ásamt kennara sínum Oliver Kentish. Leikrænar uppákom- ur verða og Kristinn Örn Kristinsson leikur ragetime- tónlist fyrir matargesti á laug- ardagskvöld. Fleira verður á dagskrá, og borðljóðshöfund- ur er að þessu sinni Girðir Elíasson. Að sögn Arnar Inga sem rekur Laxdalshús hefur að- sókn verið geysilega góð, og er ljóst að fólk kann vel að meta þessa nýung í lista- og skemmtanalífi Akureyrar. Miðaldamenn á KEA Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði mun sjá um fjör- ið á dansleik á Hótel KEA annað kvöld. Matur verður framreiddur frá kl. 19 til 22 og á meðan gestir njóta Ijúffengs matar leika þeir Gunnar Gunnarsson og Edward Fred- riksen létta tónlist, en það gera þeir reyndar ötl kvöld. Tískusýning í Sjallanum Tískusýningar njóta ávallt mikilla vinsælda, og um helg- ina verður tískusýningarfólk á ferðinni í Sjallanum með sýn- ingu á sumarlínunni frá versl- uninni Chaplin á Akureyri. Sýningarnar verða bæði í kvöld og annað kvöld kl. 23.00 bæði kvöldin. Ingimar Eydal og hljómsveit hans sjá um fjör- ið að öðru leiti í Sjallanum þessi kvöld af alkunnri snilld. KA-ÞOR Stórleihur 10. umferðar 1. deildar íslandsmótsins í knatt- spyrnu í hugum Akureyringa er án efa viðureign KA og Þórs sem háð verður á Akur- eyrarvelli á sunnudagskvöld kl. 20. Eins og jafnan fyrir viður- eignir þessara liða er eftir- vænting ríkjandi, enda eru þetta miklir hörkuleikir þar sem ekkert er gefið eftir en barist af fullum krafti til síð- ustu mínútu. KA-menn eiga harma að hefna, þeir töpuðu 1:2 fyrir Þór í fyrri leik liðanna sem var i 1. umferð mótsins. Síðan þá hefur gengi liðanna verið upp og ofan, bæði liðin hafa sýnt ágæta leiki en ekki uppskorið í samræmi við það. Hins vegar hafa liðin dottið niður þess á milli og þá tapað illa. Hvað sem öllum vangavelt- um líður er óhætt að bóka hörkuieik á sunnudagskvöldið og væntanlega verður meira fjör á áhorfendapöllunum en í undanförnum leikjum liðanna. /////<; j Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.