Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 9. júlí 1984 77. tölublað „Vissulega áhyggjuefni" - segir Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri á Ólafsfirði um „fólksflótta" þaðan Samkvæmt nýjustu upplýsing- iini hafa 46 flutt búferlum frá Ólafsfirði síðan 1. desember til dagsins í dag, en á sama tíma hafa 14 flutt til bæjarins. Þar með hafa fengist staðfestar þær sögusagnir sem hafa verið í gangi að undanförnu um „fólksflótta" frá Olafsfirði. „Þetta er vissulega áhyggju- efni," sagði Valtýr Sigurbjarnar- son bæjarstjóri í Ólafsfirði í sam- tali við Dag. „Að sjálfsögðu eru það atvinnumálin sem spila hér inn í, hér var mikið atvinnuleysi sl. vetur og hugsanlegt er að fólk óttist að slíkt gerist aftur næsta vetur." - Valtýr sagði að ekki væri til haldbær lausn á atvinnumálunum sem hægt væri að hrista fram úr erminni fyrirvaralaust. „Ef til væri á þessu haldbær lausn þá væri fólk ekki að flytja héðan," sagði hann. - Segja má að útgerð og fisk- vinnsla sé það sem allt snýst um í Ólafsfirði. Þar hafa bæjaryfir- völd iðngarða, og sam- kvæmt upplýsingum Valtýs Sig- urbjarnarson bæjarstjóra er þeg- ar ákveðið að tvö fyrirtæki fari þar inn og ekki ósennilegt að iðn- garðarnir verði fullsetnir áður en langt um líður. Háskólakennsla á Akureyri: Málið er í athugun - segir mennta- málaráðherra „Málið er til athugunar hér í ráðuneytinu, meira get ég ekki sagt. Það er ekkert komið ákveðið sem ég get sagt á þessu stigi málsins," sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra er Dagur spurði hana hvort einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar varðandi hákskólakennslu á Akureyri. Ragnhildur var spurð hvort menn gerðu sér einhverjar vonir um að kennsla hæfist hér næsta vetur. Hún vildi ekki svara því ákveðið, sagði að málið væri flókið og margt sem spilaði inn í. Sagði Ragnhildur að í fjárveit- ingu fyrir þetta ár væri ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum í þessu máli. Haft var samband við Guð- mund Magnússon háskólarekt- or, sem sæti átti í nefndinni. Vildi hann ekkert láta eftir sér hafa um innihald skýrslunnar sem nefndin afhenti ráðherra. Hann gaf þó þær upplýsingar að þeir hefðu lagt til að kennsla hæfist ekki síð- ar en 1986. En einnig hefðu þeir lagt til að einhver námskeið yrðu haldin fyrr, og þá jafnvel næsta vetur. Af svörum ráðherra má hins vegar draga þá ályktun að málið sé svo stutt á veg komið að ekk- ert verði aðhafst á þessu ári. HJS Það var mikið um að vera á Akureyrarflugvelli í gaer, þegar Flugskóli Akureyrar stóð fyrir lendingakeppni. Þeir voru 15 sem kepptu. Sigurvegari varð Húnn Snædal á TF-LEO, í öðru sæti Baldvin Birgisson á TF-ELS og í þriðja sæti varð Kristján Víkingsson, sem var á TF-LEO. Mynd: KGA Gúmmívinnslan: Endur- vinnsla á nylon- netum Nú er unnið að því hjá Gúmmí- vinnslunni hf. á Akureyri að taka upp endurvinnslu á nylonnetum og trollum, en nokk- ur hundruð tonn af þessum vörum falla árlega til hér á landi. Er gert ráð fyrir að vinna úr þessum vörum hráefni sem síðar yrði hægt að nota í aðra framleiðslu. Þetta kom fram á aðalfundi Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, en félagið er 10% eignaraðili í Gúmmívinnsunni. Fyrirhugað er að framleiðsla á vörum úr gúmmísalla og gömlum hjólbörð- um hefjist um næstu áramót, en nú standa yfir rannsóknir og til- raunir með gúmmíbobbinga framleiddum á þennan hátt. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að Gúmmívinnslan muni framleiða gúmmívörur til útflutnings í sam- starfi við sænska fyrirtækið JLP Products, sem er meðeignaraðili í Gúmmívinnslunni. Gúmmívinnslan hóf formlega starfsemi í janúar s.l. með sóln- ingu á hjólbörðum fyrir stærri bifreiðir og hefur starfsemin gengið mjög vel það sem af er. HS Róleg helgi Að sögn varðstjóra lögregl- unnar í morgun var helgin með rólegra moli. Umferð gekk í alla staði mjög vel fyrir sig en var þó nokkur. Engin umferðaróhöpp urðu, hins vegar voru þó nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur. Þá voru 3 teknir fyrir ölvun við akstur. en það er að sögn varðstjóra vanaleg tala yfir helgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.