Dagur - 09.07.1984, Side 2

Dagur - 09.07.1984, Side 2
2 - DAGUR - 9. júlí 1984 Hefur þú fylgst með álversumræðunni? Steinunn Klsa Níclsdóttir: Já og ég er nú heldur á móti þessum l'yrirhuguöu fram- kvæmdum. Svava Svavarsdóttir: Nei, þaö hef ég ekki gert. Ég nenni ekki að hlusta á kolvit- lausa karla rífast eins og hjána. Ilelgi Ómar Pálsson: Já og ég vil láta athuga þann möguleika vel aö fá álver. Inga Huld Pálsdóttir: Nei, ég hef ekkert vit á þessu. Benedikt Benediktsson: Nei, ég hef ekkert kynnt mér þetta. Viðtal „Erfitt að gera öllum til hæfis“ Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson útibússtjóri KEA á Dalvík tekinn tali I dag er mættur til viðtals Rögnvaldur Skíöi Friöbjörns- son en hann er útibússtjóri KEA á Dalvík hefur gegnt starfínu frá því 1. maí sl. Rögn- valdur er þó ekki nýr í starfí hjá KEA, hann hefur verið viðloðandi starfsemina frá því 1971 og alltal' líkað vel að sögn. En við byrjum á að rekja ferilinn og hvernig hann fíkr- aði sig upp í útibússtjórastöð- una. „Ég er fæddur á Hóli í Svarfað- ardal og var í Húsabakkaskóla til aö byrja meö, síðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar og þá lá beint við að fara í Sam- vinnuskólann. Þar var ég frá 1969-1971 og kom þá til Dalvík- ur og hóf störf hjá Kaupfélaginu við bókhald o.fl. Ári síðar tók ég við starfi skrifstofustjóra og gegndi því það til ég varð útibús- stjóri. - Er annað að vera útibús- stjóri en skrifstofustjóri? „Já, nýja starfið snýst um dag- lega stjórnun, eftirlit með öllu innan fyrirtækisins, að hafa frum- kvæði og sjá um fjármál og þcss háttar. Þetta kaupfélag er nokk- uð stórt, það er vel yfir meðaltali kaupfélaga í landinu og þetta er því umsvifamikið starf og í nógu að snúast." - Og hvcrnig er? „Þctta er ágætt, erfitt en spennandi. Það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis, en ég held það hafi tckist þokkalega.“ - Ykkur semst vel, þér og Dal- víkinni? „Þaö’ veröur ekki annað sagt, mér líkar mjög vel og vil hvergi annars staðar vera, það er hvergi betra að vera, stutt að fara í svcitina og cinnig til Akureyrar og þaö tel ég mikinn kost. Konan mín, Guöríöur Ólafsdóttir er frá Borgarfirði eystra og ég held að hún sé á sömu skoðun og ég, að inu! Við getum sagt það þar til Dalvík sé besti staðurinn á land- annað kemur í ljós.“ Rögnvaldur Skíöi Friðbjörnsson. - Hefur útibússtjórinn tíma til að sinna öðru en starfinu? „Það er alltaf hægt að finna sér tíma. Aðaláhugamálið hjá mér er ljósmyndun. Ég tek töluvert mik- ið af myndum, bæði fyrir sjálfan mig og svo á ég að heita ljós- myndari blaðsins Norðurslóðar sem gefið er út á Dalvík. Ég tek allar myndir í það og ef einhverj- ar uppákomur verða á milli þá er ég kallaður til. T.d. hef ég tekið töluvert af myndum fyrir leikfé- lagið og fleira í þeim dúr. Jú, ætli þú megir ekki segja að ég sé hirð- ljósmyndari á Dalvík.“ Sfðan er ég áhugamaður um tónlist, en spila lítið sjálfur á hljóðfæri. Ég er formaður tónlist- arskólans og við höfum verið að byggja hann upp á undanförnum árum, en hann var í dálítilli lægð og árangur af því starfi hefur skil- að sér. Við höfum fengið Eng- lendinga til að kenna og það er mikil gróska í þessu hjá okkur núna. - Hvað með félagsmálin? „Ég veit ekki hvort ég eigi að telja það upp, það er alltaf tíma- bundið starf. Eitthvað hef ég starfað með Lionsklúbbnum og einnig Rauða krossinum.“ - Stutt í sveitina sagðirðu áðan, ferðu oft þangað? „Já, já, maður skreppur nokk- uð oft. Bróðir minn býr núna á Hóli og það er ágætt að skjótast í heimsókn og sníkja kaffi. - Svona rétt í lokin. Hvað ertu að gera á Akureyri? „Ég er starfsfulltrúi KEA, en starfsfólk utan Akureyrar er í fé- lagsskap og ég kem hingað á fund sem fulltrúi Dalvíkinga. Þessi staða er hugsuð þannig, að ég er tengiliður starfsfólksins og Kaup- félagsins og á að koma óskum þess á framfæri. Þetta hefur verið kallað atvinnulýðræði." mþþ Af hverju fá knattspyrnumenn á Akureyri ekki stuðning fjöl- margra áhorfenda þegar þeir leika á svokölluðum heimavelli? Ekki veit ég það, en finnst furðulegt að fylgjast með nei- kvæðum viðbrögðum á áhorf- endapöllunum þegar KA og Þór „Mottóið“ aft taka sem flesta? Inga hringdi og vildi koma á framfæri smáathugasemd um hraðamælingar lögreglunnar. Sagði hún að margir væru teknir fyrir of hraðan akstur á Drottn- ingarbraut og á Hlíðarbraut og væri allt gott um það að segja, sjálfsagt væru blessaðir mennirn- ir að vinna fyrir kaupinu sínu þar. En er það „mottóið" hjá lög- reglunni að taka sem flesta, en ekki að gæta öryggis fólks? Væri ekki nær að þeir tækju sig til og væru með hraðamælingar í Norð- urgötu og á fleiri þröngum götum þar sem hætta er enn meiri. Þó keyrt sé nokkuð greitt á Drottn- ingar- og Hlíðarbraut er útsýni þar ágætt og því augljóslega minni hætta en í þröngum götum þar sem æði oft er keyrt ansi greitt. eru að leika. Hundruð Akureyr- inga sem halda með liðinu sem er að spila heimaleik sitja eins og steingerfingar og svo kemur yfir- leitt fámennur hópur sem heldur með aðkomuliðinu og hefur hátt. Útkoman segir líka sitt. KA er með 9 stig, og hefur fengið 5 af þessum stigum á heimavelli í jafnmörgum leikjum en 4 stig á útivöllum í fjórum leikjum. Þór er með 10 stig, og eru 6 þeirra fengin á útivöllum. Þessar tölur segja meira en mörg orð og ættu knattspyrnuáhugamenn á Akur- eyri að horfa vel á þessar tölur og hugsa síðan málið. Knattspyrnuáhugamaður. „Hórufáni“ Vegfarandi hringdi: Á laugardagsmorguninn kl. 7.30 hjólaði ég fram hjá fína hita- veituhúsinu við Þórunnarstræti og þar blaktir í fulla stöng ís- lenskur og danskur fáni og ég hugsaði með mér, mikið hefur runnið af heitu vatni til sjávar í nótt fyrst fánarnir gleymdust uppi alla nóttina. Mér finnst svona heldur leiðinlegt að sjá þetta á opinberum byggingum og þetta eru kallaðir hórufánar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.