Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 3
9.júlí 1984- DAGUR - 3 „Lifum þetta af með von um betri tíð“ - rætt við Erlend Jónsson og Kristinn Gylfason vélstjóra á togaranum Ólafi Bekk Þegar Dagsmenn voru á ferð í Ólafslírði á dögunum var verið að landa úr togaranum Ólafí Bekk sem þá var nýkominn úr veiðiferð. Eftir að hafa klöngr- ast um borð í togarann rák- umst við á tvo skipverja, nánar tiltekið þá Erlend Jónsson og Kristinn Gylfason en þeir eru báðir vélstjórar um borð. „Þetta hefur gengið svona þokkalega hjá okkur að undan- förnu, ekki meira en það“ sögðu þeir er við spurðum þá um afla- brögð. Það hafa komið 2-3 sæmi- legir túrar en annars hefur þetta verið slakt frá áramótum og svo vorum við í slipp allan maímán- uð. Við erum búnir að fá um 1000 tonn af um 2200 heildar- kvóta og ætli þorskur sé ekki 75- 80% af því sem við höfum fengið. Það hefur háð okkur mik- ið að þeir hafa verið grimmir við að loka svæðum úti fyrir Norður- landi á árinu strax og eitthvað hefur fengist." - Hvernig er afkoman?. „Við látum okkur hafa þetta, og lifum það af með von um betri tíð. Það er nú að renna upp besti tími ársins í júlí og ágúst og við verðum að vera vongóðir. Ann- ars er þetta allt á niðurleið. Áður fyrr brugðust ekki túrar en nú koma algjörlega dauðir túrar inn á milli og ef eitthvað fæst þá eru þeir komnir og loka þeim svæð- um þar sem eitthvað er að hafa“ sögðu þeir Erlendur og Kristinn að lokum. gk-. Nýkomnar silungastangir Lengdir 5, 6, 7, 8 og 9 fet. Verð frá kr. 210 - 660 Stangasett - Verð 365 kr. Loksins eru bussurnar og vödlurnar margeftirspurðu komnar Verð 1.800 og 1.060 kr. Fisléttar kaky derhúfur ve,»i9Sk, Opið á laugardögum 10-12. Eyfjörð Hjatteyrargötu 4 ■ sími 22Z75 Ásbyrgi: Unnið að byggingu þjónustumiðstöðvar „Því miður er þetta nú aðal- lega á pappírnum ennþá, en það er fyrirhugað að byggja upp alhliða þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk í Ásbyrgi. Hún mun rísa framarlega í Byrginu og þar verða einnig boðið upp á góð tjaldstæði , en við það ætti álagið innst í Byrginu að minnka. Það hefur verið mjög mikið og sú ákvörðun var tekin að loka tjaldstæðum alveg innst í Byrginu því það var orð- ið eitt moldarflag, gróðurinn er mjög viðkvæmur og þoldi ekki allan þann fjölda er þang- að sótti,“ sagði Þóroddur Þór- oddsson formaður Gljúfra- nefndar en hún fjallar m.a. um málefni Ásbyrgis í Keldu- hverfí, er hann var spurður um væntanlega þjónustumiðstöð er rísa á við þjóðgarðinn. „Nú þegar er búið að gera fok- helt snyrtihús þar sem aðstaða er til að fara í sturtu og einnig eru þar handlaugar og í framtíðinni á að vera þar eldunaraðstaða. Þegar er búið að skrifa undir samning við verktaka og áætlað er að næsta vor verði þetta komið í gagnið. í sumar verður vatnssal- erni og handlaugar opnartil bráða- birgða. Síðan er búið að steypa plötu þar sem fyrirhugað er að rísi upplýsingamiðstöð og þar á að vera aðstaða til að taka á móti stórum ferðahópum og gefa upp- lýsingar um svæðið í kring, þetta er hugsað sem einhvers konar fræðslustofa. Þegar þetta verður komið í gagnið munu ferða- mannahópar fremur gista hér en inni í Vesturdal, þar sem þeir gista nú. Vesturdalurinn hefur orðið nokkuð illa úti á síðustu árum vegna ágangs sauðfjár, sem hefur farið illa með birki og víðir, en það hefur komið til tals að girða af svæði þarna. í fyrrasumar var plantað skjól- belti þar sem nýja tjaldstæðið á að rísa og það var einnig gert í vor og sýnist mér sem það hafi tekist vel. Þegar fram líða stundir hafa myndast þarna lítil rjóður sem fólic getur tjaldað í.“ mþþ. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Aöaiskoöun bifreiða á Akureyri, Dalvík og Eyjafj- aröarsýslu er lokiö. Þær bifreiðar sem enn eru óskoöaöar veröa án frekari fyrirvara teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst og eigendur látnir sæta sektun samkvæmt umferöarlögum. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu, 3. júlí 1984.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.