Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-9.JÚIÍ1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGDARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍSFREYJARÖGNVALDSDÓTTIR.HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ný þjóðhagsspá í endurskoðari þjóðhagsspá koma fram markverðar breytingar frá því sem áður hafði verið áætlað. Hin helsta er sú að þjóðarfram- leiðsla dregst minna saman en spáð hafði verið í ársbyrjun, eða um 1V2% í staðinn fyrir 4%. Þessi breyting er aðallega til komin vegna rýmkunar á aflakvótanum og aukning- ar loðnuveiði, en einnig út af því að eftirspurn í landinu, og þar með umsvif, er meiri en reiknað var með í ársbyrjun. Það er athyglisvert, en kemur þó engan veginn á óvart, hve aflabrögð til sjávar hafa gífurleg áhrif á hagstærðir. Þetta sýnir enn og aftur, svart á hvítu, hve íslendingum er mikil nauðsyn að efla aðrar atvinnugreinar en þær sem tengjast svo mjög nátúrufarslegum sveiflum, eins og á sér stað í sjávarútvegin- um. Eftir sem áður hlýtur sjávarútvegurinn þó að verða meginundirstaða efnahagslífsins á Islandi. Önnur athyglisverð niðurstaða þjóðhags- spár er sú að útgjaldaþróunin hefur orðið þannig að samdráttur verður lítill sem enginn. Samdráttur í einkaneyslu virðist lítill ef nokkur og endurskoðun á fjárfestingarhorf- um bendir til lítilsháttar aukningar í stað fyrri spár um nokkurn samdrátt. í kjölfar þessa er innflutningur mun meiri en reiknað var með, sem veldur auknum viðskiptahalla, en hann nemur allt að 4% af þjóðarframleiðslu saman- borið við 1-2% í fyrri spá. Hrakspár Alþýðu- bandalagsins um stórkostlegan samdrátt vegna minni kaupmáttar hafa því ekki staðist. Aðrar helstu niðurstöður nýrrar þjóð- hagsspár eru þær að hagur iðnaðar og ýmissa greina annarra en sjávarútvegs virðist með besta móti og sér þess stað í áformum um framkvæmdir og ný fyrirtæki. Atvinnuástand helst svipað og ekki virðast horfur á miklum breytingum í þeim efnum. Spáð er 13-14% verðhækkunum á árinu og að verðbólguhraði um næstu áramót verði um 10% að óbreyttum kjarasamningum og gengisstefnu. Kaupmátt- ur ráðstöfunartekna er talinn verða svipaður og á síðasta ársfjórðungi 1983, en 5-6% lakari en að meðaltali það ár. Erlendar lántökur verða afar miklar á árinu og skuldir erlendis lækka ekki í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Af þessu öllu má sjá að enn er talsvert í land svo viðunandi staða náist í efnahagslíf- inu. Launahækkanir umfram gerða kjara- samninga myndu valda aukinni verðbólgu og meiri viðskiptahalla. Hjá því verður að komast. Hins vegar er ekki við því að búast að lægstu laun geti haldist óbreytt. Útlit er fyrir að botni hafi verið náð í hagsveiflunni og fyrstir til að njóta góðs af hljóta að verða þeir sem hafa farið verst út úr aðgerðum stjórn- valda, þeir sem hafa lægstu launin og búa sumir við fátækt. Að sjá valkosti Bernharö Steingrímsson skrifar í DAG 27. júní um starfsemi and- stæðinga álverksmiðju við Eyja- fjörð og reynir að sýna fram á að tillögur um aðrar leiðir séu með öllu óraunhæfar. Þessi grein er nánast hughreystandi. Bernharð gerir sig svo algerlega að fífli með skrifum sínum. Samt langar mig að svara þessu með því að fjalla lítillega um þær leiðir sem Bernharð telur svo ó- raunhæfar þ.e. meiri matvæla- framleiðsu, fiskirækt, Iífefnaiðn- að og rafeindaiðnað. Varðandi matvælafrarhleiðslu er það ekki að öllu leyti rétt að ís- lenskar kjötvörur séu ekki sam- keppnishæfar á erlendum mörk- uðum. Það þarf hins vegar að „hanna" framleiðsluna miðað við markaðinn og tryggja nægilegt magn. Og þetta með magnið hef- ur merkilegt nokk verið erfiðast. Við höfum aðgang að mjög góðu hráefni til margs konar mat- vælaframleiðslu. Okkur vantar hins vegar hugmyndaauðgi og kjark til að nota það. Allar hug- myndir eru þess virði að gefa þeim gaum. Hvernig væri til dæmis að sjóða niður marhnúta? Ástæðan fyrir því að ekki er meiri fiskigengd í ár hér í ná- grenninu er sú að þær eru dragár og þess vegna tiltölulega kaldar. Ef þessi skoðun Bernharðs um kalda sjóinn fyrir Norðurlandi er almenn meðal álverssinna er e.t.v. þekkingarskortur á um- hverfinu ástæðan fyrir þeirra kæruleysislegu afstöðu. En fiski- rækt er alls ekki fráleit hér um slóðir. Jarðhiti er víða þó ekki þyki vænlegt að virkja hann fyrir Hitaveitu Akureyrar. En hver veit nema það gæti orðið hag- kvæmt að leggja stofn frá Reykj- um í Fnjóskadal ef stór notandi á borð við fiskeldisstöð komi til skjalanna. Og svo um lífefnaiðnað: Bern- harð telur að of dýrt sé að hirða slóg. Ég held hins vegar að það kosti fyrst og fremst aukabúnað um borð í togarana. Til þess að sá búnaður sé hagkvæmur fyrir útgerðina verður að sjálfsögðu að greiða fyrir slógið. Þar með færa skipin meiri verðmæti að landi og ekki mun af veita. Annars er athyglísvert að skipa- smíðastöðvar virðast Iítið hafa reynt að laga sig að breyttum "að- stæðum. Þó hefur núverandi staða blasað við síðan haustið 1980 þegar loðnuveiðar voru bannaðar. Mér hefðu þótt eðlileg við- brögð að skipasmíðastöðvar hefðu reynt að þróa tækni til að nýta slóg, lifur og fleiri verðmæti úr fiski um borð í veiðiskipum. Forstjóri Slippstöðvarinnar hefði e.t.v. átt að hugsa meira um sitt eigið fyrirtæki og minna um álver og þá væri e.t.v. útlitið bjartara á þeim bæ. Rafeindaiðnaður er ekki endi- lega stóriðnaður sem framleiðir fyrir heimsmarkað. sérkenni þessa iðnaðar er að tiltölulega fáar einingar eru framleiddar í lotu. Þá er um að ræða sérhæfð tæki s.s. rafeindavogir fyrir frysti- hús svo dæmi sé tekið. Þróunin verður þannig stór þáttur og þar nýtist hátt menntunarstig hér- lendis vel. En þessi iðnaður þarf sína aðstöðu og sitt fjármagn þó svo að stofnkostnaður fyrir hvert starf sé lágur. Hins vegar er ekkert fáránlegt að hugsa sér að framleiða t.d. sjónvörp fyrir Evrópumarkað. Það dæmi gæti gengið upp vegna þess að það kostar sennilega ca. þrisvar sinnum meira að flytja ósamansett sjónvörp en samsett frá Japan til Vesturlanda. Þá má spyrja hvort ekki geti verið hag- kvæmt fyrir japanska framleið- endur að semja við íslenskt fyrir- tæki um að setja saman þeirra tæki sem eiga að fara á Evrópu- markað. íslendingar fengju sent ósamsett skerma, myndlampa og annað sem framleitt yrði í Japan en kassinn yrði smíðaður hér og tækin sett saman. Þessi hugmynd er ekki fáránlegri en svo að Raf- tækjaverksmiðjan Hafnarfirði setur saman eldhússviftur fyrir japanskt fyrirtæki til sölu á Evrópumarkaði. Hér hef ég fyrst og fremst sleg- ið fram hugmyndum um hvað hægt væri að gera. Það skal tekið fram að ég hef ekki rannsakað neinn þessara kosta sem ég hef nefnt. En til þess að finna leiðir verður að leita. Og það er talið gott ef ein hugmynd af hverjum hundrað er nothæf. Ég vil þess vegna hvetja alla til að skrifa niður hugmyndir sem þeir fá um hvað væri hægt að framleiða hér á Akureyri eða nágrenni. Og e.t.v er hægt að koma upp hug- myndabanka sem gæti orðið at- vinnulífi hér til framdráttar og myndi þannig minnka hættuna á slysi. Þessi grein er skrifuð sem svar við grein Brenharðs Steingríms- sonar það er e.t.v. ekki ástæða til að hoppa hátt þó einhver ausi úr andlegum forarvilpum sínum í blöð. Hins vegar finnst mér ekki að við sem ekki viljum fá álver hér við Eyjáfjörð þurfum að skammast okkar fyrir okkar af- stöðu. Það er rétt að okkar af- staða byggist m.a. á tilfinningum. En tilfinningar eru undirrót hug- sjóna og án hugsjóna er lífið einskis virði. En okkar afstaða byggist einnig á yfirvegun. Það er rangt að álver sé forsenda þess að hér geti þróast þróttmikið at- vinnulíf. Það er því kjaftæði að það að vilja fara aðrar leiðir sé að „leggja blóm á leiði eyfirsks at- vinnulífs." Hér er einfaldlega verið að takast á um stefnu í at- vinnumálum. Og ég spyr: Hvað ef rannsókn á hagkvæmni og áhrifum álvers gefur neikvæða niðurstöðu? Að hverju geta menn þá hallað sér? Að mínu áliti er mun öruggara að íhuga marga kosti og smærri í sniðum. Á sumu verður hægt að byrja strax en á öðru seinna. Það mun líka leiða til jafnari og heilbrigð- arijþróunar en stóru stökkin. Alverksmiðja mun orsaka þenslu hér á svæðinu á sama hátt og Kröfluvirkjun og Hitaveitan á meðan þessi mannvirki voru í smíðum. Það atvinnuástand sem við nú þekkjum hér er að ein- hverju leiti bakslag eftir þessi ævintýri auk þess sem á sama tíma hafa fiskveiðar dregist veru- lega saman vegna ofveiði undan- farið. Þetta er vel þekkt fyrirbæri í hagfræði og kallast kreppa. En yfirleitt lýkur kreppum með því að fólk og fyrirtæki laga sig að breyttum aðstæðum. Og við erum að því. Sóknartakmarkanir í fiskveiðum skila sér tiltölulega fljótt í meiri afla sbr. loðnuna. Og það gerist áreiðanlega áður en óhætt er talið að segja af eða á um byggingu álvers. Og á þess- um tíma kemst mun betra jafn- vægi á atvinnulífið sem gefur síð- an möguleika á nýjum atvinnu- greinum auk þess sem rekstur þeirra gömlu batnar. Fyrst ég er að þessu á annað borð vil ég víkja lítillega að undirskriftasöfnunum sem nú eru í gangi. í reynd tel ég að þær segi lítið um reunverulegan vilja fólks. í dag hef ég tvisvar sinnum verið beðinn um að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu um álver. í bæði skiptin voru þar á ferð verkstjórar í sútunarverksmiðju Iðnaðardeildar Sambandsins og annar þeirra hellti sér yfir mig með óbótaskömmum þegar ég vildi ekki skrifa. Ekki finnst mér mikið að marka það sem út úr svona skrifum kemur. Og ekki finnst mér neinn sérstakur sómi að þeim atvinnurekendum sem gera út svona menn í sínum fyrir- tækjum. Oft hef ég verið sakaður um ofstæki þegar ég hef gert grein fyrir minni afstöðu í þessu máli. Fólk getur metið það hvort þær skoðanir sem ég hef sett fram hér séu ofstæki. Eða er það e.t.v. of- stæki að sjá aðeins eina leið. 28. júní 1984 Steinar Frímannsson verkfræðingur Strákarnir stóðu sig vel Dagana 21. til 23. maí sl. fór fram alþjóðleg reiðhjóla- og vélhjólakeppni í Budapest í Ungverjalandi á vegum P.R.I. - alþjóðasamtaka umferðar- ráða. Til leiks mættu þátttakendur frá 18 þjóðum í Evrópu og víð- ar með alls 62 keppendur. Fjórir íslenskir piltar voru þar á meðal. Haukur Hauksson og Sveinbjörn Jóhannesson frá Ak- ureyri kepptu á reiðhjólum, en á vélhjólum kepptu þeir Sigmund- ur Sæmundsson og Sævar Ólafs- son úr Reykajvík. Vélhjólapilt- arnir lentu í áttunda sæti en hjól- reiðamennirnir ungu urðu númer sjö. í képpni einstaklinga varð Haukur í fimmta sæti hjólreiða- keppninnar - fremstur Norður- landabúa, og er það mjög góður árangur. Undirbúning, þjálfun og farar- stjórn önnuðust þeir Bendt Ped- ersen lögregluþjónn frá Keflavík og Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri í umferðarfræðslu, en Vörður Traustason lögreglu- þjónn á Akureyri veitti ómetan- lega aðstoð við þjálfun Akureyr- arpiltanna. Budapestfarar 1984. Frá vinstri: Guðmundur og Bendt sem önnuðust farar- stjórn og þjálfun, Reykvíkingarnir Sævar og Sigmundur sem kepptu á vél- hjólum, og Sveinbjörn og Haukur frá Akureyri, keppendur á reiðhjólum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.