Dagur


Dagur - 09.07.1984, Qupperneq 5

Dagur - 09.07.1984, Qupperneq 5
9. júlí 1984 - DAGUR - 5 Þarna sjáum við hluta af þrautabrautinni. Það er hangið í dekkjunum, troðist í gegnum þau og ýmsar hundakúnstir gcrðar. Myndir: HJS. Hver vill - Einherjar frá ísafirði bjóða upp á bláberjasúpu á skátamóti aldarinnar í Leyningshólum Um helgina var haldið heljar- innar skátamót í Leyningshól- um sem bar nafnið „Bleika stjarnan í norðri.“ Er þetta svokallað fjórðungsmót. Á staðnum voru um 250 almennir þátttakendur, 40 starfsmenn, 50 manns í fjölskyldubúðum og 40 skátar sem komu í heim- sókn frá Blönduósi. Þarna voru því alls um 380 manns. Tíðindamenn Dags litu í heim- sókn til skátanna á laugardaginn, en þá var heimsóknardagur. Margt var um manninn þegar heimsóknargestir fóru að streyma að. Eins og nafnið ber með sér var litur mótsins bleikur og var því reynt að hafa sem flest í bleikum lit. Bleik skilti voru víða uppi og voru skátar frá Þórshöfn með brandara á bleikum skiltum. Einn var svóna: „Hvað komast margir fílar inn í símaklefa?" Svar: „Það fer eftir því hvað hann er stór.“ (Hér á að hlæja). Veðrið var ekki eins og best varð á kosið og eins og móts- stjórn var búin að lofa. A föstu- daginn rigndi mikið, en það þykir skátum víst bara ævintýra- legt. Það var ágætis aðstaða til að þurrka föt og annað sem vildi blotna, svo þetta var allt í sóman- um. Tekið var smá úrtak á svæð- inu og spurt hvort það væri gam- an og allt í lagi með veðrið.“ Mótsstjórar voru Guðný Eydal og Ingibjörg Arnarsdóttir, gamlir og grónir skátar frá Akureyri. Drógu þær undirritaða um allt svæðið og sýndu hvað upp á var boðið. Þarna var þrautabraut, þar sem fólk átti að troðast í gegnum dekk og undir kaðla. Mjög uppbyggilegt. Niður í ein- hverju dalverpinu, þ.e. á milli hóla, var rennibraut. Blaðasnáp- ur hélt í fávisku sinni að það væri rennibraut eins og á leikvöllum. En svo var ekki. Það voru reistir staurar með hæfilega löngu milli- bili. Kaðall strengdur á milli, neta- dræsa hengd í hvar aumur skáti var settur í og látinn húrra dá- góðan spöl. Nú, þarna var vatna- safarí. Þar gengu menn á köðlum, eða héngu, og ef jafn- vægið brást var það ískalt vatnið sem tók við. Það var farið í „hike“-ferðir og fleira og fleira gert sér til dundurs. Á kvöldin var varðeldur og tívolí þar sem norsk spákona tjáði mönnum hvað framtíðin bæri í skauti sínu. Það var því allt í sómanum í Leyningshólum um helgina og allir undu glaðir við sitt. Eitt sinn skáti, stundum skáti. En hvar varstu Jón? HJS Tveir ábúðarfullir Einherjar frá ísafirði, þeir sömu og buðu upp á bláberja- súpuna. bláberjasúpu? Mótsstjóramir, Guðný og Inga bera Þetta var algeng sjón á þessu móti. Verið að þurrka skó og annað lauslegt. saman bækur sínar. m í KAUPANGI Kynntu þér okkar fjölbreytta vöruval og tilboðsverðin Kjötvörur frá: Matarbrauð frá: SS - Síld og fiski - Kristjáni - KEA - Krútt. KEA - Kjöt og áleggi. Daglega nýir ávextir og úrvals kartöflur. K-tilboð og sértilboð vikunnar: Egg ............................... Stórar pizzur frá Pizzalandi ...... Litlar pizzur frá Pizzalandi ...... Bacon í sneiðum frá SS ............ Rækjur 250 og 500 gr............... Morgunmatur Ananda Granóla 300 gr. Morgunmatur Ananda Granóla 600 gr. Emmess skafís 2 lítra ............. Emmess heimilisklaki 1*2 í pakka .. Opið alla daga og öll kvöld til kl. föstudaga til kl. 19.00. kr. 87,00 kg kr. 131,60 stk. kr. 101,00 stk. kr. 216,00 stk. kr. 198,00 kg kr. 37,60 kg kr. 66,00 kg kr. 110,00 kg kr. 111,60 kg . 23.30 i'i ú K-verslun er kjarabót MATVÖRU BEEaaiILfR Kaupangi ■ Sími 21234 Næq nílastæði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.