Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-9. júlí 1984 9. júlí 1984 - DAGUR - 7 ::: Mjólkursamlag KEA 9 ® 9 Akureyri ■ Simi 96-21400 Bikarkeppni KSÍ: Dregið í 8-liða úrslit - KA gegn Þrótti og KR gegn Þór Á Iaugardag var dregið til 8- liða úrslita í bikarkeppni KSÍ og var sjónvarpað beint frá þeim viðburði. Nöfn 9 liða fóru í hattinn og mikil spenna var þegar miðarnir voru dregn- ir upp. Hér koma leikirnir í þeirri röð sem þeir fæddust. Völsungur - Fram UBK - ÍBV eða Akranes KA - Þróttur KR - Þór Einum leik er enn ólokið úr 16- liða úrslitum, leik ÍBV og Akur- nesinga, en 8-liða úrslitin verða leikinn dagana 17. - 19. júlí. „Ég hafði vonast eftir að fá heimaleik, en átti mér ekkert sérstakt óskalið til að mæta,“ sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs eftir að ljóst var að lið hans yrði að leika gegn KR í Reykja- vík í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar. „Þeir eru þó hvorki betri né verri mótherji en hver annar, við unnum þá í 1. deildinni 5:2 á útivelli en þetta verður erfiðara eins og úrslitin úr bikarleik þeirra gegn Keflavík gefa til kynna þar sem þeir sigruðu 5:1,“ sagði Þor- steinn að lokum. Gústaf Baldvinsson þjálfari KA var sáttur við sína mótherja, Þrótt á heimavelli. „Við höfum að vísu ekki verið of sterkir á heimavelli okkar, sem mér finnst undarlegt, völlurinn góður og margir áhorfendur að leikunum sem styðja okkur vel.“ Aðspurð- ur kvaðst Gústaf hafa óskað eftir nafni Þórs úr hattinum á eftir nafni KA þegar aðeins átti eftir að draga 3 nöfn upp. „Það hefði verið gaman að mæta þeim með fullskipað lið, en ef til vill fáum við tækifæri til þess síðar í keppn- inni.“ Þorsteinn Ólafsson. Gústaf Baldvinsson. Golf- kennsla Dagana 9. - 12. júlí mun hinn kunni golfkennari Þorvaldur Ás- geirsson segja mönnum til í golf- listinni á Jaðarsvelli. Hægt er að skrá sig til þátttöku í golf- klúbbnum. 1 I. deilc Staðan í 1. deild Íslandsmótsíns knatt- spyrnu er nú þessi eftir leiki helgurinnar. UBK - Þróttur 0:0 KR - Víkingur 0:3 Þór - KA 1:1 ÍBK - Valur 1:0 Fram - Akranes 0:1 Akranes 10 8 1 1 17:5 25 IBK 10 6 3 1 1 1:5 21 Víkingur 10 3 4 3 15:15 13 Þróttur 10 2 6 2 9 :8 12 Fram 10 3 2 5 11 :12 11 Þór 10 3 2 5 12 14 11 Valur 10 2 4 4 8:10 10 UBK 10 2 4 4 7 :9 10 KA 10 244 12:15 10 KR 10 2 4 4 8:16 10 i !. deilc Staðan í 2. deild Íslandsniótsins i knatt- spyrnu eftir leiki helgarinnar: VöLsungur - FH 1:1 IBI - KS 0:0 Tindastóll - UMFS 1:2 Einhcrji - ÍBV 1:2 UMFN - Víðir 0:1 FH 9 6 2 1 18:7 20 Völsungur 9 5 2 2 15:11 17 UMFS 9 4 2 3 14:9 14 Víðir 9 4 2 3 12:14 14 ÍBV 9 342 12:10 13 UMFN 9 4 14 8:7 13 KS 9 3 3 3 11:11 12 ÍBÍ 9 3 3 3 13:13 12 Tindastóll 9 2 1 6 10:20 7 Einherji 9 0 2 7 7: 18 2 1. d eild kvenna Ekkert var leikið hjá konunum um helgina og staðan því óbreytt. Þór 3 3 0 0 6: 0 9 KA 3 1 I 1 3: 2 4 Súlan '.3 10 2 I: 4 3 Höttur 3 0 12 1: 5 1 4 deild 1 D Stuðan d-riðli 4. deildar eftir leiki helgar- innar er þessi: Reyntr - Hvöt 2:0 Skytturnar - Svarfdælir 5:1 Reynir 5 4 1 0 18:3 13 Skytturnar 4 2 0 2 13:10 6 Svarfdælir 4 1 1 2 8:14 4 Geislinn 3 1 0 2 3:5 3 Hvöt 4 1 0 3 3:13 3 3. deild 1 3 Staðan í b-riðli 3. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar: Valur - HSÞ-b 1:3 Austri - Huginn l'restaö Leiftur - HSÞ-b 4:0 Magni - Valur 3:0 Leiftur 7 5 2 0 18:4 17 Magni 7 322 11:7 11 HSÞ-b 7 3 2 2 9:10 11 Þróttur N 6 2 3 1 12:9 9 Austri 6 2 3 I 8:7 9 Hugiiin 6 0 3 3 10:19 3 Valur 7 0 1 6 7:2 0 1 4. deild E Staðau i e-riðli 4. deildar eflir leiki liolgar- inoar er þessi: Árroðinu - Fskaii 3:2 Árroðinu - \askur 1:1 Ijörnes - Vorboðinn 7:0 1jörncs 5 4 0 1 14:2 12 Vaskui 5 . 1 1 12:8 10 Arroðinn 5 2 1 8:8 8 \ orboðinn 5 1 3 8:1: 4 Fskan 4 0 0 4 4:1. 0 Sagt eftir leikinn Njáll Eiðsson: „Það var svakalegt að þurfa að horfa á leikinn, en geta ekki ver- ið með. Síst af öllu hefði ég viljað missa af þessum leik,“ sagði Njáll Eiðsson fyrirliði KA, en hann var í leikbanni og gat því ekki leikið með. „Leikurinn gat farið á báða vegu. Þórsarar sterkari í síðari hálfleik, en Hafþór fékk tækifæri til að gera út um leikinn í upphafi fyrri hálfleiks.“ Meistaramot golfklubbanna Meistaramót golfklúbbanna víðsvegar um landið hefjast nú í vikunni. Hjá klúbbunum á Akureyri, Húsavík, Ólafsfirði og Sauðárkróki hefjast mótin á miðvikudag og keppni lýkur annaðhvort á laugardag eða sunnudag. Hjá öllum klúbbunum verða leiknar 72 holur og er leikið í karlaflokkum, kvennaflokki og unglingaflokki. Hjá klúbbnum á Akureyri sem er fjölmennastur þessara flokka verða að öllum líkindum 3-4 karlaflokkar, hugs- anlega 2 kvennaflokkar og ung- lingaflokkur. Árni Stefánsson: „Baráttuleikur sem við vorum klaufar að vinna ekki,“ sagði Árni Stefánsson, Þór. „Ég var al- veg rólegur þegar ég tók víta- spyrnuna og viss um að skora.“ Ásbjörn Björnsson: „Sendingin frá Steingrími var svo góð að ég þurfti ekki annað en nikka boltanum í netið,“ sagði Ásbjörn Björnsson. „Miðað við tækifærin er ég ánægður með úr- slit leiksins, þeir áttu opin færi, en það áttum við líka. Þá söknu- ðum við mjög Njáls í baráttunni um völdin á miðjunni. Bjarni Sveinbjörnsson: „Eg var alveg búinn í lokin,“ sagði Bjarni Sveinbjörnsson, maður leiksins. „Ég vildi fá víta- spyrnu í fyrri hálfleik ég missti jafnvægið þegar Þorvaldur Örlygs. þjarmaði að mér og ég held að það hafi átt að vera víti. Úrslitin voru kannski sanngjörn í lokin, þeir áttu sín færi og hefðu getað stolið sigri í lokin,“- sagði Bjarni að lokum. 2. deild KS 0:0 „Þetta var sannkallaður jafntefl- isleikur og nánast engin mark- tækifæri í leiknum," sagði Jakob Kárason fyrirliði KS eftir leikinn, en hann gat sjálfur ekki leikið með vegna meiðsla. Töluverður vindur var meðan á leiknum stóð, en leikmönnum liðanna tókst ekki að nýta sér hann í daufum leik og úrslitin sanngjörn. Þeir voru bestu menn sinna liða í gær. - Bjarni Sveinbjörnsson, sem hér er kominn í gott færi og Þorvaldur Jónsson markvörður KA sem bjargar vel. Mynd: KGA. Wembley stemmning í leik Þórs og KA Já þaö var sannarlega góð stemmning á vellinum í gær- kvöldi þegar Þór og KA leiddu saman hesta sína í síðari leik sínum í 1. deildarkeppninni. Knattspyrnumenn okkar sáu - þegar liðin skildu jöfn 1:1 Spennandi á Húsavík Á laugardag fór fram á Húsa- víkurvelli leikur toppliðanna í 2. deild heimamanna gegn Iiði FH. Leiknum lauk með jafn- tefli einu marki gegn einu eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn, ekkert mark verið skorað. „Leikurinn var fjörugur og vel leikinn af beggja hálfu. FH-liðið er langbesta liðið í deildinni sem við höfum leikið gegn,“ sagði Hafliði Jósteinsson eftir leikinn. FH-liðið tók völdin í sínar hend- ur í byrjun en síðan fóru Völs- ungar að koma betur inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn en ekki var mikið um marktækifæri í fyrri hálfleik. Helgi Helgason náði síðan forystu fyrir Völsung á 60. mín. með glæsilegu marki þar sem hann lék á 4 eða 5 FH-inga inni í teignum áður en hann skaut. Völsungar gerðu þá skyssu eftir markið að draga sig í vörn og FH-ingar náðu aftur undir- tökum í leiknum og þeir jöfnuðu skömmu síðar þegar Viðar Hall- dórsson skoraði eftir óbeina aukaspyrnu í vítateig Völsunga. Lokakafla leiksins sóttu heimamenn ákaft og áttu skalla í þverslá og tvívegis tókst FH-ing- um að bjarga á marklínu á loka- mínútum leiksins. Sigmundur Hreiðarsson átti mjög góðan leik í liði Völsunga, en Jón E. Ragn- arsson var bestur í liði FH. Um mótherja Völsungs í bikarkeppninni sem eru 1. deild- arlið Fram sagði Hafliði. „Ég tel möguleika okkar fyrir hendi. Við leikum oftast betur gegn liðum í 1. deild og eflumst þegar mót- herjinn er sterkur. Það eru nú 10 ár síðan við komumst síðaf í 4 liða úrslit bikarkeppninnar og víst væri gaman að endurtaka það nú,“ sagði Hafliði að lokum. Ekkert óvænt deild „Það kom mér mest á óvart hve auðveldur sigur okkar var. Eg veit ekki hvort við erum orðnir svona góðir eða mót- herjarnir aðeins átt slæman dag,“ sagði Jóhann Helgason eftir 4:0 sigur Leifturs gegn HSÞ-b á Ólafsfirði. Leikmenn HSÞ-b áttu aldrei möguleika í þessu uppgjöri tveggja efstu liða riðilsins. Hall- dór Guðmundsson og þjálfarinn Kristinn Björnsson skoruðu í fyrri hálfleik, en í þeim síðari bættu Róbert Gunnarsson og Stefán Jakobsson tveim mörkum við. Staða Leifturs er nú góð en eins og Jóhann sagði eru margir leikir enn eftir og leikurinn gegn Magna á Grenivík næsta þriðju- dagskvöld yrði örugglega erfiður. Leikmenn Magna unnu auð- veldan sigur gegn Val á Grenivík um helgina. Leiknum lauk með 3:0 sigri heimamanna, en að sögn Loga Einarssonar mark- varðar var sá sigur of lítill eftir gangi leiksins og 7-8 marka sigur ekki verið ósanngjarn. Hann sagði að þeir væru ákveðnir í að stöðva sigurgöngu Leifturs á þriðjudagskvöldið og vera með í baráttunni um efsta sætið í riðlin- um. Þriðja leiknum sem vera átti um helgina, leik Austra og Hug- ins var frestað til 18. júlí. 1720 áhotfendum fyrir góðri skemmtun í blíðskaparveðri. Strax í upphafi hófst mikil bar- átta en leikmönnum Þórs tókst þó að ná undirtökunum í leiknum og sóttu mun meira. Á 17. mín. átti Guðjón hörkuskot að marki KA af stuttu færi eftir undirbúning Bjarna Sveinbjörns- sonar en Þorvaldur varði glæsi- lega. En á 33. mín. náði KA óvænt forystunni í leiknum. Eftir þunga sókn Þórsara snéru þeir vörn í sókn, Steingrímur braust upp vinstri kantinn og gaf góða sendingu fyrir mark Þórs þar sem Ásbjörn kom á fullri ferð og skallaði knöttinn í netið, óverj- andi fyrir Þorstein markvörð. Undir lok fyrri hálfleiks kom fyr- ir umdeilt atvik er stjakað var við Bjarna innan vítateigs KA og vildu Þórsarar þar fá dæmda víta- spyrnu, en dómarinn var ekki á sama máli. Staðan í leikhléi því 1:0 KA í vil. Strax á 3. mín síðari hálfleiks komst Hafþór í gegnum vörn Þórs eftir góða sendingu frá Ás- birni, en skot hans hafnaði í slánni á marki Þórs. En Þórsarar sóttu ákaft og Þorvaldur hafði nóg að gera í marki KA og oft skall hurð nærri hælum. Markið hlaut að koma og á 13. mín. tókst Þórsurum loks að jafna metin. Bjarni brýst í gegnum vörn KA, komst inn í vítateiginn þar sem hann var felldur og vítaspyrna dæmd. Árni Stefánsson fram- kvæmdi vítaspyrnuna af öryggi og jafnaði 1:1. Sókn Þórsara hélt áfram og á 21 mín. átti Bjarni hörkuskot í þverslá KA marksins, boltinn skall niður á marklínuna en Er- lingi tókst að hreinsa frá. Síðustu 20 mín. leiksins voru æsispenn- andi, bæði liðin fengu góð tæki- færi til að tryggja sér sigur. Stefán Olafsson átti skot naumlega framhjá marki Þórs, en Bjarni Jónsson bjargaði á línu fyrir KA eftir hörkuskot Kristjáns. Leikurinn mjög opinn og bæði liðin léku til sigurs. Á lokamínútunum var skammt stórra högga á milli, fyrst fær Hafþór boltann fyrir opnu marki Þórs, en steig á knöttinn og féll við, Þórsarar geistust fram völl- inn og Óli Þór átti góðan skalla á mark KA úr dauðafæri en Þor- valdur varði og alveg í lokin átti Ásbjörn hörkuskot úr auka- spyrnu rétt fyrir utan vítateig sem Þorsteinn varði mjög vel. Þar með lauk þessum fjöruga leik með jafntefli. Þórsarar voru mun meira með boltann í leiknum og sköpuðu sér oft góð tækifæri, en KA-menn áttu einnig sín færi og hefu allt eins getað stolið sigri í lokin. Bjarni Sveinbjörnsson var maður þessa leiks, hann var sí- fellt ógnandi með hraða sínum og leikni auk þess sem hann er hörkuskytta. Varnarmennirnir Óskar Gunnarsson, Jónas Ró- bertsson og Nói Björnsson áttu einnig góðan dag sem og flestir leikmenn liðsins. Hjá KA var Þorvaldur mjög góður í markinu og bjargaði oft meistaralega. Er- lingur Kristjánsson var eins og klettur í vörninni og þeir Ásbjörn og Mark Duffield börðust vel á miðjunni. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn og verður ekki sakaður um smámunasemi því hann flautaði ekki mikið. Tvö vafasöm mörk - tryggðu UMFS sigur „Þessi úrslit voru vægast sagt ósanngjörn,“ sagði Árni Stef- ánsson, þjálfari og markvörður Tindastóls eftir leikinn. „Jafntefli hefði verið hægt að sætta sig við en ekki þetta. Fyrra mark þeirra kom úr rangstöðu, og síðara markið kom eftir hornspyrnu sem aldrei átti að dæma, boltinn fór aldrei aftur fyrir línu.“ Björn Sverrisson skoraði síðan mark fyrir Tindastól þannig að lokastaðan varð tvö mörk gegn einu UMFS í vil eftir marka- lausan fyrri hálfleik. KA gegn Keflavík á miðvikudagskvöld A miðvikudagskvöldið kl. 20.00 leikur KA gegn liði Kefl- víkinga á Akureyrarvelli í 1. deild. Keflvíkingar hafa komið á óvart með mjög góðri frammistöðu á íslandsmótinu til þessa og eru eina liðið sem hefur náð að fylgja Skaga- mönnum eftir í keppninni. Róðurinn verður eflaust þung- ur hjá KA, en þeir hafa þó oft komið á óvart og geta sigrað hvern sem er á góðum degi. Hinn baráttuglaði fyrirliði KA, Njáll Eiðsson verður laus úr leik- banni sínu og veitir örugglega ekki af krafti hans í baráttunni við Keflvíkinga sem ávallt hafa verið harðskeyttir og með leik- menn eins og Guðjón Guðjóns- son fyrrum fyrirliða KA innan- borðs. Það er því allt útlit fyrir hörkuleik á miðvikudagskvöldið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.