Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-9. júlí 1984 „Það má segja að hér sé lífið fiskur“ - spjallað við Snorra Finn- laugsson bæjar ritara á Daivík í Ráðhúsinu á Dalvík cru bæjarskrifstofurnar til húsa, þar hcfur bæjarritarinn Snorri Finnlaugsson aðsetur, sem hér vcrður tckinn í yfirhcyrslu. Snorri flutti í bæinn fyrir tæp- um 2 árum, cn sagðist rcyndar ciga ættir sínar að rckja fram í Svarfaðardal. Kn hvert skyldi starfssvið bæjarritara vera? Eg sé um skrifstofustjórn og daglega vörslu bæjarsjóðs, það eru sem sagt innheimta og útgjöld, ég innhcimti útsvar og þar fram eltir götunum. - Eru Dalvíkingar skilvísir? „Já, þeir eru það og það hefur larið frekar hatnandi en hitt, það þarf ekki að kvarta undan því. - Atvinnumálin? „Það má segja aö hér sé lífið fiskur og það sem er í kringum það. Auk fisksins cr hér sú þjón- usta sem er í kringum fólkið í hænum og svcitinni í kring og að sjálfsögöu verslun. Það hefur verið næg atvinna hér undanfarin ár, en því miður fór að halla und- an fæti i vetur vegna aflabrests og það eru ennþá nokkrir á atvinnu- leysisskrá. I. desember sl. voru I375 íbú- ar hér og aukningin á síðasta ári var 2,5'/f>, sem eru rúmu l% yfir landsmeðaltali, en ég held að það hafi dregið heldur úr aukningunni á þessu ári. Þetta er bæði aðflutt fólk og eins fæddust mörg börn hérna í fyrra." - Hverjar eru helstu fram- kvæmdir á vegum bæjarins í ár? „Það er margt á döfinni, en ætli stærsti tjðurinn í ár sé ekki bygging áhaldahúss, þar verður aðstaða fyrir slökkviliðið, lög- reglu og Rafmagnsveitu ríkisins. Áætlað er að húsið verði fokhelt á þessu ári og það tekur mest af því fé sem er til framkvæmda í ár. Annaö stórt mál er hafnar- framkvæmd upp á 10 millj., það er nýtt stálþil scm sett vcröur framan á bryggjuna og tekur rík- ið verulegan þátt í því. Við tökum þátt í hyggingu verka- mannabústaða ásamt ríkinu. 1 Þetta er 8 íbúða blokk sem áætl- að er að vyröi tilbúin um mitt ár 1985. Við crum ekki farnir að úthluta þessum íbúðum, en það hefur mikið verið spurt um þær. Við ætlum aö reyna að malbika eitthvað, það eru unt 3 götur, þar á meðal aðalgatan, sem á að setja yfir. Það verður líka gengið frá gangstéttum og bærinn fegraður eitthvað. Veriö er að skipta um lagnir hjá hitaveitunni, frá asbesti yfir í járn, það er framkvæmd uppá 2lk millj. Endurbætur á 2 húsum taka töluvert fjármagn. Annað er gamla læknishúsið sem á að brcyta í félagsmiöstöð og hitt er Víkurröst, sem er orðið mjög lélegt. Það var hafist handa við það í vetur og búið að gera það sem gera á í ár. í sumar á að mála Ráðhúsið að utan og innrétta hér í kjallaran- um fyrir bókasafn. Bókasafnið hefur verið í mjög slæmu hús- næði og þetta er bráðabirgðaúr- lausn, en ekki framtíðarhúsnæði. Það eru líka hafnar endurbætur á Dalbæ, elliheimilinu á staðnum. Það er verið að múra það og síðan verður það málað. Lionsklúbburinn ætlar að gefa málningu og vinnuna við að mála. Við ætlum að fara að byggja upp ferðamannaþjónustu, en við höfum orðið dálítið útund- an í þeim efnum. Létum útbúa nýtt tjaldstæði, þar var byggt snyrtihús, sem er mjög gott. Eins og sést af þessari upptaln- ingu eru töluvert miklar fram- kvæmdir og kannski meiri en fjárhagsstaðan leyfir, en við treystum dálítið á lánsfé. Það var alls staðar erfið fjárhagsstaða sveitafélaga á síðasta ári.“ - Er öflugt félagslíf í bænum? „Það er alveg ágætt, en það virðist helst há því að félögin eru mörg og kraftarnir dreifast því. En það eru öflug félög, t.d. skíðafélagið og hestamannafélag- ið, það er mikið af hestum hér í bæ. Nú, einnig er Slysavarnarfé- lagið með mikla starfsemi og skátarnir, svo eru 2 karlaklúbbar, Kiwanis og Lions, sem láta ýmis- legt gott af sér leiða. Ungmenna- félagið hefur verið í lægð en virð- ist þó vera eitthvað að lifna við. Við eigum núna einn besta skíðamann landsins, Daníel Hilmarsson. Bæjarfélagið ákvað í vor að styðja vel við bakið á honum, svo hann gæti haldið áfram að æfa og keppa með landsliðinu og veitti honum góð- an fjárstyrk. Við teljum það góða kynningu fyrir bæinn að eiga góð- an skíðamann." - Er framtíð Dalvíkur björt? „Ja, það hefur verið bjart og mikil uppbygging, en menn eru hræddir um að eitthvað fari að draga úr því núna. Það byggist allt á fiskinum og atvinnumálin standa því og falla eftir því hvernig veiðist. Það er enginn iðnaður hér, en við höfum verið að byrja núna með tilkomu Sæ- plast sem reyndar er ekki enn komið norður, en stendur von- andi allt til bóta, það fyrirtæki á framtíð fyrir sér. Við viljum endilega fá fjölbreyttara atvinnu- líf. Hér er rækjuverksmiðja sem við horfum bjartsýnisaugum á. Það hefur verið tregt með sölu á rækju, en við treystum á að það breytist. Ætli það megi ekki segja að menn séu heldur bjartsýnir hér á Dalvík. HJS. Snorri Finnlaugsson, bæjarritari á skrifstofu sinni. Mynd: HJS. Afmæliskveðja Granni minn Friðrik i Laugar- hvammi . varð sextugur þann 26. júní. Þessar línur eru til þess ritaðar að óska honum heilla og þakka hon- um ótal margar ánægjustundir þar licima og annars staðar. Við gaman- yrði og vísnagerð hcfur mörg stund- in liðið, Friðrik sjálfur ort marga hlýja vísu, nú og kannski eina og eina kcsknisvísu. Vini og frændur scm voru að fara í langferð á hcstum kvaddi hann með þessari vísu: Gledistundir gefast senn. gxtni jufnan sýnið. Njótid hestsins nýtir mcnn. notið lítið vínið. En hann er þó fyrst og fremst maður starfsins og þess að standa við skuld- bindingar sínar. Hann hefur byggt upp jörðina í Laugarhvammi, fimmtung föðurleifðar sinnar Steinsstaða í Tungusveit. Þau hjón- in Friðrik og Sigríður Magnúsdóttir bjuggu þar í fyrstu með kindur og kýr að hefðbundnum hætti, en þau komu sér upp gróðurhúsum, enda stundaði Friðrik garðyrkjunám áður en hann hóf búskap. Gróðurhúsin byggði Friðrik sjálfur högum höndum, lagði sömuleiðis í þau hitalagnir og nýtir þannig jarðhit- ann. Nú um langt skeið hafa þau hjónin nær eingöngu starfað að garðyrkju. Þau rækta gúrkur, rósir, nellikur, sumarblóm o.fl. Nágranni þeirra orti í gamni þegar Friðrik keypti smábát og renndi fyrir fisk sér til skemmtunar úti á Skagafirði: Gjarnan mega mannins völd merkja glæstar orður. Grafist því á gylltan skjöld gúrka. rós og sporður. J.G. Friðrik á mörg áhugamál og nær ýmsu að sinna þrátt fyrir erilsamt starf og gestanauð. Dálæti hans á trésmíðum nær aftur til bernsku hans þegar hann telgdi sér skák- menn og fleira smálegt, en nú hefur hann rennibekk og vélsagir og smíð- fríðustu gripi eða gerir við ar gamalt. Hann er hagur á tré og járn og orð: Glaður í æsku ég götuna leit þá ætti ég framtíðarhagsins. - Friðrik Ingólfsson Laugarhvammi Skagafirði Nú húmar að kvöldi en hamingjan veit um heiðríkju morgundagsins. F.l. Friðrik er einarður og segir skoðun sína hver sem á í hut. Það þekkja sveitungar hans. í honum býr eðli bóndans að rækta og hlúa að. Hann er vinmargur og vintraustur. Ekki heldur hann á loft vísum sínum, en ég vona mér fyrirgefist að hafa tekið hér traustataki nokkrar vísur. Eftir- farandi vísu skrifaði Friðrik í gesta- bók hjá vini sínum á Blönduósi: Innan veggja ylinn fann, unað hjá mér festir. Heim við sóttum heiðursmann Húnavökugestir. Hlýi tónninn hans heyrist jafnan > glöggt f vísum hans, en stundum er grunnt á galsanum eins þessi sýnir: Makinn hefur magnað stríð, mín er skjóli fokið. Á mér dynur alla tíð, innanbæjarrokið. En hann hefur ort sín alvöruljóð um konuna sína, þó þau kankist á. Kannski er fegursta ljóðið þeirra fagra heimili, grænn garður og grón- ir melarnir í kring. Þau hafa byggt þar frá grunni og eru stöðugt að fegra og skapa. Börn þeirra hafa erft vinnugleði foreldra sinna og leggja þeim lið beint eða óbeint. Þess sama njóta þau frá foreldrun- um. Það mun fátt dýrmætara en að eignast góða vini. Það vita þeir sem eignast hafa vináttu Friðriks í Laug- arhvammi. Ég ætla að ljúka þessum línum á vísu eftir vinkonu Friðriks á Akureyri: Blómum stráir brautu á, bestu vina sinna. Þér ég vildi þakkir tjá, þakkir fornra kynna. J.J. Skrifað í Steinsstaðabyggð 20. júní ’84 Heiðmar Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.