Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 9
9. júlí 1984 - DAGUR - 9 Okkur sem Eyjafjörð byggjum má vera Ijós sá vandi sem við okkur blasir í atvinnumálum. Nú gætir samdráttar og fólksflótta í þessu gjöfula byggðarlagi. Við svo búið má ekki standa, engu tækifæri til fjölgunar starfa megum við kasta frá okkur í bráðræði og án gaumgæfilegrar athug- unar. Hingað til hafa landbúnaður, sjávarútveg- ur, iðnaður og þjónusta ýmiss konar myndað burðarás atvinnulífs í þessu héraði. Leggja verður höfuðáherslu á að tryggja vöxt þessara atvinnuvega. Óvíst er þó, að þeir geti tekið við þeirri fólksfjölgun sem æskileg verður að teljast eigi byggðir Eyjafjarðar að mynda nauðsynlegt mótvægi við þéttbýlið á Suðvesturlandi. í tilefni þeirrar umræðu sem nú á sér stað um staðsetningu nýs álvers á íslandi teljum við undir- ritaðir Ijóst, að tilkoma nýrrar stóriðju á Reykja- nesi geti hrundið af stað verulegum fólksflótta frá landsbyggðinni. Það mun hafa í för með sér röskun á menningu og efnahag þjóðarinnar. Því skorum við á íbúa Eyjafjarðar að sýna sam- stöðu og skrifa undir eftirfarandi áskorun til stjórnvalda: Við undirrituð, íbúar á Akureyri og í Eyjafirði, teljum nauðsynlegt að næsta stóriðjufyrirtæki, sem byggt verður á íslandi, verði valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt að rekstur þess stefni ekki lífríki fjarðarins í hættu. Við krefjumst þess, að umhverfisrannsóknum og öðrum undirbúningi verði hraðað þannig, að niðurstaða í þessu mikla atvinnuhagsmunamáli fáist hið fyrsta. varaform. Einingar ^ — ^ form. Kaupmannafélags Ak. ^ / framkvstj. ^ ' kaupmaður Qv&tsrrYy /JQ <Ázsr~r>Ast'ylc/'JG/ U bæjarfulltrúi Jorm. fél. málmiðnaðarmanna framkv. stjóri bæjarfulltrúi framkvstj. 2 . ? 0\ ViÆ í' W\ / c ^ ' bæjarfulltrúi Olavvi 1 c/cQyQid/ fyrrv. skólameistari M.A. form. meistarafél. byggingam. á Norðurlandi / kaupfélagsstjóri rafveitustjóri ''Cxru /fj&c/ac/cyc/bú; forseti Alþýðusamb. Norðurlands A/; ,/ - Ah ' ' bóndi form. Landssambn. ísl. Samvinnustarfsmanna bæjarfulltrúi skólameistari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.