Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 12
DA4HJR Akureyri, mánudagur 9. júlí 1984 MONROE ® MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR [ FLESTA BtU Mikið „karneval" í uppsiglingu! Geysimikið „Karneval" er í uppsiglingu á Akureyri og er það Orn Ingi forstöðumaður Laxdalshúss með meiru sem hefur veg og vanda að undir- búningi þess. Akveðið er að hátíðin fari fram laugardaginn 2K. julí og er hugsanlegt að fjörið byrji á föstudagskvöld- inu og verði þá „hitað upp" fyrir aðalátökin daginn eftir. Leikflokkurinn „Svart og syk- urlaust" scm getið hel'ur scr gott orð á slíkum „uppákomum" í Rcykjavík og víðar mun vcrða ábcrancli á þessu „Karncvali" Ak- urcyringa. Mun l'lokkurinn koma til Akurcyrar og skemmta gest- um Laxdalshúss laugardaginn 21. júlí og halda síöan viku námskeið í „útileikhústækni". Á því nám- skeiði vcrður m.a. kennt grímu- gerð, látbragðslcikur, stultusmíði og hvernig nota á stultur og áf'ram mætti telja. Peir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu námskciði gcta skráð sig í Lax- dalshúsi. Hið mikla „Karneval" sem fyrirhugað er þann 28. júlí hefur ekki vcrið skipulagt í smá- atriðum, cn þcir sem að því standa hafa fullan hug á því að ckki vcröi um að ræða neina „smáhátíð" gk-. Víkurskarðið: Bundið slitlag í sumar er fyrirhugað að leggja bundið slitlag á u.þ.b. 4 kíló- mctra vegarkafla í Víkur- skarði. Það cru svokallaðar Austurbrckkur sem um er að ræða, eða svæðið frá Vatns- leysu og upp að Austurbrún. Víkurskarðið allt telst vera 13 kílómetrar og er áætlað að slit- lag verði lagt vestanmegin næsta sumar og þá mun fram- kvæmdum jafnframt Ijúka. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Svavarssonar umdæmis- stjóra Vegagcrðar Ríkisins á Ak- urcyri þá verður Vaðlaheiðin lokuð umferð stærri bíla er Vík- urskarðið vcröur fullfrágengið, cn fólksbílar geta áfram ekið þar yfir. Sagði hann ekki ákveðið hvenær eða hvort Heiðinni yrði algerlcga lokað fyrir umferð lít- illa bíla. Að sögn Guðmundar verður bundið slitlag einnig lagt á 2 og '/2 kílómetra á Hámundarstaða- hálsi við Dalvík, tæplega 3 kílómctra í Ljósavatnsskarði og um 8 kílómetra kafla í Kinn. mþþ. Nú skal haldið á miðin. Mynd: KGA. „Itarlegar rannsóknir" - segir í blaði sem andstæðingar álvers hafa gefið út Nokkrir Akureyringar og Ey- firðingar hafa gefið út lítið blað sem hefur að geyma upp- lýsingar um álver. Þar er fólk hvatt til að kynna sér rök með og móti álveri við Eyjafjörð. Jafnframt er fólk hvatt til að skrifa undir mótmæii gegn því að reist verði álver við Eyja- fjörð í bráðræði og án þess að gerðar verði ítarlegar náttúru- farsrannsóknir eða leitað ann- arra nærtækari leiða til að leysa atvinnuvanda Eyfirð- inga. I blaðinu segir m.a.: „Rök hníga með og móti smíði álvers á Islandi. Mörg rök hníga gegn því að álver rísi við Eyjafjörð. Þessi rök verður 'að kynna fyrir fólki svo að ekkert verðí gert í bráðræði. Álver er þjóðinni dýrt en skap- ar atvinnu sem Islendingar þurfa litlar áhyggjur að hafa af, meðan það stendur. Raforkuver fyrir 130 þúsund lesta álver kostar um 12 milljarða og álbræðslan sjálf um 15 mílljarða. Fjárlög íslenska ríkisins 1984 eru um 18 milljarð- ar. Þjóðin skuldar nú um 36 milljarða króna erlendis. Smíði álvers hækkar þá skuld um allt að 50% og eykur verðbólgu. Blöndu- virkjun ein dugir ekki slíku ál- veri. M verður að koma til enn stærri virkjun, Fljótsdalsvirkjun. Margir fá atvinnu í álveri í skjótri svipan en hvert atvinnu- tækifæri er 50 sinnum dýrara en í flestum öðrum iðnaði. Álver er seinvirk lausn á atvinnuvanda. Þrjú til fjögur ár tekur að undir- búa smíði og annað eins þar til ál- ver getur hafið framleiðslu. Miklar framfarir hafa orðið í gerð hreinsibúnaðar við álver. Engu að síður fer mikið af eitur- efnum, einkum flúor og brenni- steinsefnum, út og getur valdið skaða þegar til lengri tíma er litið. Enga samninga um álver má gera fyrr en niðurstöður ítar- legra rannsókna liggja fyrir . Öll hröðun rannsókna gerir þær ótakmarktækar." Undir þetta rita eftirtaldir: Árni Steinar Jóhannsson, Bryn- hildur Baldursdóttir, Emelía Baldursdóttir, Hólmfríður Jóns- dóttir, Margrét Eggertsdóttir, Ólafur Eggertsson, Rósa Egg- ertsdóttir og Þórir Valgeirsson. MA kaupir tölvur Menntaskólinn á Akureyri hefur ákveðið að festa kaup á allt að 12 fiillkomnuin tölvuin er notaðar yrðu til kennslu. Fyrirhugað er að kenna á tölv- uniar í dagskóla og öldunga- deild auk þess sem boðið verð- ur uppá námskeið fyrir al- menning. Tryggvi Gíslason skólameistari sagði í samtali við Dag, að ákvörðun hefði ekki enn verið tekin um af hvaða gerð tölvurnar yrðu, verið er að skoða tilboð en þau eru fjölmörg. Kennt hefur verið á tölvur í Menntaskólanum nokkur undanfarin ár, en með til- komu nýju tölvanna mun aðstaða öll batna til muna. Er Tryggvi var spurður hvort tölvukaup Menntaskólans stæðu í einhverju sambandi við fyrir- hugaða háskólakennslu á Akur- eyri kvað hann svo vera. Kaupin væru hugsuð þannig að' notast mætti við tölvurnar fyrsta kastið til kennslu í tölvunarfræðum. Unnið er að því að koma þeirri kennslu inn í fjárlagagerð næsta árs svo kennsla geti hafist hér að einhverju leyti haustið 1985, en þar sem niðurskurður er mikill á fjárlögum væri ekki útséð um hverja afgreiðslu málið hlýtur í menntamálaráðuneytinu. mþþ. Bíldudalsvél" FN: 55 Viðgerð borgar sig „Flugvélin er ekki það mikið skemmd að viðgerð borgar sig tvímælalaust," sagði Sigurður Aðalsteinsson hjá Fiugfélagi Norðurlands, þegar Dagur innti hann fregna af Piper Chiftain vél flugfélagsins, sem hlekktist á í Bfldudal á dög- iinum. Til að hægt sé að fljúga vélinni til Akureyrar þarf að gera tölu- yert við hana fyrir vestan. Reyna átti að setja á hana væng af „Rauðku", en sökum þess að Bíldudalsvélin er ekki sömu ár- gerðar og „Rauðka" reyndist það ekki hægt. Nú er komin í notkun hjá félaginu ný vél sömu tegund- ar, en í millitíðinni var Mitsu- bishivél félagsins notuð á þeim leiðum sem Chiftain-vélin sinnti. KGA. A Veðurstofu íslands feng- ust þær fréttir í morgun að við mættum eiga von á norð-austangolu áfram það þýðir víst svipað veður og er núna. Fremur svalt fyrir okkur, sem erum góðu vön (sagði veðurfræðingurinn). Skýjað og dálítil súld fyrir norðan á annesjum og miðum, en á daginn léttir eitthvað til. #„l_át vonleysið ná hér að nötra" Vísan um „Vilál" sem birtist í S&S síðasta miðvikudag vakti töluverða athygli og meðal þeirra sem brugðust víð og tóku áskoruninni um að svara' í sömu mynt var Bernharð Steingrímsson, sá hinn sami og hefur verið að þiggja blóm frá Tryggva skólameistara. Hann sendi okkur þessar: Tungulipur Ármann ertu yrkir um punga þitt lag broslegt var hvað meiningar merktu margt um þinn eigin hag. vn ii Mm Vor framtfð skal bundin í fjötra at fagmönnum afiurhalds. Lát vonleysiö ná hér að nötra niðjum til endurgjalds. Sá sem hann ávarpar i upþhafi er Ármann Þprgrímsson, höfundur „Viláls-vísunnar" en Benna tókst að grafa upp hver var höfundurinn. Raun- ar mun það ekki hafa verlð mikil leit því Ármann sýndi Benna vt'suna áður en hún birtist. Og viljum við fá meira að heyra. # Einhver leigubílsstjóri á Akureyri Húsvíkingur einn gerði stutt- an stans á Akureyri og þurfti að brúka leigubifreið. Eins og alkunna er reyna leigubíls- stjórar að vera svolftíð léttir og skemmtilegir á stundum og spyrja menn almæltra tfð- inda. Vinur okkar leigubilsstjór- inn ákvað að bregða ekki útaf vana sínum og fór að spauga svona svolítið. Sagði hann víð Húsavíkurgarpinn. Hver er það, sem ekki er bróðir mínn, ekki systir mfn en samt barn móður mfnnar? Húsvfk- ingurinn klóraði sér ögn i höfðinu og setti upp hinn gáfulegasta svip en gat ómögulega fundið lausn gát- unnar. „Það er auðvitað ég sjálfur," sagði þá bflstjórinn og hafði gaman af. Jœja, vík- ur þá sögunni heim í hérað, hvar Víkingurinn spurði bróður sinn þessarar sömu gátu. Já, hún er strembin þessi, sagði bróðirinn og hafði engin svör. Það er ekki nema von, svaraði sá er spurt hafði, það er nefnilega ein- hver leigubílsstjóri á Akur- eyri!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.