Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 3
11.JÚIM984-DAGUR-3 Enn engin ¦ ^C ¦ r m m ¦¦ r veiði i Horga „Það er lítið að frétta af veiði. Enn ekki komin nein í Hörgá og því hafa menn lítið sótt í hana," sagði Kristján frá Djúpalæk þegar Dagur leitaði fregna af veiðimennsku. Kristján sagði að árnar hefðu verið nokkuð miklar, en hann vænti þess að fljótlega færu að berast fregnir af veiði. „Menn hafa reynt að veiða í Hörgá, en mér er ekki kunnugt um að þeir hafi fengið fisk. Pað gæti þó verið." Einnig mun hafa orðið vart í Eyjafjarðará, en Kristján sagði það ekki hafa verið mikið. - Er eitthvað um að menn séu að veiða ólöglega? „Það kemur aðeins fyrir, en lít- ið um það núorðið. Þetta eru að verða meiri veiðimenn. Já, þeir voru fiskimenn. Nú orðið er farið snyrtilegar að, menn eru að nota flugu, sem er framtíðin, og síður' að þeir séu ákafir í að ná upp í kvótann með einhverju móti. Mér finnst að menningarleg tengsl við vatnið hafi batnað." -KGA. Náttúrulækningafélagið: Kaff i5 kökur og gos í göngugötunni Á föstudaginn 13. júlí frá kl. 14-18 mun Náttúrulækninga- félagið efna 1:1 kaffisölu í göngugötunni (í Hafnarstræti). A boðstólum verður kaffi, kökur og gosdrykkir. Allur ágóði mun renna til Heilsu- hælisins í Kjarnaskógi. Akureyringar og ferðamenn. Hvernig væri að nota tækifærið og fá sér heitt kaffi og kökur, eða svalandi gosdrykk í innkaupa- leiðangrinum og styðja um leið gott málefni? Já, já. Einnig fleiri gerðir af tjöldum á hagstæðu verði. Stærð: 9 m2. Ytratjald: 360x255 sm. Innratjald: 200x250 sm. Mesta hæð: 200 sm. Tjaldið hefur dyr á framhlið með glugga, og glugga með gardínu á annarri hlið. Svefnpláss fyrir fjóra. Tjaldsúlur úr áli. Þyngd: 21 kg. SiMI (96)21403 Auglýsingastofa opnuð á Akureyri Opnað hefur á Akureyri aug- lýsingastofan Auglit s.f. Ráð- hústorgi 3. Eigendor eru Soffía Árnadóttir og Friðrik Erlings- son. Þau luku námi frá auglýs- ingadeild MHÍ vorið 1983, en hafa unnið í faginu í rúm 2 ár. Auglit býður alla. almenna auglýsingagerð, svo sem sjónvarps, útvarps og blaðaaug- lýsingar, hönnun merkja og nafnaskriftir fyrirtækja, bæk- linga, bókakápa og fleira. Einnig býður Auglit upp á sérþekkingu á skrautskrift og leturgerð. Aug- lit er opið frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Síminn er 26911. Soffía og Friðrik eru bæði félagar í FÍT. WME

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.