Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-11.JÚIÍ1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍSFREYJARÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Um byggingu álvers í forystugrein sem Stefán Valgeirsson, alþingismaður, skrifar að þessu sinni fjallar hann um byggingu álvers við Eyjafjörð og segir m.a.: „Umræðan um byggingu álvers við Eyjafjörð hefur nú komist á það stig, að full ástæða er að hafa af henni verulegar áhyggjur. Mikill hiti virðist hlaupinn í málið og hörð keppni milli aðila að safna undirskriftum með og á móti byggingu álvers við Eyjafjörð. Sumir ganga langt í þessari keppni, leggja málið fyrir á þann veg, að valið sé á milli álvers eða atvinnuleysis. Þeir spara hvorki fé né fyrirhöfn. Það kemur meðal ann- ars fram á auglýsingamagni í blöðum og sjónvarpi. Þar eru upphrópanir notaðar með stríðsletri: Könnum stór- iðjukostinn, höfnum fordómum. Og undirskriftin: Áhugamenn um framfarir við Eyjafjörð. Athyglisverðast er, að þessir „áhugamenn um fram- farir við Eyjafjörð" hafa ekki, svo vitað sé, sett fram kröfur um að ekkert verði til sparað til að fá sem örugg- asta niðurstöðu, hvað mengunarhættan sé mikil af 130 þús. tonna álveri, með fullkomnustu hreinsitækjum og 200 þús. tonna, sem heyrst hefur að áhugi sé á að byggja. Ástæðan fyrir því, að vaxandi fjöldi fólks í byggðum 'Eyjafjarðar hafnar álveri áður en niðurstöður af rann- sóknum liggja fyrir eru m.a. þessar: Upp hefur verið gefið, að sá hreinsibúnaður sem bestum árangri hefur náð í slíkum verksmiðjum nái 97% af flúormagninu. En þó fara út í andrúmsloftið 11 kg á hverri klukkustund frá 130 þús. tonna verksmiðju, eða tæp 100 tonn á ári og um 140 tonn á ári frá 200 þús. tonna verksmiðju. Hreinsibúnaðurinn í álverinu í Straumsvík hefur ekki náð þeim árangri, sem upp var gefið. Rannsóknir í Eyjafirði hafa verið mjög handahófs- kenndar það sem af er. Fátt bendir til að úr því verði bætt. í því sambandi má benda á, að leitað var til tveggja erlendra stofnana um ráðgjöf og úrvinnslu gagn og samið við þann aðilann, sem minni kröfur gerði um rannsóknir. Þorkell Jóhannesson, prófessor við Háskóla íslands í eiturefnafræði, kom inn á þessi mál í kennslustund. Þar benti hann á Eyjafjörð sem fáránlegt staðarval fyrir stóriðju, þar sem fjörðurinn er umlukinn fjöllum á þrjá vegu. Reynslan af reyk síldarverksmiðjanna hefði átt að benda okkur Eyfirðingum á, hvers er að vænta í þessu efni. Norska loftgæðastofnunin, sem samið hefur verið við um úrvinnslu gagna benti á að í Noregi hefði verið byggð 25 eða 36 m mastur á verksmiðjustað og þar gerðar veðurathuganir yfir lengra tímabil. Og þeir segja ennfremur: Þegar gerð er spá fyrir svæði lengra en 10 km frá verksmiðju, verða allir útreikningar háðir óvissu, sérstaklega með tilliti til landslags og áreiðanleika vindmælinga. Þess vegna taka menn afstöðu á meðan tími er til. Því það ætti að liggja ljóst fyrir að mikil áhætta er tekin ef byggt verður álver við Eyjafjörð. Hver vill skrifa á þann víxil? Ég sé ekki betur en að það séu hrein öfugmæli að tala um framfarir í því sambandi. Stefán Valgeirsson." Sigurður gefur seiðunum. „Mér litist betur á þann búskap . .." - spjallað við Sigurð Stefánsson sem starfar að fiskræktarmálum í Ólafsfirði „Mín skoðun á þessu er nú sú að hagkvæmara væri að ala laxinn hér þar til hann næði sláturstærð, mér litist betur á þann búskap," sagði Sigurður Stefánsson á Ólafsfirði er við hittum hann á dögunum Við rákumst á Sigurð þar sem hann var að fara niður að Ólafs- fjarðarvatni til að gefa seiðunum sem þar eru í sérstökum búrum í vatninu. Og við fengum að fara með. Sigurður sagði að í búrunum tveimur í vatninu væru um 10 þúsund seiði. Þetta eru seiði frá því sl. haust sem voru höfð í húsi í vetur og voru sett í vatnið í maí. Strax og þau fara að verða silfruð verður þeim síðan sleppt í vatnið og síðan ganga þau til sjávar. Við spurðum Sigurð hvað hann reikn- aði með að mörg þeirra myndu skila sér aftur til baka eftir eitt eða tvö ár. „Þeir segja nú sem vit hafa á þessum búskap að þetta borgi sig ef 2% skili sér aftur. Hins vegar er hægt að gera sér vonir um að 7-8% komi aftur ef vel tekst til og þá yrði það að teljast mjög góð útkoma. En það er orðið að- kallandi mál að gera stórt átak hér varðandi ósinn. Það þýðir ekki að ætla sér að vera með haf- beit ef ósinn er svo þannig að ekki er hægt að treysta því að fiskurinn komist hingað upp í vatnið aftur." - Við fylgdumst með Sigurði gefa seiðunum í búrunum tveimur, og síðan lá leiðin niður í bæinn aftur og að húsinu þar sem seiðin eru alin fyrstu mánuð- ina, en þar eru nú um 50 þúsund seiði, Nokkuð mun hafa verið um það að seiðin dræpust, og sagði Sigurður að verið væri að rann- saka hvað ylli þessum dauða. - Eins og komið hefur fram í fréttum eru miklar vonir bundnar við fiskirækt í Ólafsfjarðarvatni og er á döfinni að stofna félag um þann búskap. Náttúruleg skilyrði í vatninu munu vera með þeim albestu sem gerast hér á landi. gfc- Hér eru seiðin alin fyrstu mánuðina. Myndir gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.