Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 5
11.JÚIÍ1984-DAGUR-5 Ástandið gott en mættu koma fleiri ferðamenn - segir Óttar Proppé, bæjar- stjóri á Siglufirði „Það er allt ágætt að frétta frá Siglufirði, næg atvinna og það er frekar að það vanti fólk hingað í vinnu en hitt," sagði Óttar Proppé, bæjarstjórj á Siglufirði í spjalli við Dag. Ótt- ar var spurður almennra tíð- inda frá Siglufirði. „Það hefur verið sæmilegt fiskirí hjá togurum og eins hefur verið landað hér töluverðu magni af rækju, það eru margir bátar hér í viðskiptum. Annað fiskirí hefur hins vegar verið tregt, svona hjá smærri bátunum. Þeir hafa verið að kroppa alveg norður að Grímsey, það er svo til enginn fiskur hér innan fjarðar og hér fyrir utan á þessum hefð- bundnu fiskimiðum." Óttar var spurður um fram- kvæmdir á vegum bæjarins. Sagði hann að unnið væri í grunni dval- arheimilis aldraðra. Það er verið að byggja hér læknabústað, par- hús fyrir 2 lækna. Á síðustu vik- um hefur verið unnið við grunn að íþróttahúsi, sem á að reisa sunnan sundlaugarinnar. Að- spurður sagði Óttar að þetta yrði ekki íþróttahöll, frekar mætti kalla þetta skemmu. Sundlaugin hefur verið notuð sem íþróttahús á veturna. Þá er vatninu hleypt úr henni og settir flekar yfir. Verið er að vinna við lengingu flugbrautarinnar. Það á að lengja hana um 6-700 metra, en 300 metrar verða teknir í gagnið núna í haust. Það eru gatna- gerðaframkvæmdir og er mein- ingin að leggja bundið slitlag á a.m.k. 2 götur.Þriðjudagskvöldið 10. júlí var stofnfundur á Sauðár- króki nýs félags, sem 6 sveitafé- lög á Norðurlandi vestra ætla að stofna utan um malbikunarstöð. Hún á að framleiða malbikið á götur Siglufjarðar í framtíðinni. Óttar var spurður um ferða- menn, hvort mikið væri af þeim. „Já, það er svona eitthvað af þeim, en ekki nóg. Við vildum gjarnan fá fleiri, en það er alltaf einhver reitingur. Núna er verið að ganga frá tjaldstæði, klósetum og öðru slíku við Hól, sem er íþróttamiðstöðin í bænum. Það hefur verið samþykkt af bæjar- stjórn að opna Siglufjarðar- skarðsleiðina og gera hana jeppa- færa. Á bak við það er m.a. hug- mynd um það að einhverjir ferðamenn hafi kannski áhuga á að fara hring. Koma skarðið hingað og fara hina leiðina til baka. En á bak við fþetta er líka hugmynd um það að við verðum að hafa veginn jeppafæran til að fylgjast með rafmagnslínu sem er þarna hjá." Sagði Óttar að það vantaði rútuferðir í Varmahlíð, það er enginn sérleyfishafi með það. í sumar hefur Ævar Klemensson frá Dalvík tekið upp rútuferðir til Siglufjarðar frá Akureyri. HJS Þessir krakkar, Páll Brynjar Pálsson, Kristín Pálsdóttir og Sveinn Sævar Pálsson, söfnuðu 224,50 krónum með hiutaveitu. Ágóðinn rennur til styrkt- ar Ingva Steini, sem er í nýrnaaðgerð í Bandaríkjunum. Vörukynmng verður föstudaginn 13. júlí frá kl. 2-7 e.h. Kynnt verður: Aldin jarðarberjagrautar, rifsberjagrautar og eplagrautar Einnig sykuriaus Toppsafi frá Sól hf. Kynningarverð - Kjörmarkaðsverð Hrísalundi. Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar F.S.A., Seii og söfhuðust 622 kr. Þær heita: Berglind Aradóttir, Harpa Hafbergsdóttir, íris Björk Hafþórsdóttir, Árveig Aradóttir og Emma Geirsdóttir. galleri ® Ráðhústorg 7 - Akureyri - Sími 26515

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.