Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-11.JÚIM984 Gaffl" Uind«r rís nV - var rifinn fyrir skemmstu, enda ekkert nýtilegt sprek _________til í húsinu „Eg var búinn að velta þessu fyrir mér í heilt ár og fékk alltaf ineiri og meiri áhuga á þessu verkefni. Svo að þetta varð niðurstaðan,u sagði Jón Gíslason trésmíðameistari í samtali við Dag. Jón keypti sem kunnugt er Gamla Lund og er nú að endurbyggja híísið. Hann vinnur við það í frístundum sínum og segir það vera óhemju verk. Síðasta haust var húsið tekið af upphaflegum grunni sínum og steyptur nýr sem er hærri. Jón Gíslason: „Ég hef reynt að ýta þessu verki áfram og hef unnið í því í öilum mínum fristundum." Mynd: KGA. Ekkert nýtilegt sprek En húsið sjálft var rifið, „enda var ekkert nýtilegt sprek til í hús- inu, allir sem þarna komu nálægt voru sammála um það," segir Jón. „Allar stoðir voru fúnar upp til hálfs og fæstar upprunalegar. Þakjárn og þakklæðning var laus og hékk þarna af gömlum vana." Og Jón segir að loftbitar hafi verið sagaðir burtu og færðir ofar til að auka lofthæðina í húsinu, en fæstir bitanna hefðu verið upprunalegir. „Ég fann fáein borð á sínum upphaflega stað og gat þannig séð hvernig húsið hafði verið klætt að utan. Pað er friðað í B flokki og því aðal atriðið að útlit- ið haldist í upphaflegu formi. Gísli heitinn Magnússon var í húsfriðunarnefnd og ég spurði hann sérstaklega að því hvort ég mætti ekki rífa húsið. Hann sagð- ist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu, þar eð ég hefði allt sem máli skipti í sambandi við endurbygg- ingu á því. Það sama sagði Sverr- ir Hermannsson, sem mesta þekkingu hefur á þessum málum." Gamli Lundur árið 1982, óhrjálegur og lítt augnayndi. Mynd:áþ. Reynd íkveikja Margoft var búið að reyna að kveikja í húsinu, og Jón segir að hann hafi búist við því að sjá það brenna til ösku einhvern daginn. Hann hafði tvisvar haft samband við þjóðminjavörð og hann hafði alltaf tekið jafn líklega í það að líta á húsið, en af því hafi ekki orðið. „Ég hef reynt að ýta þessu verki áfram og unnið í því allar mínar frístundir. Meðal annars ,þess vegna hefur stjórn hitaveit- unnar ekki séð sér annað fært en að láta mig borga fyrir hita allt fra því að ég keypti húsið. Þeir hafa haft á orði að innsigla inn- taksrörið, en líklega hafa þeir ekki komið því í verk ennþá." - Til hvers hyggstu nota húsið? Sýninga- húsnæði? „Ég ætlaði það sem sýningahús- næði, þar sem hægt væri að vera með myndlistasýningar og því um líkt. En eftir að Laxdalshús kom þá veit ég ekki hvort af þvi verður. En það verður eitthvað í þá áttina." Jón hefur unnið mikið í húsinu á því ári sem liðið er síðan hann keypti það, skyldi aldrei hafa hvarflað að honum eftirsjá að hafa keypt húsið? „Nei, það hefur nú ekki orðið til þessa. En ef að einhver óá- nægja stendur um þetta mál þá gæti svo farið að mér þætti verr af stað farið en heima setið." Og Jón vitnar til fréttar DV á mið- vikudag í síðustu viku um niður- rif hússins. „Ef til vill hefði ver- ið betra að sjá þetta grotna þarna niður næstur árin." - KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.