Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 11.07.1984, Blaðsíða 12
I MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Ytra-Laugaland: Heyskap lokið - á sama tíma og sláttur hófst í fyrrasumar Heyskapur hefur gengið vel í Eyjafírði í sumar og á sumuin bæjum er heyskap að Ijúka, en á Ytra-Laugalandi lauk hey- skap á sunnudag. I»ar búa þeir hræðurnir Hjörleifur og Aðal- hjörn Tryggvasynir (elagsbúi. Haft var samband við Hjörleif og hann spurður hvort þeíta væri ekki óvenju snenimt. „Jú, jietta er óvenju snemrnt núna. I fyrra byrjuðum við að slá 9. júlí en kláruðum heyskap S. júlí núna. Það er allt búið hjá okkur nema einstaka blettur þar sem við sláum hestahey, en við náum því kannski núna eftir káffi.“ Hjörleifur sagði að hey- skapur gangi almennt vel í Eyja- firði, en sennilega væri enginn búinn nema þeir. Heyið væri mjög gott, grænt og ilmandi og ekki til hrakin tugga í því. „Ætli við förum ekki bara að skemmta okkur og slappa af. Nei, nei þaö er alltaf nóg að gera í sveitinni, það er engin hætta á öðru,“ sagði Hjörleifur, aöspurö- ur um hvaö þeir ætluöu að gera af sér það sem eftir væri sumars. Sagði Hjörlcifur að hljóð í bænd- um væri mjög gott og þeir hefði ekki yfir neinu að kvarta þessa dagana. HJS. Jökulsá á Fjöllum: Flóð í rénun Óvenju mikil flóð hafa verið í Jökulsá á Fjölliim, en áin er nú í rénun. Þetta munu vera cinhverjir niestu vatnavcxtir í ánni allar götur aftur til ársins 1959, að minnsta kosti. Flóðið náði hámarki á hádegi ;í mánudag. og var þá vatnshæðin í ánni í 280 cm. en venjuleg hæð að vetri er 130 em. Á mánudags- kvöld hafði vatnsborðið lækkað um 40 em, og var enn i rénun. KGA. Hvað cr til róinantískara en góðviðrisstund á Akureyri um miðnættið? Þá er alveg sérstakur tónn í tilverunni, tónn sem á engan sinn líkan. Mynd; KGA. Alhliða bygginga- þjónusta á Akureyri Alhliða byggingaþjónusta hef- ur störf á Akureyri innan tíðar og er það Davíð Haraldsson sem að henni stcndur, en hann hefur m.a. annast hönnun inn- réttinga fyrir ýmsa aðila, s.s. veitingahús. Byggingaþjónustan verður til húsa í Glerárgötu 30, hinu nýja Landsvirkjunarhúsi. Þar verða sýnishorn af hinum ýmsu vörum sem notuð eru við byggingar, bæði utan- og innanhúss. Sam- starf verður við innflytjendur, framleiðendur og söluaðila, auk arkitekta, verkfræðinga og iðn- aðarmanna, og eiga þeir sem standa í byggingarframkvæmdum eða hyggjast hefja þær að geta fengið þarna faglega ráðgjöf. Davíð Haraldsson sagði í við- tali við Dag að hann myndi kapp- kosta að hafa sem allra mest ur- val efna og innréttinga til sýnis. Hugmyndin væri sú að létta mönnum þessar framkvæmdir og aðstoða þá við að hanna og skipuleggja byggingar sínar. Þarna yrði setustofa þannig að menn ættu að geta rætt málin saman í rólegheitum yfir kaffi- bolla. HS. Vatnasilungur eftir- sótt útflutmngvara? Undanfariö hefur verið starf- andi nefnd á vegum Búnaöar- félags íslands, Landssambands veiðifélaga og Veiðimálastofn- unar til að glæða áhuga á nýt- ingu silungsstofnsins hér á landi, bæði hvað varðar veiði og markaðsfærslu. Lítill áhugi hefur verið á sil- ungsveiðum og nýtingu þeirra hlunninda, en nú eru horfur á að breyting geti orðið á þar sem markaður hefur opnast fyrir smásilung og íslenskur vatnasilungur gæti orðið eftir- sótt útflutningsvara. „Þrátt fyrir mikla möguleika á nýtingu silungs hefur áhuginn verið mjög takmarkaður. Hefur jafnvel kveðið svo rammt að þessu að ekki hefur verið hægt að fá silung í soðið á sama tíma og mörg vötn eru meira en yfirfull af silungi. Fyrirtækið Asco í Reykja- vík tók að sér í fyrra dreifingu á silungi og markaðsfærslu í versl- anir og veitingahús í Reykjavík. Þetta varð til þess að áhugi á sil- ungsveiði óx. Hins vegar kom í Ijós að ekki var markaður fyrir smæsta silunginn, sem mikið er af. Nú hafa hins vegar opnast möguleikar á útflutningi hans til Noregs, á fiski allt niður í 200 grömm. Prufusending fór til Nor- egs og komin er ósk um meira fyrir viðunandi verð. Margir bændur eiga því að geta haft meiri hlunnindi af silungsveiði en verið hefur til þessa og vil ég ein- dregið hvetja þá til að nýta sér það,“ sagði Árni Pétursson, hlunnindaráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands í viðtali við Dag. Árni sagði að 43 kr. fengjust fyrir kílóið af 200-300 gr. fiski, 53 kr. fyrir 300-400 gr. fisk, 73 kr. fyrir 400-600 gr fisk, 83 kr. fyrir 600-800 gr. fisk og 115 kr. fyrir fisk stærri en 800 gr. Hann sagði að silungurinn væri slægður og tekin úr honum tálknin. Árni sagði ennfremur að nú þegar hægt væri að selja silung frá 200 gr. og upp úr ykjust mögu- leikarnir á silungsveiði mjög verulega og menn ættu eindregið að nýta sér þá eins og kostur væri. HS Veðrið mun taka litl- um breytingum næstu 2 daga eða svo. Það verður skýjað og sennilega verður ein- hver súld, á annesjum og við ströndina. Það verður hæg norðaust- angola og hitastigið verður bærilegt. # Afplána síðar í ker- skálunum Nú eru vísurnar vegna ál- versumræðu farnar að berast örar og þessa sendi Þórir Valgeirsson okkur eftir lestur álversgreina Halldórs Blöndals, alþingismanns, t íslendingi í síðustu viku. Nú hyggst Blöndal bræða ál breyttu starfi feginn. Hann ætlar að tryggja sinni sál sjálfkjör hinum megin. Og næst þegar Þórir átti er- indi á ritstjórn Dags hafði hann þessa á hraðbergi, en hún var ort til heiðurs þeim sem hafa skorað á samborg- ara sína að skrifa undir list- ana um að álverskosturinn verði skoðaður: Þeir gera okkur háleitar hugsjónir kunnar, með hausana troðna fölskum vonum. Þetta eru élskendur álbræðslunnar afplána síðar í kerskálunum. # Viðundur? Nú hafa akureyskir íþrótta- fréttaritarar loksins fengið þak yfir höfuðið. í suðvestur- horni áhorfendastúkunnar á íþróttaveliinum, hefur verið byggð blaðamannastúka. Nú geta skríbentar blaða horft á fótboltann frá skikkanlegu sjónarhorni, og aðstaða orð- in svo sem lög gera ráð fyrir. En ekki er sopið kálið ... Ekki voru blaóamenn fyrr sestir þarna í sæti sín, en nærstaddir áhorfendur hófu að sproksetja þá: Hæ, seljiði töggur? Er til kók? Er þetta búr fyrir viðundrin? Og í þeim dúr. # Kurteisi Ekki er gott að segja til um hvað hefur farið svona í taug- arnar á akureyskum áhorf- endum að sjá blaðamönnum loks boðið upp á viðunandi vinnuaðstöðu. Það virðist al- veg hafa farið framhjá akur- eyskum að það þykir ekki nema sjálfsögð kurteisi að bjóða fréttamönnum sæmi- lega aðstöðu til að þeir geti skilað sínu verki sem best. Það er ekki löglegur knatt- spyrnuvöllur í alþjóðakeppni, sem ekki hefur fréttamanna- stúku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.