Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 3
13.JÚIÍ1984-DAGUR-3 „Sjafnaryndi - bestu bindi" Einhvern veginn er þaö nú svo með Ómar Ragnarsson, húmor- ista og sjónvarpsfréttamann, að það beinlínis skín af honum gam- ansemin, endurspeglast í öllu andlitinu á honum. Flestum ber saman um að þar sé á ferðinni frábær skemmtikraftur. Jafnvel þegar hann er að flytja alþjóð al- varlegar fréttir í sjónvarpi má greina húmoristann í gegn. Hjá öðrum liggur húmorinn ekki eins í andlitinu, ef svo má að orði komast. Fæstir telja líklega að óreyndu að Helgi E. Helgason, starfsfélagi Ómars á fréttastof- unni, eigi það til að sletta úr klaufunum að þessu leyti, en það er nú öðru nær. Hann getur átt góðar rispur og verður hér til- greind stutt saga því til staðfest- ingar. Þegar Helga var sagt frá því að Efnaverksmiðjan Sjöfn ætlaði að fara að framleiða dömubindi og bleyjur varð hann svolítið klumsa, eins og sjálfsagt flestir sem þetta heyrðu eða sáu á þrykki hér í Degi. En fljótlega hafði Helgi á hraðbergi nafnið á bindunum og auglýsingaslagorð sem hentað gætu við að vinna vörunni markað. „Sjafnaryndi - besta bindi," sagði Helgi og sann- aði þar með að sjaldan fellur epl- ið langt frá eikinni, því hann er sem kunnugt er sonur Helga Sæm, alkunns húmorista og skálds. Helgi bað um það að ef þeir Sjafnarmenn yrðu látnir vita af þessari hugmynd og þeir gætu nýtt sér hana skyldu þeir bara senda sér greiðsluna í pósti og er því hér með komið á framfæri. Blandari mælir eindregið með því að hugmynd Helga verði not- uð og bindin kölluð „Sjafnar- yndi". Ekki vitiim við gjörla á hvað þessi hópur hlýðir, en það er eitthvað stór- merkilegt. Þarna má sj:; marga góðborgara, en hvað þeir eiga sameiginlegt hefur hins vegar vafist örUtíð fyrir okkur. Ahugamenn um Dallasþættína, vinir litla mannsins, þverpólitísk grasrótarsamtök eða stofnfundur félags áhuga- manna um vemdun ánamaðka? Við auglýsum eftír réttu svari. Verðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir, kaffibrauð frá Kaupfélaginu á eigin kostnað! Óþverrasaga af breakedansi Það fylgir ekki sögunni hvort þessi er sannur, en það er ekki fráleitt að hann sé eitthvað ýktur: Það stóð yfir break-dans keppni í skemmtistaðnum Traffic um daginn. Keppendur fjölmargir. Hinsvegar lentu menn dáldið í ógöngum. Sigurvegarinn? Jú sko, það var spastískur náungi sem labbaði óvart yfir dansgólfið þeg- ar hann var á leið á barinn að fá sér kók. Rúmvilltur Til eru ótal sögur af mönnum sem farið hafa húsavillt eða farið inn í ókunnug hús og gert þar allt mögulegt og ómögulegt. Senni- lega eru færri sem fara rúmavillt. Hér er þó ein skondin saga af ungum dreng sem lenti í þessari hræðilegu aðstöðu. Við skulum bara kalla hann Jón. Þannig var mál með vexti að Jón fór á sveitaball með vini sín- um suður á land (Jón er Norð- lendingur). Nú, nú, það er ekki í frásögur færandi, nema hvað Jón hittir þarna eina yndisfagra mey og hverfur á braut með henni. Spyrst ekki meira af Jóni fyrr en hann birtist heima hjá vini sínum kl. 9 morguninn eftir og er þá heldur illa til reika, svona hálf- fullur og hálftimbraður, já og syfjaður. Hann spyr hvar hann eigi að sofa og er vísað á herbergi hvar hann leggst til hvílu. Eftir hálftíma eða svo þarf Jón að bregða sér á salernið og ætlar að leggja sig aftur. Ekki vill betur til en hann fer herbergjavillt og leggst upp í hjónarúm sem þar var. í hjónarúminu lá móðir vin- arins, en eiginmaðurinn var far- inn til vinnu. Jón steinsofnar og vaknar upp með andfælum við mikil faðmlög og er þar frúin að faðma hann. Hélt hún að þetta væri ungur sonur sinn sem vanur er að skríða upp í til mömmu sinnar. Það uppgötvaðist hvers kyns var og var okkar maður fljótur að forða sér inn í sitt rúm. Tjaldborgartjald ^*v í útileguna * LÉTT GÖNGUTJÖLD MEÐ YFiRSEGLI ¥ TVEGGJA MANNA ÁN YFIRSEGLS * ÞRIGGJAMANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS * FJÖGURAMANNA MEÐ YFIRSEGLI * FIMM-SEX MANNA MEÐOGAN YFIRSEGLS HPHHB l2I Tjaldborgartjald í útileguna HAFNARSTR. 91-9S ¦ AKUREYRI - SlMI (96)21400 IMISSAN Bílasýning verður á Akureyri 14. og 15. júlí frá kl. 14-17 báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. Sölustjóri frá Ingvari Helgasyni verður á sýningunni. Einnig verður Wartburg Pick-up á sýningunni Komið og skoðið og kynnið ykkur kjörin. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5a, Akureyri, sími (96) 22520. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.