Dagur - 13.07.1984, Page 4

Dagur - 13.07.1984, Page 4
4 - DAGUR - 13. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDA3TJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Leysa þarf heimavistarmálin Innritun í Verkmenntaskól- ann á Akureyri, sem form- lega tók til starfa í sumar, er nú lokið og er ljóst að að- sókn í þær greinar sem þar verða kenndar hefur aldrei verið meiri. Alls hafa sótt um nám á hinum ýmsu brautum Verkmenntaskól- ans 750 manns, þar af um 250 sem búsettir eru utan Akureyrar. í þeim skólum sem Verkmenntaskólinn hefur tekið við, þ.e. Iðnskól- anum, framhaldsdeildum Gagnfræðaskólans og Hússtjórnarskólanum, voru innritaðar samtals 610 nemendur í fyrra, þannig að ljóst er að aðsókn í verknám hefur aukist gífurlega. Ýmsar nýjar námsgreinar hafa verið teknar upp, sem ekki hafa áður verið kennd- ar utan höfuðborgarsvæðis- ins og eykur það val ungs fólks og hefur vafalaust haft áhrif á þessa miklu aukningu. Með enn auknu námsvali má búast við því að sífellt fleiri sækist eftir námi í verkmenntun í sínu heimahéraði og frá ná- grannabyggðum. Þó eru nokkrir erfiðleikar enn óyfirstignir í þessu sam- bandi, en það eru heima- vistarmál aðkomunem- enda. Þörfin fyrir heimavistir er mjög mikil og hefur farið vaxandi. Nú búa um 150' manns á heimvistum Menntaskólans á Akureyri en annar eins fjöldi aðkomu- nemenda skólans leigir á heimilum úti í bæ. Þegar við þetta bætast 250 aðkomunemendur Verkmenntaskólans eru þarna komnir 400 nemend- ur sem leysa þurfa hús- næðismál sín með þessum hætti. Hætt er við að eftir- spurn eftir húsnæði verði langt umfram framboðið og því verði nauðsynlegt að byggja fleiri heimavistir fyr- ir aðkomunemendur. Nefnd sem fjallaði um þetta mál komst að þeirri niðurstöðu að þörfin fyrir heimavistarhúsnæði væri mjög mikil og að best væri að leysa hana með því að byggja við heimavistir Menntaskólans, en tiltölu- lega stutt er á milli þessarar tveggja skólastofnana. Þeir sem að þessum málum vinna í umboði nemenda eiga hins vegar allt undir fjárveitingavaldinu komið, eins og er með flesta hluti sem tengjast menntamál- um. Sú mikla aðsókn sem er í hinn nýja Verkmenntaskóla sýnir ótvírætt að þörfin fyrir aukna þjónustu á þessu sviði er mikil. Menntaskóli hefur verið Akureyrarbæ og Norðlendingum ómetan- legur og svo mun einnig verða um Verkmenntaskól- ann, ef rétt verður á málum haldið. Verkmenntir hafa ekki verið allt of hátt skrifaðar í íslensku skóla- kerfi undanfarna áratugi. Vonandi er nú að verða breyting þar á, þvi fátt er mikilvægara fyrir framtíðar- uppbyggingu íslensks þjóð- félags en vel menntað fólk, bæði til hugar og handa. Ál eða álar? Það er sannarlega fjör í bænum þessa dagana. Maður kemurekki svo inn í sjoppu eða fær sér labbi- túr í Göngugötunni án þess að rekast á undirskriftalista, blöðin bæði í bænum og jafnvel utan hans eru undirlögð greinum oft á tíðum svæsnum og stóryrtum, og á hverju götuhorni má heyra menn hnakkrífast um sama hlutinn. Málm einn léttan og þar- afleiðandi eftirsóttann í orku- kreppu nútímans, eða öllu heldur það hvort hefja skuli framleiðslu málms þessa sem ál er nefndur samkvæmt tillögu málverndunar- sérfræðinganna, en kallaður alu- minium á tungum þeirra þjóða sem menntaðar vilja telja sig. Orðið ál er á okkar ástkæra máli farið að hafa tvenns konar merk- ingu. Annað hvort eitthvað í lík- ingu við „Sesam opnist þú,“ eða hókus pókus, eða þá „mengun", og „félagsleg röskun“, allt eftir því hvort það er Valgerður Bjarnadóttir eða Jón Sigurðarson sem á pennanum halda. Nauðsyn a tvinn uuppbyggingar Það kann að hljóma furðulega, en heitustu fylgjendur, og heit- ustu andstæðingar álvers við Eyjafjörð eiga sitthvað sameigin- lega, fyrir utan glórulaust ofstæk- ið og tilfinninga hitann. Það er ekkert vafamál að hvoru tveggja vilja sinni heimabyggð allt hið besta, að hún megi verða annað og meira en bara sumarbústað- asvæði fyrir þá sem um stundar- sakir vilja komast burt úr rigningunum fyrir sunnan án þess að þurfa að flýja sæluna þar með öllu, því auðvitað er það hin mesta fásinna að fara að búa á veðursælum en fjármagnslausum stað. Og það eru flestir sammála um það að þjóðhagslega hlýtur að vera mjög hagkvæmt að efla byggð við Eyjafjörð inni í miðju landinu. Því er ekki að neita að stað- setning álvers hér við fjörðinn yrði á ýmsan hátt mikil lyftistöng fyrir byggðina. Hér myndu skap- ast mörg atvinnutækifæri bæði beint og óbeint, og hingað myndi leita umtalsvert fjármagn, sumir segja of mikið miðað við fjölda þeirra nýju starfa sem skapast myndu. Helstu veilurnar í málflutningi álsinna verður að telja það hversu blindir þeir eru á aðra valkosti f atvinnumálum. Það er annaðhvort ál eða auðn. Þá eru þeir ef til vill ekki nógu varkárir hvað varðar viðskiptin við er- lenda auðhringa, en það er nú ekki nein ný bóla að við liggjum hundflatir fyrir þeim. Sögu þessa undirlægjuháttar má reyndar rekja allt til ársins 1906 þegar slíkum hring var veitt einokun á fjarskiptum okkar við önnur lönd, og það eru ekkert ýkja mörg ár síðan þingmenn allra flokka lýstu því yfir, og máttu vart vatni halda, að ekki mætti í neinu skaða hagsmuni hins danska hrings þegar Skyggnir var reistur. Og þegar á að semja við erlenda auðhringa, eins og sjálf- sagt er að gera í vissum tilvikum þá passa pólitíkusarnir sig á að skipa í samninganefndirnar menn sem annaðhvort semja af sér, eða alls ekki neitt í stað þess að skipa harðskeytta samningajaxla til dæmis af vinnumarkaðinum. Ógnvekjandi mengunarvaldur Andstæðingar álvers hafa ekki síður en fylgjendur þess ýmis haldbær rök á takteinum. Þeir benda réttilega á mengunarhætt- una hér inn í inniluktum firði, og á heitum og mollulegum sumar- dögum er því ekki að neita að þessi rök vega þungt. Þá benda þeir á hið einhæfa vinnuafl sem álver þyrfti það er að segja karl- pening á besta aldri svo og félags- lega röskun eða mengun, en þess má geta að vafalaust myndu sumarbústaðir sunnanmanna valda slíkri mengun, og væntan- lega yrði ekki síður þröngt fyrir dyrum margra bænda af þeirra völdum engu síður en af völdum álvers, og skal þó engan veginn gert lítið úr þeirri hættu. Stærsti gallinn á málflutningi álversandstæðinga er þó tvímæla- laust sá hversu gjörsamlega ómögulegt virðist vera fyrir þá að benda á einhverja aðra mögu- leika í atvinnuuppbyggingu sem þó allir ættu að sjá. Jú menn hafa nefnt ræktun fisks sem áll nefnist, og ekki má rugla saman við málminn ál, enda nafn fiskiteg- undarinnar karlkyns, en málm- sins hvorugkyns. Ræktun ála og annars fiskakyns er nú mjög nefnd sem lausn allra mála, og nú keppast til dæmis afsakandi útgerðarmenn við að fjárfesta í henni. Að sjálfsögðu á kostnað þjóðarinnar, og hver veit nema þeir geti út á þetta útvegað sér eitt stykki fjölskylduferð fyrir fjölskylduverð til að kynna sér fiskirækt, verst að hún er lítið stunduð í sólarlöndum. Það er al- veg laukrétt hjá Tómasi Inga, einum hinna skeleggari álvers- andstæðinga að fyrirtækin, meðal annars hér við fjörðinn hafa ekki of mikið eigin fjármagn enda dýrt að kosta fjölskylduna til sólar- landa á hverju ári jafnvel oftar, en þetta lagar auðvitað engin gengisskráning, hún veldur auð- vitað bara verðbólgu ef hún er lækkuð, og við verðbólguna vilja jú víst allir vera lausir. Þriðja leiðin Það er erfitt að gera sér grein fyr- ir því hvorir eru fjölmennari ál- sinnar eða álandstæðingar. Hvor- ir mega sín meira þeir sem allt sitt traust vilja setja á hvorug- kynsálið eða karlkynsálinn, og heldur verður nú að telja allt undirskriftabrölt þessara tveggja hópa hjákátlegt, ekki hvað síst vegna þess að fólk veit varla hvað það er að skrifa undir, enda frumkönnunum varðandi álver ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi um áramót. Út úr þessum ógöngum er til leið sem allir sanngjarnir menn ættu að geta sætt sig við. Hún er sú að menn sliðri svo sverðin og bíði niðurstaðna þeirra rann- sókna sem í gangi eru. Jafnframt verði hafin skipuleg könnun á öðrum leiðum í atvinnuuppbygg- ingu. Þegar svo þessar niður- stöður liggja fyrir ætti að leggja álmálið undir dóm kjósenda í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þang- að til á auðvitað að eyðileggja alla undirskriftalista svo þeir verði hvorki notaðir né misnot- aðir. Það mætti vel hugsa sér að umrædd atkvæðagreiðsla færi fram samhliða næstu bæjarstjórn- arkosningum að tveimur árum liðnum, ef menn verða þá ekki uppteknir við að kjósa um eitt- hvað annað stórmál eins og til dæmis bjórinn. Reyndar ættu menn frekar að rífast svolítið um hann núna í gúrkutíðinni ef menn endilega þurfa á deiluefni að halda til að lífga hana upp. Bjórinn er alltaf bráðskemmti- legt umræðuefni, en álmálið er alltof alvarlegt til þess að deilur um það geti talist dægrastytting. Á þessum barnalegu álversdeil- um sem nú eiga sér stað tapa allir, og þeir mest sem vilja veg okkar fögru byggðar sem mestan. Reynir Antonsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.