Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 6
^DASWft- -Kí 'júlí i 984 Pað er mikið um að vera hjá Pálma „Bimbó" Guðmunds- syni um þessar mundir. Hann er eigandi að Stúdíó Bimbó. Pað eru 4 plötur að koma út eða nýkomnar út hjá Pálma og framundan er mikil Kántrýhátíð á Skaga- strönd, sem hann sér al- gjörlega um. Við feng- um Pálma í smá spjall um það sem er á döfinni hjá honum og byrjum á að forvitnast um kán- trýhátíðina. „Hátíðin vcröur hclgina 20.- 22. júlí og þctta cr fjölskylduhá- tíð. Það cr reyndar Hallbjörn Hjartarson scm stcndur á bak við þctta, cn hann réði mig til að sjá algjörlcga um framkvæmdina. Það verður margt til skemmtun- ar. Svæðið vcrður opnað kl. 14 á föstudaginn og um kvöldið vcrða kvikmyndasýningar. Þar veröa cingöngu sýndar ekta kú- rckamyndir. Kl. 11 um kvöldið vcrður opnunarhátíð. Hallbjörn og Johnny King munu skemmta og Gautar frá Siglufirði spila fyrir dansi, eingöngu kántrýtónlist, að sjálfsögðu. Á laugardaginn vcrður hópreið hestamanna, það verður bílasýning og kvikmyndir sýndar. Við ætlum að vera með hestaíþróttir og hætti kúreka vestra, kálfasnörun og slíkt. Um kvöldið verður svo aðalhátíð. Þar skcmmta Dalton bræður, Hallbjörn, Johnny King og Siggi Helgi. Týról frá Sauðárkróki mun svo leika fyrir dansi til 4 um nóttina. A sunnudaginn verður svo útimessa kl. 14 þar sem Þor- valdur Halldórsson mun syngja og síðan kveðjustund með Hall- birni. Það vejður kántrýútvarp á svæðinu, "hestaleika, hestvagnar í ferðum og skotbakkar fyrir þá skotglöðu. Það verður sem sagt- ekta kúrekastemmning og það verða allir að mæta í gallabuxum mcð kúrekahatt." - Er kántrý orðið svona vin- sælt á íslandi? „Já, ég held að vinsældir þess séu alltaf að aukast og á von á því að hátíðin verði vel sótt." - Plötuútgáfan? „Það eru 4 plötur að koma út Smá hlé gert á upptöku og þá er sest niður og málin rædd. „Eins og að'fá afasinn eða pabba í heimsókn" - segir Pálmi „Bimbó" Guðmundsson um Hallbjörn kántrýkóng 1 dag gefur Pálmi út þriðju plötu Hallbjarnar hjá mér núna. Ég er sennilega stærsti útgefandi á íslensku efni í dag. Það er komin út platan Kleifarball með Jóni Árnasyni, hann spilar á harmoniku. í dag kemur svo út Kántrý 3 með Hall- birni og það verður ýmislegt gert í þvf tilefni. Það verður uppá- koma í göngugötunni, Hallbjörn verður þar og áritar svo plötuna í Kaupfélaginu á eftir. Um kvöld- ið verður svo eitthvað um að vera í Sjallanum. Það er komin út plata með Sigga Helga sem hefur gengið nokkuð vel og fjórða platan heit- ir Tvöfeldni og það er strákur frá Keflavík, Eðvarð Vilhjálmsson heitir hann, sem spilar og syngur á henni. Þetta er sérstæð plata, hann spilar á öll hjóðfærin sjálfur og syngur. Þessi plata kemur væntanlega út eftir helgi. Svo er ýmislegt á döfinni sem ekki er kannski rétt að segja frá að svo stöddu." - Hvernig atvikaðist það að Hallbjörn fór að vinna með þér? „Það byrjaði þannig að ég heyrði viðtal við hann í útvarpinu þar sem hann sagðist hafa áhuga á að gera Kántrý 3, en væri á hausnum. Ég hringdi strax í hann og bauð honum að taka upp hjá mér og jafnvel að ég gæfi út plötuna. Hann fékk fleiri slík tilboð, en það endaði með því að ég gerði honum tilboð sem hann gat ekkí hafnað. Hann sagði líka að ég hefði forgangsrétt því ég hafði fyrst samband við hann. Hallbjörn hefur verið mjög ánægður með samstarfið. Snorri Guðvarðarson útsetti öll lögin, en hann hefur síðastliðin 12 ár helgað sig algjörlega kántrýtón- list og er því vel að sér í þeim efnum. Að mínum dómi eru þessar útsetningar alveg frábær- ar." - Hvernig náungi er Hallbjörn? „Hann er dálítið sérstakur persónuleiki. Hann er mjög hlé- drægur og góð sál. Hann er trú- aður Qg þægileg persóna. Það er virkilega gott að umgangast hann, hann sýnir á sér margar hliðar. Hann er annar karakter þegar hann er að skemmta. Þegar við vorum að hljóðblanda átti hann að fara að skemmta. Kl. 11 stóð hann upp og sagðist verða að fara að skemmta í Sjallanurh. Ég hugsaði með mér að það væri best að fara og sjá hann ég hafði aldrei séð hann skemmta. Ég fór eins og hver annar gestur inn í húsið og svo þegar hann kom fram ætlaði ég ekki að þekkja manninn. Hann var gjörbreyttur sem persóna og auk þess kominn í annan galla. Svo þegar hann kom inn í stúdíó aftur var hann sami maðurinn og áður en hann fór að skemmta. Dags daglega er hann bara eins og afi manns eða pabbi, ekkert öðru vísi en aðrir." - Eru þessar plötuútgáfur ekki mikil áhætta fyrir þig? „Jú, þetta er áhættaTen það er kannski minni kostnaður hjá mér en mörgum öðrum útgefendum. Ég tek þetta upp sjálfur, fylgist með alveg frá upphafi. Ég sé um hljóðblöndun og kem plötunni í skurð. Ég tek sjálfur myndirnar á plötuumslögin og það liggur við að ég standi yfir mönnum þegar verið er að vinna umslagið og fylgi því svo í prentun. Ég sé sjálfur um dreifingu og allar aug- lýsingar. Ég losna því við alla milliliði og þannig verður áhætt- an minni. Það eru auðvitað fastir liðir eins platan sjálf, en annað er mfn vinna og maður getur metið hana á svo margvíslegan hátt. Þetta er ekki bara vinna, þetta er Iíka mitt áhugamál. HJS. Þrír góðir, Hallbjörn, Jonny King og Siggi Helgi taka lagið saman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.