Dagur - 13.07.1984, Síða 7

Dagur - 13.07.1984, Síða 7
TT/ / V Her a að vera eftir- sóknarvert að búa“ Helgi Bergs, bæjar- stjóri á Lín- unni - Helgi Bergs, bæjar- stjóri, er hann á línunni? „Já, sá er maðurinn." - Komdu blcssaður, þetta er á Degi. „Blessuð." - Mig langaði svona á að byrja á því að forvitnast um hvort þú sért Akureyringur? „Ja, hvenær verður maður Akureyringur. Ég er ekki innfæddur en hef búið hér af og til og alveg síðan 1976. Ég er student úr MA og dvaldi því hér mín menntaskólaár.“ - Hvernig hefur þér og Akureyri samið? „Ég er hér enn, ætli það segi ekki mesta sögu, það er mjög gott að búa hérna.“ - Hvernig er að vera bæjarstjóri á Akureyri? yr- „Mér hefur líkað það vel, það er ekki yfir neinu að kvarta.“ - Er bæjarstjóri valdamik- ill? „Það fer nú eftir því hvernig á það er litið, auðvit- að er það bæjarstjórnin sem ræður mestu. Bæjarstjórinn ræður væntanlega einhverju, svona innan þess ramma sem honum er markaður af bæjarstjórninni. Þetta er kannski ekki stórkostlega valdamikið starf en svolítið ábyrgðarstarf.“ - Er mikill munur á þínu starfi og annarra í bæjar- stjórn? „Það er auðvitað stórkost- legur munur. Þeir eru kosnir 4. hvert ár, pólitískt en staða bæjarstjóra er kannski frekar svona hálf pólitískt embætti. Hann er kjörinn af bæjar- stjórninni 4. hvert ár og hef- ur ekki atkvæðarétt í bæjar- stjórninni heldur eingöngu málfrelsi og tillögurétt. Eg sé um framkvæmdir á vegum bæjarins og er æðsti em- bættismaður hans. - Nú segir Helgarpóstur- inn að þú sért að hætta sem bæjarstjóri, er það rétt? „Það er líklega betra fyrir þig að ræða um það við þá, mér sýnist þeir vita miklu meira um það en ég.“ - Þú vilt ekki neita þessu né játa? „Það er ekkert til í þessu, ég er ekki að hætta í dag eða á morgun, en sjálfsagt hætti ég einhvern tíma.“ - Ber fólk mikla virðingu fyrir bæjarstjóranum? „Ætli það sé nú ekki eitthvað misjafnt. Sjálfsagt eru margir sem bera virðingu fyrir stöðunni en hvort þeir bera virðingu fyrir mér er svo allt annað mál. Ég held að það hafi dregið úr því að fólk beri ósjálfrátt virðingu fyrir mönnum sem eru í vissum stöðum. Ég hef það svona á tilfinningunni. Ef maður les eitthvað nógu gamalt virðist fólk bera afskaplega mikla virðingu fyrir embættis- mönnum." - Hvað heldur þú um framtíð Akureyrar og nág- rennis, verður hér lapinn dauðinn úr skel ef ekki kem- ur stóriðja ? „Ja, ég veit það ekki. Menn verða í allri þessari umræðu um stóriðju að gera sér grein fyrir ýmsum hlutum. Það er númer eitt að gera sér grein fyrir því að stóriðja ein og sér er ekki lausn á öllum vandamálum. Hún getur verið þáttur í að leysa ákveðin vandamál o'g getur rennt styrkari stoðum undir þetta byggðarlag, en stóriðja er ekki nein „patent" lausn á öllum hlutum. - Hefur orðið afturför eða stöðnun hér í þinni bæjar- stjóratíð? „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja það. Hér hefur verið mikil gróska sl. 10-15 ár og mikill vöxtur út um landsbyggðina sem ég held að hafi fylgt upp- byggingu togaraflotans. Þetta hékk hér á Akureyri saman við ýmislegt annað, miklar bygginga- framkvæmdir og fram- kvæmdir við hitaveituna. Nú hefur heldur dregið úr þessu hjá okkur og þensla er ekki eins mikil og hún hefur verið undanfarin ár. Það þarf að hleypa hér fleiri og sterk- ari stoðum undir atvinnulífið og halda áfram þeirri þenslu sem varð þó hún verði kannski ekki eins mikil og hún var. Þetta byggðarlag þarf að vera öflugt mótvægi við suðvestur hornið. Þetta er góður staður að búa á, hér er gott veðurfar og hér á að vera eftirsóknarvert að búa.“ - En svona örlítið léttara að lokum, hvað á að gera í sumarfríinu? „Ég ætla nú að halda mig innanlands, ætli ég skreppi ekki eitthvað upp á hálend- ið.“ - Þá segi ég bara góða ferð og þakka þér kærlega fyrir spjallið. Vertu blessað- ur. „Þakka þér sömuleiðis, blessuð.“ HJS. 13. júlí 1984 — DAGUfl —7 býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. ★ ★ Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 14. júlí Hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði leika fyrir dansi tii kl. 02.00. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. HÁTÍÐISDAGAR HESTAFÓLKS verða á Melgerðismelum 28—29.^úlí '84 Keppnisgreinar: Góðhestakeppni A og B flokkur. Unglingakeppni, eldri og yngri flokkur og nýjung á hestamótum, PARAKEPPNI. Opin íþróttakeppni, allar greinar. Kappreiðar: 150 m skeið, 250 m skeið, 250 m stökk, 300 m stökk, 800 m stökk og 300 m brokk. Heiðurssýning norðlenskra gæðinga sem sigrað hafa á Fjórðungs- og Landsmótum allt frá 1976 og einvígi, Fákur - Léttir, bestu góðhestar frá hvíta- sunnumótunum 1984. Kvöldvaka á laugardag. Skráning keppnishesta sé komin til undirritaðra fyrir hádegi 20. júli. Matthías Ó. Gestsson, Akurgerði lf Ak. s. 96-21205. Hörður Guðmundsson, Svertingsst. Eyf. s. 96-24942. Þórður Stefánsson, Grenivík S-Þing. sími 96-33232. ATH.: Sami hestur keppir ekki bæði í góðhesta- keppni og íþróttagreinum. í parakeppni skal parið vera úr sömu f jölskyldu. GLÆSILEGUSTU VERÐLAUN ÁRSINS! Iðnaðardeild Sambandsins kynnir nýja Eldjárns- hnakkinn. Glæsilegasti gæðingurinn fær hnakk- inn í mótslok. FUNI — LÉTTIR — ÞRÁINN.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.