Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-13JÚIÍ1984 Helgarviðtalið: Stefán Þorvaldsson langferðabílstj óri: VIÐ ER UM NÚTIMA Ég arkaði inn á Bifröst um daginn og spurðieftir Stefáni Porvaldssyni. „Hann er nú ekki við í augnablikinu, en hann kemur bráðlega. Fáðu þér sæti og bíddu eftir honum," svaraði mér vingjarnlegur maður sem talaði mikið í síma. Og ég beið. Hlustaði á nokkra starfsmenn inni í kaffistofu segja skondnar sögur. Ein var um mann sem ekki hafðifengið það í 11 ár. Pað var mjögfyndin saga. Svo leið og beið og Stefán kom. Hann tók vel í erindi mitt, en það var smá spjall á meðan hann œki sem leið lægi í Varmahlíð. Þar ætlaði ég að stökkva út en hann héldi síðan áfram að aka vörum Kaupfélagsins til Reykjavíkur. Við settumst inn íA-344 og ókum afstað. Fyrst var þó tekinn tengivagn sem flytja átti heyvinnuvélar til Akureyrar. Ég varð dá- lítið hissa þegar Stebbi myndaðist við að taka beygju inn í bæ. ,JEÚaðru einn rúnt á þessu 23 tonna tæki?" Hann ætlaði.bara aðeins að koma við heima. Hraði og verðbólga Við vorum rétt komin út úr bæn- um þegar spurningarnar tóku aö dynja á Stefáni, sem svaraði öllu af yfirvegari ró. Ég hafði það á tilfinningunni að bílstjórar væru almennt rólyndismenn og ljúf- menni. - Hvað ertu búinn að keyra leiðina Akurcyri-Reykjavík-Ak- ureyri lengi? „Ég byrjaði 1970 og reiknaðu svo! Ég hef vcrið í þessu starfi óslitið síðan. Það hefur mikið breyst á þeim tíma. Ég byrjaði á 7_tonna bíl og þá tók.þaö daginn að losa og lesta hann. Núna keyri cg 12 tonna bíl og er '/2 dag að losa og lesta. Það er orðinn svo óskaplegur hraöi á öllu. Vörurn- ar þurfa helst að vera komnar á áfaiigastað í síöasta lagi strax! Þcgar verðbólgan var sem mest þá mátti ckki safnast upp neinn lager og þá var keyrt og keyrt. Ég segi nú ekki að það hafi verið pantað fyrir daginn en það lá við."' - Af hvcrju eruð þið orðnir svona fljótir að losa og lesta nú í scinni tíð? „Þuð gera brettin. Vörurnar eru vcl flestar keyrðar að bílnum á brettum og þá tekur enga stund að henda þeim upp í bílinn. Það léttir okkur starfið mikið, ég get sagt þér það að þetta eru oft bölvuð átök og streð að standa í þessu." - Það hljóta að hafa orðið um- talsverðar breytingar á 14 árum? „Það er óhætt að segja það. Það er einkum hraðinn, áður var frekar rólegt yfir þessu, ekkert stress. Það er hins vegar yfirgnæf- andi núna. Núna förum við oft einir, en áður vorum við nokkrir saman í hóp og þá stoppuðum við lengur og kjöftuðum saman. En bílarnir hafa breyst til batnaðar. Þeir fara miklu betur með mann þessir nýju bílar. Það er t.d. mik- ill munur að hafa kojuna. Maður er oft þreyttir á þessurh ferðum og þá er gott að henda sér í koju. Sérstaklega þegar ekið er að næt- urlagi, þá er maður oft þreyttur þegar lagt er af stað.Oftast eru menn búnir að fá meira en nóg þegar búið er að losa og lesta, en þá er u.þ.b. 10 tíma akstur eftir. Ef allt gengur að óskum. Það fer eftir árstíma." Vetur, sumar vor og haust. Við förum að tala um árstíðirnar og Stcbbi teygir sig í Winstonpakk- ann. Segir oft betra að keyra á veturna. Af hverju? Jú, þá er minni umferð, mínna ryk, vegur- inn er oft betri, einhvern veginn léttari. Veðrið - Ég hélt það væri svo ömur- legt að keyra yfir vetrarmánuð- ina. Ófærð og snarvitlaust veður. „Það er misskilningur. Mér finnst vera orðið miklu snjólétt- ara en var. Ég man eftir því að einu sinni var Öxnadalsheiðin lokuð upp undir 3 vikur. Ég var þá að koma að sunnan og náði af einhverjum ástæðum ekki lest- inni sem var að fara yfir. Ég var staddur hjá Kotum og það skóf helvíti mikið svo hefillinn treysti sér ekki á móti mér. Það var ekki um annað að gera en snúa við, ég vissi að Drangur var á Króknum og keyrði þangað, lestaði og stökk um borð kom sjóleiðina heim. Núna er alltaf mokað tvisv- ar í viku yfir veturinn og þó mað- ur hreppi misjöfn veður og verði stopp á leiðinni um tíma, þá er bara að bíða eftir mokstursdegi. Við hlustum gaumgæfilega á veðurspána og ef hún er slæm reynum við að komast á undan veðrinu. Það heppnast stundum annars verðum við strand. Já, við erum oft að keppa við veðrið." „Eitt sinn var ég uppi við Grjótá í kalsaveðri og ófærð. Þar kolfesti ég mig og ekkert gekk. Ég var talstöðvarlaus og gat ekki látið vita af mér. En þetta bjarg- aðist allt saman, ég lagði mig og svaf í rólegheitum. Það komu bíl- ar daginn eftir og allt í fína. En þú verður að athuga það, að oft er dýrvitlaust veður heima þegar lagt er af stað, en skiptir alveg þegar komið er yfir Oxnadals- heiðina og þar er komið blíð- skaparveður. Svo er það annað, það oft afskaplega þreytandi að keyra í steikjandi sól og hita." Kvenfólk og krappur dans - Það hefur engin kona verið í þessu starfi? „Ekki er það nú ennþá. Þær virðast fara með meira í rútubíla- bransann. En konur geta gert alla skapaða hluti." Hann lítur á mig og brosir. „Þær eiga alveg að geta verið í þessu starfi. Að minnsta kosti keyrt, það eru átök við að losa og lesta eins og ég sagði áðan." - Þið eruð fjölskyldumenn, en hljótið að vera ákaflega lítið heima. „Já, við erum lítið heima og ég er hræddur um að við gerum lítið af heimilisverkunum. Við getum ekki gert alla þá hluti sem kon- urnar vilja að við gerum á heimil- um." Við keyrðum framhjá bíl þar sem verið var að skipta. um dekk. Hafði sprungið. Ég fór að hug- leiða hvort ekki væri erfitt að skipta um dekk á stórum flutn- ingabílum. „Það er ekki svo erfitt, vara- dekkið er undir bílnum núorðið og það er auðvelt að ná því. Á gömlu bílunum voru dekkin uppi á þaki og það var töluvert vesen að príla upp til að ná í það. En það er ekkert leiðinlegt að skipta um dekk. Þegar veðrið er eins gott og í dag þá er það ágætis til- breyting að bregða sér út. Svo er annað mál þegar veðrið er leiðin- legt. Einhvern veginn er það nú svo, að manni finnst sem oftar springi þegar veðrið er vont, þá tekur maður meira eftir því." Útilegumenn. - Þú hefur keyrt á milli í 14 ár. hvað er það sem heillar? „Það er eitthvað við þetta. Þegar komið er út á þjóðveginn er maður sjálfs síns herra. Þú átt veginn þegar hver kólómetrinn á fætur öðrum er lagður að baki. Þú nálgast áfangastaðinn æ meir og nærð ákveðnu takmarki. Ef ég er of lengi á sama stað án þess að fara út á þjóðveginn, þá vil ég ólmur komast af stað aftur." Ég hefstundum sagt að þetta sé ekki ósvipað sjómennskunni „Þetta er einhver fiðringur. Eða flækingseðli. Mér líkar þessi flækingur vel. Oft er ég meiri- hluta sólarhringsins í bílnum, hann er annað heimili manns. Það má orða það svo að við sem stöndum í þessum séum nútíma útilegumenn. (Hvar er þá Halla?). Við leggjum okkur bara þar sem við erum í það og það skiptið. Kaupfélagið hefur leigt herbergi fyrir sunnan fyrir okkur bílstjórana, en nú erum við á göt- unni. Ég hef undanfarið sofið í bílnum þegar ég er í Reykjavík. Legg honum gjarnan á planinu fyrir utan Landflutninga, þar sem miðstöð okkar er fyrir sunnan. Það er ekki hægt að negla niður eitthvað ákveðið og segja: Þetta er það sem heillar í þessu starfi. Það e.r svo ótalmargt. Ég hef kynnst góðu fólki á leiðinni, það kemur smám saman, svo er skemmtilegt að fylgjast með bændum vinna verk sín. Ósjálf- rátt geri ég það, þessi er kominn svona langt í heyskapnum og þessi svona. Það liggur við að ég taki eftir einhverju nýju í hverri ferð. Landið er aldrei eins. Veðr- ið og árstíðirnar gera það að verkum að það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt. En stundum keyri ég hálfblindandi og af gömlum vana." - Áttu einhvern uppáhaldskafla á leiðinni? „Ekki er það. En einu sinni þótti mér leiðin frá Blönduósi og að Staðarskála fremur leiðinleg. Hún hefur skánað mikið eftir að vegurinn lagaðist. Mér finnst ég kominn ansi langt þegar ég hef náð Húnaveri." En Hvalfjörður- inn? „Mér finnst Hvalfjörðurinn fallegur og ekkert leiðinlegt að keyra hann. Öxnadalurinn getur hins vegar orðið býsna langur, sérstaklega á leiðinni heim. Þetta er alveg að koma, en samt . . . Það er stundum dálftið syfjað andrúmsloftið á leið niður hann, einkum um nætur." Talið beinist að vegamálum bæði í okkar heimahéraði og annarra. Það er til skammar hversu lítið er um bundið slitlag út frá Akureyri og þá er átt við Þjóðveg nr. 1, ekki Dalvíkurveg- inn. Stefán heldur að við eig- um ekki nógu duglega þingmenn í kjördæminu. Eru þeir þá dug- legri fyrir vestan okkur? „O sei, sei já, mikil ósköp, það hlýtur að vera. Vegurinn hér í Öxnadaln- um er líklega sá elsti á allri leið- inni til Reykjavíkur." „Erum við ekki nógu dugleg að kvarta eða hvað? Eitthvað er það. Draugar og dáindismenn: í fátækt minni hér á árum áður (það hefur breyst mikið!) ferð- aðist ég stundum á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur með Kaupfé- lagsbíl, þar af þrisvar með Stebba. Eg spyr hann um far- þega. „Það er ekki oft sem ég hef farþega. Helst ef ég kannast við fólkið. Ég geri lítið af því að taka ókunnuga. Oft fer ég seint af stað að sunnan og þá er best að vera Texti: mþþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.