Dagur


Dagur - 13.07.1984, Qupperneq 9

Dagur - 13.07.1984, Qupperneq 9
13.JÚIÍ 1984 — DAGUR — 9 eina skipti sem draugur reynir að ná sambandi við mig.“ Matartími óskast: Við nálgumst Varmahlíð. Klukk- an er 4. Hvenær verður þú kom- inn til borgarinnar? „Svona um 11. Það er eitt leiðinlegt við þetta starf og það er maturinn sem við étum á leið- inni. Grillmatur er ekki hollur. Og ekki góður heldur.“ Ég sting upp á að KEA útbúi nestispakka fyrir flutningabílstjóra. „Það er ekki svo vitlaust. Og þó. Þá fer maður ennþá minna útúr bílun- um, en það gæti verið liður í að auka hraðann enn frekar. En það er oft svo mikið að gera hjá okk- ur að matar- og kaffitímar vilja týnast. Ég veit ekkert hvað verð- ur um þá.“ Það væri ekki úr vegi að vita hversu margir bílar eru í förum á milli. „Þeir eru 7 talsins. Sá elsti er frá 1966 og það er búið að keyra hann 800 þúsund kílómetra. Þessi bíll sem ég er á er árgerð ’81 og hann er ekinn 200 þúsund kílómetra. Því er ekki að neita að það mætti endurnýja þessa bíla oftar, þeir skila sínu. Það hefur verið talað um að flytja meira með skipum, en ég held að bíllinn haldi velli. Það tekur lengri tíma að flytja vörur með skipum og það eru miklu fleiri milliliðir." Við keyrum á bundnu slitlagi og sjáum lögregluna með byssu á lofti. Leyfilegur hámarkshraði A-344 er 45 kílómetrar. Við sleppum. Við Kaupfélagið kveð ég Stefán Þorvaldsson, þakka ánægjulega ferð og óska góðrar ferðar. Ég á eftir að koma sjálfri mér til Akureyrar og hugðist nota þumalfingurinn í þeim til- gangi. Heimleiðin. Þorbjörn og Guðrún koma til sögunnar Ég er eiginlega ekki lögð af stað, er Þorbjörn Broddason, kennari minn og kona hans Guðrún Hannesdóttir kalla til mín og spyrja hvort ég vilji sitja í að Silfrastöðum hvar þau dvelja í Sumarhúsi, er svo heitir. Ferðin gekk vel, Þorbjörn var í kennara- hlutverkinu, fæddur og uppalinn í Skagafirði sagði hann heiti hóla, gilja og fjalla. Á Silfrastöðum: „Endilega að líta inn og fá kaffi og pipar- kökur.“ Jú, jú, ekki lá mér mikið á. Það slapp rolla inn í girðing- una er hliðið var opnað. Árans óheppni og lömbin fyrir utan. Dósentinn hljóp sem unglamb væri um víðan völl og allt fór bet- ur en á horfðist. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi, að yfir rjúkandi kaffi og tvíbökum fórum við að spjalla örlítið um álver og pínulítið um einstaka ráðherra og þingmenn. Annars var mest talað um heyskaparhorfur því við erum öll úr sveit! Eftir dágóða stund skoðuðum við nokkur tré og ég fór fram á myndatöku. Það var tiltölulega auðsótt mál og best að loka hurðinni við það tækifæri. „Jæja, nú er ég að fara,“ segi ég. „Kápan mín er inni.“ Nema hvað. Allt læst, eng- inn gluggi opinn. Næsta áhald var Myndir: KGA. einn á ferð til að geta lagt sig á leiðinni. Annars er oft gaman að hafa farþega, þeir vita ýmislegt um bæina og fólkið og það styttir stundirnar að spjalla." Þú ert þá mest einn á ferð og kannski sofandi úti í auðninni. Heimsækja þig aldrei draugar? „Ég hef þvælst víða og sofið alls staðaná leiðinni, en þeir hafa ekki viljað tala við mig draugarn- ir. Þeir eru sagðir vera margir í Bakkaseli og þar hef ég iðulega stoppað að vetrinum að setja undir kveðjur en ekki hef ég orð- ið var við draugana. Fyrst við erum farin að tala um drauga, þá get ég sagt þér að við flytjum ekki bara kotasælu, smjör og kaffi. Ég hef flutt lík hér á milli. Það var allt í lagi, skiptir engu máli hvort ég er að flytja lík eða kotasælu. Eitt sinn flutti ég bíl norður sem lent hafði í árekstri og ökumaður hafði látist. Þegar ég var að keyra upp Bólstaðarhlíðarbrekkuna þá finnst mér sem bíllinn flauti og flauti viðstöðulaust. Ég neita því ekki, mér datt ýmislegt í hug. Kannski þetta sé þá í fyrsta og kúbein eitt mikið og var það brúkað til að spenna upp einn glugga. Ég fékk kápuna og ark- aði upp á veg. Drottinn er minn hirðir Mikið óskaplega var ég bjartsýn þegar ég lagði af stað. Ég gaf í. Það er skemmtilegt að ferðast á puttanum! Sko ef einhverjir bílar taka mann uppí. Ég finn það á mér, það kemur bíll eftir tvær mínútur. Verst að hann var á móti. Fallegur er Skagafjörðurinn, sérlega þegar maður er einn á ferð fótgangandi. „í fótspor Sölva Helgasonar“ jólabókin í ár. Strigaskórnir voru farnir að gefa sig, en áfram skrölti ég þó. 7 bílar á móti, ein dráttarvél og það bara hlýtur að vera að Drottinn sendi, þó ekki væri nema einn bíl í norðurátt. Ég fór að hugsa um það í fram- haldi af þessu, að það væri í verkahring Guðs að senda villu- ráfandi sálum eitthvert farartæki. Tvær kindur stóðu neðan við veginn. „Komið þið sælar,“ sagði ég. „Ég heiti Vigdís Finnboga- dóttir." Þær horfðu grunsemdar- augum á mig. A-ha, hún er að villa á sér heimildir. Mér varð ekki um sel, þær horfðu svo stíft og lengi. Hljóta að hafa verið í Rannsóknarlögreglu Skagafjarð- arsýslu. Mér var nokk sama um skjáturnar, bara ef ekki kæmu hundar. 11 bílar á móti, ein drátt- arvél, eitt dautt lamb og áfram kristmenn krossmenn. „Drottinn mér er alveg sama þó það sé „slummugrænn“ Skódi með óhrjálegan karlmann undir stýri sem reykir Camel alla leiðina. Bara ef ég kemst heim." Seðlabankaþáttur Ég legg til að kaffidrykkja verði bönnuð á íslandi. Ég var alveg að . . . á mig, það er munur fyrir suma sem hafa allt utan á liggj- andi eða þannig. Jæja, allt í einu var sem birti yfir Skagafirðinum. Ótrúlegt en satt, þar var að koma bíll. Þumalfingurinn, hvort er sá hægri eða vinstri vænlegri? Ljósblár Volvo kemur aðvífandi, stöðvar og ég hoppa uppí. Leyndardómsfullir bankaeftirlits- menn á ferð. „Við megum lítið gefa upp hvað við gerum ná- kvæmlega.“ Það skipti engu máli, þeir voru á leið til Akureyrar. Ég vissi að Jóhannes myndi ekki bregðast þegnum sínum á neyð- arstund. í næsta blaði verður nánar fjallað um ástand efna- hagsmála. mþþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.