Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 10
10 — DAGUR — 13. júlí 1984 Hlutav elturabb yfir volgu mjólkurglasi Hlutaveltur eru vinsælar eink- um og sérílagi meðal barna og eru þau ófá börnin sem ekki hafa eitthvað komið nálægt „tombólubisness“. Það er meiriháttar spenna er maður hefur fengið miðann í hendur, nr. 19! Skyldi það vera Flóru- búðingur eða IVfaggi grænmet- issúpa? Jafnvel rispuð plata, það væri toppurinn. Því eru þessar vangaveltur festar á blað, 'að hingað inn á rit- stjórn komu 4 krakkar sem hald- ið höfðu hlutaveltu fyrir Rauða krossinn og safnað 175 krónum. Þetta voru þau Heiðrún Björns- dóttir, Birna Rún Arnarsdóttir , Aron Þór Arnarsson, stóri bróðir Birnu og Hiimar Þór Pálsson. Á fjölmennum félagsfundi var ákveðið að bjóða þessum krökkum uppá volgt mjólkurglas og gráfíkjutertu, og spyrja þau helstu tíöinda úr Ránargötunni. Jú, jú tombólan gekk bara vel og það var voða gaman en það er ekki víst þau haldi aðra. Þau eru mest að hjóla á daginn og á róló. Hciörún á heima í Mývatnssveit og fær ókeypis í sundlaugina af því mamma hennar er sundlaug- arvörður. Hún er núna á Akur- eyri að passa Birnu. Altsvo Heiðrún, ekki mamma hennar. - Krakkar eruð þið ekki á móti álveri? Þau fara að hlæja og yppta öxlum, ég veit það ekki jú, jú al- veg eins. Þá fara óviðkomandi blaðamenn að skipta sér af þessu og „viljiði ekki láta gaumgæfa þetta mál rækilega áður en . . . . “ Heiðrúnu, Birnu, Ar- oni og Hilmari finnast þessar um- ræður ekki par skemmtilegar og einbeita sér að mjólkinni volgu. Við reynum fyrir okkur á öðrum vígstöðvum: Trúið þið á Guð? Þau brosa. Brosmild börn. „já, svona stundum.“ Það fer kannski eftir veðri? „Við erum sko búin að vera á Vestmannsvatni og þar eru alltaf bænir, líka á morgn- ana. í hádeginu syngja allir: Lof- ið drottinn fyrir þennan mat. Þið trúið þá á Guð þegar þið eruð á Vestmannsvatni? „Já.“ - Jæja krakkar mínir viljið þið ekki hlaupa út í sólina og niður á bryggju að veiða? „Það er nú engin sól, og við eigum enga veiðistöng.“ mþþ. Nýtt a markað- inum Gerilsneytt og áfyllt af Mjólkursamlagi KEA Akureyrl meS einkaleyfi frá Tropicana Products Inc. Flórida 100% hreinn appelsínusafi frá Flórida Engumsykri, litarefnum, rotvarnar- efnum, né öðrum aukaefnum er bætt í I hverjum líter af safa eru u.þ.b. 2.4 kg ® af Flórida appelsínum ’ Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 s A helgum degi Texti: 2. Mós. 18.5 Nú er sá tími árs að umferð um vegi landsins er hvað mest. Fjöl- miðlar síendurtaka aðvaranir til fólks uni að virða umferðarregl- urnar. Allir eru sammála um að reglur þessar eru til góðs. Ef allir færu eftir reglunum, þá væri ör- uggt að ferðast. En ef sú ein- kcnnilega ákvórðun yrði tekin, að afnema reglumar eða að mönnum yrði sagt, það skiptir ekki svo miklu máli hvort þið far- ið eftir þeint, þá efast ég um að svo margir myndu hætta sér út t umferðina. Við kennum börnum okkar umferðarreglurnar og brýnum fyrir þeim, að ekki sé nóg að kunna reglurnar, það verður líka að fara eftir þeitn. Þetta gerunt við vegna þess að við elskum börnin okkar og viljum ckki missa þau. Boðorð Guðs eru umferðar- regur, sem hann hefur gefið börnum sínutn svo þeim farnist vel á lífslciðinni. Hann gaf okkur orð sitt ög lög vegna þess aðhon- um er annt am okkur og haiin vill að við varðveitumst frá öllu illu. Bæöi lífið og öll rcynsla þjóð- anna kennir okkur, að það fylgir engin blessun þvi að hafa að engu Guðs góðu boöorð. Þjóð scm lítilsvirðir helgi hjóna- bandsins, fjölskylduna og heimil- ið, verður að bera sjálf afleiðing- ar synda sinna. Þjóð sem deyðir börn sín í móðurlífi, getur ekki vænst blessunar Guðs. Þeir sem ekki gefa börnum sínum kristið uppeldi vita ekki hvílíkt böl þeir eru að leiða yflr sig og börn sín. Þeir sem ekki varðveita og lifa samkvæmt setningum og lioðum Guðs, opna flóðgátt spillingar, sem þeir síðan fá ekki ráðið við. Brot á umferðarreglum Guðs er ómenning, sem öllum ber að varast. Við þörfnumst róttækrar vakningar, svo almenningur gefl betur gaum að boðum Guðs. Drottinn segir við okkur í orði sínu á þessum degi: „Þér skuluð því varðveita setningar mínar og lög. Sá sem breytir eftir þeim skal lifa fyrir þau.*‘ Þessi orð eru í fullu gildi í dag. Þau eru leiðbeining Guðs til þjóðar, sein er í þann veginn að missa af Guðs blcssun. __________Skúli Svavarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.