Dagur - 13.07.1984, Page 13

Dagur - 13.07.1984, Page 13
13.JÚIÍ 1984- DAGUR- 13 „Liðin áþekk en Leifturs- menn nýttu sín færi“ - sagði þjáifari Magna Einar Helgason „Það verður að skora mörk til að vinna leik,“ sagði Einar Helgason þjálfari Magna eftir leik þeirra gegn Leiftri á Grenivíkurvelli á þriðjudag- inn. Við komumst í 1:0 og óðum í tækifærum sem okkur tókst ekki að nýta og þeir jöfnuðu síðan fyr- ir leikhlé. Leiftursmenn áttu síð- an góðan kafla í upphafi síðari hálfleiks og komust í 4:1, en við náðum að laga stöðuna að- eins í lokin, þannig að leiknum lauk með sigri Leifturs 4:2. Þeir vinna riðilinn úr þessu enda liðið sterkt, en þó kom mér á óvart hve vörn þeirra var opin,“ sagði Einar að lokum, en þess má geta að hann þjálfaði Leiftur áður en hann tók við hja Magna í vor. Mörk Leifturs skoruðu Kristinn Björnsson, Stefán Jakobsson, Hafliði Jakobsson og Halldór Guðmundsson. Mörk Magna gerðu Friðbjörn Pétursson og Jón Ingólfsson. Leiftur hefur nú níu stiga forskot í 3. deild B. Njáll fyrirliði fagnar þriðja marki KA og virðist hafa náð góðu taki á eyrum Ásbjarnar. Mynd: KGA Völsungar töpuðu í Njarðvík Leikur Völsunga gegn Njarð- víkingum í 2. deild á miðviku- dagskvöldið fór fram við slæm- ar aðstæður, það hellirigndi og völlurinn allur á floti. Kristinn Guðlaugsson skoraði eina mark leiksins fyrir Njarðvfk á 26. mín. fyrri hálfleik og þar við sat. Undir lok leiksins var einum leikmanni Njarðvíkurliðsins vís- að af leikvelli, en ekki tókst norðanmönnum að nýta sér liðs- muninn. Að sögn heimamahna voru úrslitin sanngjörn og tæki- færi Njarðvíkinga hættulegri. Völsungar voru að sögn þeirra fremur daufir og notuðu of mik- inn tíma í að þrasa við lélegan dómara leiksins. Prátt fyrir tapið í leiknum eru Völsungar enn í 2. sæti. í 2. deild. Frestað Leik Einherja og KS sem vera átti í 2. deild á miðvikudaginn var frestað þar sem austfjarðar- þokan hafði stöðvað flugsam- göngur. Reyna átti að nýju á fimmtudag. Staðan í deildunum verður á sínum stað í blaðinu á mánudag- inn. Þrumuleikur gegn Keflvíkingum - „þetta voru langþráð mörk“ sagði Hafþór hetja KA í leiknum íslandsmót í 2. flokki: Þór - UBK 0:1 KA - ÍBV 2:0 Á mánudagskvöldið fóru fram tveir leikir í íslandsmóti 2. flokks í knatt- spyrnu á Akureyri. Á KA-velli sigr- aði KA-lið ÍBV 2:0 og skoruðu Sæmundur Sigfússon og Þorvaldur Örlygsson mörkin fyrir KA. Á Akureyrarvelli sigraði Breiða- blik lið Þórs með einu marki gegn engu og eru Blikarnir nú efstir í riðl- inum. Ekki tókst okkur að fá stöð- una í heild, en Þór mun vera ofar- lega í riðlinum og hefur m.a. sigrað lið KA. Já, það var sannkallaður þrumuleikur hjá KA og ÍBK í 1. deild á miðvikudagskvöldið hér á Akureyri. Rétt fyrir leik- inn skall á ausandi vatnsveður með þrumum og eldingum. Völlurinn var því rennblautur og erfiður, en síðan stytti upp í leikhléi. KA-mönnum virtist ganga betur að fóta sig í bleyt- unni og náðu fijótt undirtökum í Ieiknum. Á 15. mín. lék Ormar laglega upp hægri kantinn, rennir boltan- um inn á Njál sem gaf góða send- ingu fyrir mark Keflvíkinga, þar sem Stefán Ólafsson kom aðvíf- andi og skallaði knöttinn í netið hjá Þorsteini landsliðsmarkverði. Á 20. mín bjargaði Þorsteinn hins vegar vel frá Hafþóri sem kominn var frír í gegn og rétt á eftir skaut Hafþór framhjá úr góðu færi. KA, sem hafði nokkra yfirburði { fyrri hálfleik, jók for- skot sitt á 25. mín með fallegu marki frá Ásbirni, sem skaut við- stöðulausu skoti í mark Keflvík- inga, eftir að Friðfinnur hafði leikið upp vinstri vænginn og gef- ið vel fyrir markið. Keflvíkingar voru þó hættulegir í skyndisókn- um sínum og Ormarr bjargaði á línu eftir góða sókn þeirra, en við Keflavíkurmarkið komst Stein- grímur í dauðafæri eftir undir- búning Hafsþórs, en skot hans fór framhjá. Keflvíkingar náðu að minnka muninn á 37. mín. eftir varnar- mistök KA og Magnús Garðars- son skoraði úr þröngu færi. Þann- ig var staðan í leikhléi 2-1 KA í vil og var það ekki of mikið mið- að við gang leiksins. Síðari hálfleikurinn var daufari en sá fyrri og fyrstu 20. mín. hans liðu án þess að sköpuðust nein marktækifæri. Á 20. mín. færðist aftur fjör í leikinn. Keflvíkingar fá þá hornspyrnu, Einar Ólafsson lyfti boltanum vel fyrir mark KA og Gísli Eyjólfsson jafnar fyrir Keflvíkinga með skalla. En KA - menn voru ekki á því að láta slá sig út af laginu, þeir hefja leik á miðjunni, boltinn er sendur inn í vítateig Keflvíkinga þar sem Haf- þór tekur hann á brjóstið, snéri sér inn og skoraði með föstu skoti í bláhornið. Mjög vel gert og KA því aftur tekið forystu í leiknum. Aðeins 5. mín síðar gera KA - menn svo út um leikinn. Hafþór vinnur boltann á miðjunni, leikur fram og af 25 metra færi þrumar hann knettinum yfir Þorstein í markið. „Hann var of framarlega í markinu og ég lét bara vaða“, sagði Hafþór eftir leikinn. Það sem eftir lifði leiksins hélt KA fengnum hlut og Keflvíkingar náðu ekki að ógna þeim að ráði. Leiknum lauk því með sann- gjörnum sigri KA 4:2 og þrjú dýrmæt stig í höfn. Mikil gleði var í herbúðum KA eftir leikinn og ekki mikla þreytu að sjá á mönnum þrátt fyrir að þetta væri þeirra 3. leikur á 7 dögum. Liðið er greinilega í góðri æfingu. „Markið frá Haf- þóri strax eftir að þeir jöfnuðu, gerði útaf við þá“, sagði Erlingur Kristjánsson, „öruggur sigur og fullt af tækifærum í leiknum“, sagði hann. „Bleytan skapaði oft hættu, en vörnin hjá okkur var mjög góð“. Já, vörnin var sterk í leiknum og Erlingur lék þar mjög vel, hann hélt hinum hættulega Ragn- ari Margeirssyni algerlega niðri og þegar Ragnar flúði af svæði Erlings þegar líða tók sá Frið- finnur um að halda homirn í skefjun. Baráttujaxlarnir Ormarr, Njáll og Mark léku vel og gáfu ekkert eftir, ungu mennirnir Stefán og Bjarni stóðu vel fyrir sínu og í framlínunni lék Hafþór nú sinn besta leik fyrir KA, en annars var ekki að finna veikan hlekk í liðinu í þessum leik. Mjög góður dómari leiksins var Sævar Sigurðsson, en aðeins 700 áhorfendur mættu til leiks og hefur veðrið átt sinn þátt í því. Fimm af sex mörkum skoruð með skalla „Þetta var líflegasti leikurinn hér í sumar,“ sagöi Árni Stef- ánsson þjálfari Tindastóls eftir leik þeirra gegn FH á miðviku- dagskvöldið. „FH-ingarnir eru mjög sterkir og gerðu útaf við okkur á fyrstu 20 mín.leiksins er þeir ná tveggja marka forskoti. Pálmi Jónsson og Jón E. Ragnarsson skoruðu þá sitt markið hvor með skalla, en eftir hálftíma leik lagaði Sigur- finnur Sigurjónsson stöðuna fyrir okkur, eftir góðan undirbúning Elvars, með þrumuskoti af löngu færi. Staðan í leikhléi var því 2:1 FH í vil. Strax á 5. mín. síðari hálfleiks bætti Pálmi Jónsson við þriðja marki FH með skalla eftir hornspyrnu, en Elvar lagar stöðuna í 3:2 með skalla og allt gat gerst, en upp úr skyndisókn nær síðan Jón E. Ragnarsson að tryggja þeim sigur með fjórða marki FH og enn einu skalla- markinu í leiknum.“ Staða Tindastóls er að verða erfið í deildinni, en eins og Árni sagði þá eru þeir ekki á því að gefast upp, enda engin ástæða til, en leiki verða þeir að fara að vinna ef ekki á illa að fara. Árni Stefánsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.