Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 13.07.1984, Blaðsíða 16
MM ____Opið á BAUTA____ frá kl. 9.00 - 23.30 alla daga Opið í SMIÐJU alla daga frá kl. 12.00 - 14. 00 og frá kl. 18.30 .BAUTINN - SMIÐJAN. „Beit í handlegginn . réðst á hálsinn" - segir starfsmaður bæjarfyrirtækis sem lenti í Collie- hundi er hann var að sinna störfum sínum Handleggurinn var rauður og þrútinn og geinilegar tvær risp- ur eftir vígtennur hundsins. Mynd: KGA. „Ég hyggst ekki kæra þetta en mér finnst það hins vegar al- varlegt mál ef starfsmenn bæjarstofnana þurfa að vera í stórhættu þegar þeir eru að sinna störfum sínum. Það er vont mál fyrir hundaeigendur að láta slíkt gerast og ég tel að hundaeigendur verði sjálfir að taka sér tak, því annars verða ráðin tekin af þeim með ein- hverjuiíi hætti," sagði starfs- maður bæjarfyrirtækis sem átti erindi í hús á miðvikudags- morgun en varð þá fyrir því að stór Collie-hundur réðst á handlegg hans og gerði sig lík- Iega til að bíta hann í hálsinn. Sem betur fór tókst manninum að grípa í háls hundsins og fieygja honum frá sér, enda maðurinn rúmlega 180 cm á hæð og tæp 100 kg á þyngd. „Ég bankaöi uppá og litlir krakkar komu til dyra og hundur- inn í kjölfarið, en þetta er einn af þessum svokölluðu Lassie- hundum, stór og mikill. Ég leyfði honum að þefa af mér og klapp- aði honum lítillega að því loknu. Skyndilega fór hann að urra, lík- lega vegna kattar sem hann varð var við skammt frá og ég hastaði á hann. Skipti þá engum togum að hann réðst á handlegginn á mér og beit utan um hann. Ég var í nylonstakk og tókst að rífa handlegginn lausan, þannig að ekki hlutust af nema tvær 6 og 7 cm langar rispur. Skepnan lét hins vegar ekki þar við sitja held- ur stökk upp á mig og gerði sig líklegan til að bíta í hálsinn. Mér tókst með naumindum að ná taki á loðnum hálsinum og fleygja honum frá mér og þá sneri hann sér að kettinum og hvarf eins og byssubrenndur. Mér brá óneitanlega við þetta, þó er ég ekki óvanur því að um- gangast hunda. Einhvern veginn finnst mér að hundaeigendur séu að missa tökin á þessu og að þeir verði að gera eitthvað í málinu. Ég er enginn hundaandstæðingur og veit fullvel hvaða gagn og gaman menn geta haft af þessum skepnum, en mér finnst það orð- ið spurning hvort leyfa eigi þessa stóru hunda í þeim eina tilgangi að hafa gaman af þeim sem gælu- dýrum," sagði starfsmaðurinn að lokum, en hann vildi ekki láta nafns síns getið til að firra sjálf- an sig og eigendúr hundsins frek- ari óþægindum. HS. Kviknaði í út frá eldingu - rafmagnsleysi í Fnjóskadal Mikill hluti Fnjóskadals varð rafmagnslaus á miðvikudags- kvöldið þegar eldingum sló niður á tveim bæjum. Spennar eyðilögðust í báðum tilvikum og eldur kom upp á öðrum bænum. Það var á bænum Fjósatungu sem elding fór inn í rafmagns- töflu og kveikti í henni, eyðilagði auk þess spenni, en aðrar skemmdir urðu ekki. Elding eyðilagði einnig spenni á Illuga- stöðum en engar aðrar skemmdir urðu þar. Ekki er kunnugt um aðrar skemmdir af völdum eld- inganna á miðvikudagskvöldið. -KGA. Garðyrkjufélagið: Abendingar um garða og lóðir Nú í sumar eins og mörg undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir fallegustu garða og lóðir á Akureyri og annast Garðyrkjufélag Akur- eyrar þetta múl. Garðyrkjufélagið hefur óskað eftir ábendingum um snyrtilega garða og lóðir íbúðarbúsa og fyrirtækja og verður tekið við ábendingum fólks nú um helgina í síma 23566. Einnig verður veitt viðurkenn- ing fyrir fallegustu götuna ef ein- hver slík þykir verð slíkrar viður- kenningar, en svo hefur ekki ver- ið undanfarin ár. HS. Unnið að lokafrágangi í blómaskálanum Mynd: KGA. Opnað í næstu viku „Það gengur vel, við erum að vísu aðeins á eftir áætlun, en það er unnið hér af krafti. Yið reiknum með að opna í næstu viku," sagði Hreiðar Hreiðars- son en hann er að byggja blómaskálann Vín sem stað- settur er veslan vegar, rétt norðan við félagsheimilið Laugaborg. Hreiðar sagði að hann yrði með léttar veitingar, kaffi, ís og annað slíkt. Þá verða blóm og plöntur til sölu sem og aðrar vörur. Sagðist Hreiðar vona, að auk Akureyringa og heima- manna myndu ferðamenn renna fram í fjörðinn og fá sér kaffi- mþþ. Já, ég á nú einhverja and- skotans veðurspá, sagði veðurfræðingur í morgun. En ekki var hún skemmtileg frekar en tilsvarið. Á laug- ardag vérður norðvestlæg átt með súlcl og þokumóðu. Á sunnudag verður hann hins vegar að norðaustan með súld og rigningu. Hita- stigið verður í kringum 10 stig og eitthvað hærra að deginum. Glansefiiin komín aftur Opiðlaugardagkl. 10-12 f.h. SnyrtivöruT * Dömuvörur Undirfatnaður * Bamavörur Vefnaðarvörur '."¦',¦¦' '¦¦" >v&

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.