Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 3
Fréttir úr Fljótum: 16.júlí 1984- DAGUR-3 Heyskap lokið - laxaseiði seld utan Björn Sigurösson. Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Hefiir þú komið til Færeyja? VISA ISLAND DNG vinnur að þróun orkumælis Birgir Antonsson, fram- kvæmdastjóri rafeindafyrir- tækisins Aurora, og Davíð Gíslason, framkvæmdastjóri rafeindafyrirtækisins DNG, hafa sent frá sér athugasemd vegna fréttar í Degi um orku- mæla. Athugasemdin er svohljóð- andi: Varðandi frétt í Degi 11. júlí s.l. um þróun orkumælis fyrir hitaveitur, þá er rétt að taka fram að rafeindafyrirtæki(T~ DNG Berghóli hefur eitt unnið að þró- un orkumælis hér á Akureyri. Hins vegar hafa farið fram við- ræður milli eigenda DNG og Auroru um samstarf við smíði og samsetningu rafeindabúnaðar. Tjaldborgartjald ^ í útileguna * LÉTT GÖNGUTJÖLD MEÐ YFIRSEGLI * TVEGGJA MANNA ÁN YFIRSEGLS * ÞRIGGJA MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS * FJÖGURA MANNA MEÐ YFIRSEGLI FIMM-SEX MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS Tjaldborgartjald í útileguna «-^m _W. SPORTVÖRUR HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400 „Heyskap er nú nánast lokið á flestum bæjum hér í Fljótun- um og var heyfengur góður bæði hvað varðar magn og gæði. Tíðarfar hefur verið með eindæmum gott, brakandi þurrkur upp á hvern dag og ég held að við höfum alveg átt það inni eftir mörg erfið ár undanfarið,“ sagði Reynir Pálsson bóndi að Stóru- Brekku í Fljótum er Dagur spurði hann helstu tíðinda þar úr sveit. „Bændur eru almennt ekki í neinum byggingaframkvæmdum en hér er verið að byggja grunn- skóla að Sólgörðum og er það mjög vandaður skóli. Aætlað er að kennsla hefjist þar um ára- mót. Vegaframkvæmdir eru eng- ar á þessu ári. í vor voru 10 þús. plöntur sett- ar niður í skógræktargirðingu og það var alveg heilmikið átak og gott. Það var Rafveita Siglufjarð- ar sem stóð að þessu, en heima- menn unnu að gróðursetningu. Hér í Fljótunum eru þrjú refa- bú starfrækt og gekk sá búskapur ákaflega illa í vor. Hvolpadauði var mikill og voru margar læður geldar. Menn hafa getíð sér þess til að eitthvað sé að fóðri, aðrar skýringar eru ekki haldbærar á þessu. Bleikjugengd hefur verið lítil það sem af er, hún er seint á ferðinni í ár. Við vonum að hún komi þeim mun fallegri þegar þar að kemur. Laxveiði hefur verið fremur treg í Flókadals- og Fljótaá, en hafbeit hefur skilað sér vel. Það eru um 100 laxar komnir. Við höfum eldisstöð á Reykjarhóli, þar eru seiði alin upp í sjógöngustærð. Nýlega voru 36 þúsund seiði seld til Nor- egs og eitthvað á að selja víðar.“ Reynir sagði að ljóst væri að aukning yrði ekki í hefðbundnum landbúnaðargreinum og litu menn því helst til lax- og fiskiræktar. Sagði hann skilyrði öll mjög góð í Fljótunum til fiskiræktar og væri verið að hug- leiða hvað hægt er að gera í þeim málum. Mannlíf allt kvað Reynir með besta móti enda hefur veðrið gefið tilefnið. mþþ. Farið með rútu frá Húsavík fimmtudag 26. júlí, siglt með M.S. Norröna til Þórshafnar. Farið verður á Ólafsvöku og einnig í skoðunarferðir um eyjarnar. Nánari upplýsingar í símum 41534 eða 41950. Björn Sigurðsson. ÞAÐ ERU AÐ MINNSTA KQSTITVEIR HLUTIR ÓMISSANQ FYRIR ÞIG Á FERÐALÖGUM Vantar úrbætur í vegamálum Ferðamenn sem lagt hafa leið sína í Forvöðin hafa eflaust tekið eftir að vegurinn þangað er ekki upp á marga físka, en nú er von um að úr því geti ræst. Landeigendur hafa sent greinargerð á sýslufund og far- ið þess á leit að reynt verði að malbera veginn svo fólksbflar komist þar um án þess að eiga á hættu að stöðvast t.d. af völdum aurbleytu. Guðmundur Jónsson á Ærlæk er einn landeigenda og sagði hann í samtali við Dag, að enn hefði ekkert komið í ljós hvenær af framkvæmdum yrði, en von- andi fengjust úrbætur sem fyrst. Líklega yrði þó ekkert gert í sumar. Sagði hann að landeig- endur hefðu algerlega séð um svæðið, sett upp ruslatunnur, göngubrú og kamar og unnið er að endurnýjun stiga er liggur upp bergið. Auk þess fara þeir í viku- legar eftirlitsferðir og sagði Guð- mundur að umgengni fólks væri alltaf að batna, en svartir sauðir leynast þó alltaf innanum er skilja eftir sig rusl. Rútur komast ekki niður í Forvöð og þau eru því ekki inni í skipulegum hóp- ferðum, en þess meira er um að fólk á fólksbílum heimsækji staðinn. Nú í sumar hefur tölu- vert af fólki komið í Forvöðin. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.