Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-16. júlí 1984 1. deild: Staftan í l. detld íslandsinótsins í knatt- spyrnu er nú þessi el'tir leiki helgarinnar: KA - ÍBK 4-2 UBK - KR 3-3 Akranes - Þór 3-2 Valur - Víkingur 3-0 Þróttur - Fram 3-2 Akrancs 11 9 1 1 20:7 28 ÍBK 11 6 3 2 13:9 21 Þróttur 11 3 6 2 12:10 15 Valur 11 3 4 4 11:10 13 KA 11 3 4 4 16:17 13 Víkingur 11 3 4 4 15:18 13 Fram 11 3 2 6 13:15 11 UBK 11 2 5 4 10:12 11 l>ór 11 3 2 6 14:17 11 KR 11 2 5 4 11:19 11 2. deild: Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu eftir leiki helgarinnar: Viðir - ÍBV frcstað Njarðvík - Völsungur 1:0 ÍBÍ - UMFS 4:2 Tindastóll - FH 2:4 Einherji - KS frestað FII 10 7 2 1 22:9 23 Völsungur 10 5 2 3 15:12 17 UMFN 10 5 1 4 9:7 16 ÍBÍ 10 4 3 3 17:15 15 UMFS 10 4 2 4 16:13 14 Víðir 9 4 2 3 12:14 14 ÍBV 9 3 4 2 12:10 13 KS 9 3 3 3 11:11 12 Tindastóll 10 2 1 7 12:24 7 Einherji 9 0 2 7 7:18 2 3. deild b: Aðcins einn leikur í b-riðli 3. deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu í vikunni og staðan nú þessi: Magni - Leiftur 2:4 HSÞ-b - Austri frestað Huginn - Þróttur N frestað Leiftur 8 6 2 0 22:6 20 Magni 8 3 2 3 13:11 11 HSÞ-b 7 3 2 2 9:10 11 Þróftur N 6 2 3 1 12:9 9 Austri 6 2 3 1 8:7 9 Huginn 6 0 3 3 10:19 3 Valur 7 0 I 6 7:20 1 4. deild d Staðan í d-riðli 4. deildar eftir leiki helgar- innar er þessi: Reynir - Skytturnar 3:1 Svarfdælir - Geislinn 5:1 Skyttumar - Geislinn 1:0 Reynir 6 5 1 0 21:4 16 Skytturnar 6 3 0 3 15:13 9 Svarfdælir 5 2 1 2 13:15 7 Geislinn 5 1 0 4 4:11 3 Hvöt 4 1 0 3 3:13 3 4. deild e: Ekkert var leikið í e-riðli um helgina vegna Landsmóts UMFÍ og staðan því óbreytt. Vorboðinn - Árroðinn frestað Vaskur - Æskan frestað Tjörnes 5 4 0 1 14:2 12 Vaskur 5 3 11 12:8 10 Árroðinn 5 2 2 1 8:8 8 Vorboðinn 5 113 8:15 4 Æskan 4 0 0 4 4:13 0 1. deild kvenna: Ekkert var leikið um helgina, en næstu leikir verða um næstu helgi á KA og Þórs- velli. Þór 3 3 0 0 6:0 9 KA 3 111 3:2 4 Súlan 3 10 2 1:4 3 Höttur 3 0 12 1:5 1 Kristián meistari á Húsavík Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur fór fram um helgina í góðu veðri og tóku milli 25 og 30 keppendur þátt í mótinu sem tókst mjög vel. Yfirburðasigurvegari í 1. flokki varð Kristján Ö. Hjálm- arsson á 306 höggum, næstur honum kom Skúli Skúlason á 320 höggum og í þriðja sæti varð Axel Reynisson með 324 högg. í 2. flokki sigraði Pálmi Þorsteins- son, í öðru sæti varð Skarphéð- inn Ómarsson og Baldur Karls- son þriðji. Björn St. Haraldsson sigraði í 3. flokki, Kristinn Lúð- víksson annar og Jón Guðlaugs- son þriðji. í kvennaflokki varð Sigríður Ólafsdóttir efst, Arn- heiður Jónsdóttir önnur og Sól- veig Skúladóttir þriðja. Þá var einnig keppt í piltaflokki þar sem Örvar Þ. Sveinsson sigraði en næstir komu Sigþór Skúlason og Hörður Harðarson. Á Sauðárkróki lauk ekki keppni í meistaramóti þeirra um helgina þar sem þátttaka var ekki nægilega góð í öllum flokkum og því ekki hægt að birta úrslit að svo stöddu. En Ólafsfirðingar héldu sitt meistaramót um helgina. Þar var aðeins keppt í meistaraflokki og voru sjö þátttakendur í þeim flokki. Sigurvegari varð Gestur Sæmundsson á 160 höggum, í öðru sæti varð Haukur Hilmars- son á 168 höggum og í þriðja sæti varð Jón Halldórsson með 172 högg. Leiknar voru 36 holur í ágætis veðri, en nokkur þoka var annað slagið og eins og Gestur sagði „maður varð bara að skjóta í áttina, en allar fóru þó kúlurnar niður fyrir rest.“ „Tígerinn" á Tígerteigunum: Sverrir Akureyrarmeistari - Inga Magnúsdóttir í kvennaflokki og Örn Ólafsson í drengjaflokki. ur ef hann leggur rækt við golfið. Kristján Gylfason hirti silfrið, kom inn á 353 höggum en Örn var á 328. Þriðji var svo Sigur- björn Þorgeirsson á 362 höggum. Kjartan Bragason hafði uppi tilþrif í 3. flokki tvo síðari dagana og vann þá upp forskot Árna K. Friðrikssonar og vel það. Árni virtist vera kominn með tak á bikarnum þegar mótið var hálfn- að en hann sá ekki við Kjartani sem lék við hvern sinn fingur. Lokatölur 367 hjá Kjartani, 372 hjá Árna og 381 hjá Árna B. Árnasyni hinum snjalla kylfingi sem bætti sig sífellt er á mótið leið og hefði sjálfsagt viijað hafa þetta fimm daga mót! Svo bregðast krosstré ... - Þorbergur Ólafsson hinn vinsæli kylfingur sem er sannkallað augnayndi á golfvelli tók strax forustuna í 2. flokki og átti 11 högg á næsta mann er mótið var hálfnað. Hann mun hins vegar hafa „tognað á auga“ og var ekki svipur hjá sjón tvo síðari dagana. Þá var Guðjón Sigurðsson hins vegar kominn í banastuð, lék mjög vel og halaði inn sigurinn. Guðjón á 366 höggum, Jóhann P. Andersen á 377, Magnús Gísla- son á 378 og Þorbergur sat eftir í 4. sætinu, málið dautt. Guðmundur Finnsson sem sigraði í 1. fokki lék mjög vel. Eftir tvo fyrstu dagana hafði Gunnar Rafnsson forustuna, en hann sá ekki við Guðmundi er lengra kom fram í mótið frekar en aðrir. Úrslitin þannig að Guð- mundur Finnsson var á 339 höggum, Jón Steinbergsson nokkuð óvænt að mati sumra á 349 í 2. sætinu og Þórður Svan- bergsson þriðji á 351. Sannarlega sviptingar miklar og keppni þarna skemmtileg. Fjölmargir aðilar lögðu sitt af mörkum til þess að gera þetta fjöl- mennasta Akureyrarmót frá upp- hafi sem veglegast. Sjallinn gaf verðlaun í meistaraflokk karla, Alþýðubankinn í meistaraflokk kvenna, Dagur í 1. flokk, Bíla- leigan Geysir í 2. flokk, Ferða- nesti í 3. flokk og Bílasalinn í drengjaflokk. Þá var keppt up fjölmörg auka- verðlaun. Þau voru gefin af Sjall- anum, Smiðjunni, Taki hf., Kótó, Ásgeir Flórentssyni, Kaffi- brennslu Akureyrar, Þengli Valdimarssyni, ísbúðinni, Sana og Flugleiðum. Verðlaunin voru fyrir að vera næstur holu á par 3 holunum og sitthvað fleira en of langt mál yrði að tíunda hér hverjir tóku þau með sér heim. Þökkum til þeirra sem gáfu verð- laun í mótið er hér með komið á framfæri, frá Golfklúbbi Akur- eyrar. „Sverrir „Tíger“ Þor- valdsson er Akureyr- armeistari í golfí 1984, en Akureyrarmótinu Iauk nú um helgina. Sverrir lék 72 holurnar á „sínum teigum“ eða „tígerteigunum“ á 322 höggum og vann örugg- an sigur. I kvennaflokki vann Inga Magnúsdóttir og Örn Ólafsson varð drengjameistari. Alls mættu 74 keppendur til leiks, og hvort sem lesendur trúa því eða ekki þá slógu þessir kylf- ingar alls 28.849 högg í mótinu. Það hefur greinilega verið nóg að gera hjá sumum! Sverrir tók strax forustuna f karlaflokknum og segja má að sigri hans hafi aldrei verið ógnað. Þeir kappar í m.fl. klúbbsins léku á gulum teigum sem þýðir að par valiar er 74. Um næstu sæti var hins vegar nokkur barátta, en þegar upp var staðið var Sigurður H. Ringsted í 2. sæti á 331 höggi. Jafnir í 3. - 4. sæti voru Þórhallur Pálsson og Björn Axelsson sem vann Þórhall í aukakeppni. í kvennaflokki börðust þær vinkonur Inga Magnúsdóttir og Jónína Pálsdóttir um titilinn. Tvo fyrstu dagana fylgdust þær að og Inga átti eitt högg í forskot. A fyrstu 9 holunum þriðja daginn hirti Jónína hins vegar 8 högg af Ingu og virtist vera að gera út um málin en Inga svaraði með að vinna 9 högg á síðari 9 holunum. Átti hún því 2 högg er lokadagur- inn hófst. Þá var spennan í há- marki, Jónína jafnaði trekk í trekk en þegar upp var staðið var Inga á 351 höggi, Jónína á 354 og þriðja varð Katrín Frímannsdótt- ir sem hafði tekið fram kylfurnar eftir nokkurra ára hvíld, og var hún á 369 höggum. Skemmtileg keppni hjá konunum. Örn Ólafsson er drengjameist- ari Golfklúbbs Akureyrar og hirti hann þann titil með tilþrifum. Hann lék skínandi vel pilturinn og átti m.a. besta 9 holu hring mótsins er hann kom inn á 35 höggum. Örn hefur ekki mikið spilað í sumar og það segir allt sem segja þarf um hvað hann get- Elsti og yngsti. Jón G. Sólnes 74 ára og Þorleifur Karlsson 9 ára. Mynd: gk-. Þær voru kátar í mótslok Inga Magnúsdóttir og Jónína Pálsdóttir eftir hina hörðu keppni. - 16. júlí 1984- DAGUR-7 Umsjón: Þorleifur Ananíasson 3 íið af Norður- landi í undanúrslit? Já það er möguleiki á því að norðanmenn eigi þrjú af fjórum liðum í undanúrslitum í Bikarkeppni KSÍ, en 8 liða úrslitin fara fram nú í vikunni. Á þriðjudag leikur Þór gegn liði KR í Reykjavík, en á miðvikudags- kvöldið verða síðan leikir Völsunga og Fram á Húsavík og leikur KA gegn Þrótti á Akureyri. Báðir leik- irnir hefjast kl. 20.00. Enn er ekki Ijóst hverjir leika fjórða leikinn. Leik ÍBV og Akurnesinga úr 16 liða úrslitum er enn ólokið, en vonast til að hann geti farið fram í kvöld. Sigurvegarjnn úr þeim leik mætir síðan liði Breiðabliks í Kópavogi. Öll liðin héðan að norðan ættu að geta kornist áfram ef þeim tekst vel upp í leikjum sínum í vikunni og gaman væri að fá bikarinn norður í ár, en aðeins einu sinni hefur það gerst. Það var árið 1969 þegar lið IBA sigraði lið Skagamanna í úrslitaleik 3:2. Oftast hafa KR-ingar sigrað í keppn- inni eða sjö sinnum, þannig að Þórsarar fá ef til vill erfiðasta andstæðinginn, en þeir geta þó huggað sig við að allir sigrar KR voru á dögum rauða Ijónsins og KR hefur ekki sigrað síðan 1967. En hvað segja leikmenn sjálfir um möguleika sinna liða? Bjarni Sveinbjörnsson: Njáll Eiðsson: 1 Helgi Helgason: „Við stefnun að sjálfsögðu að sigri gegn KR- ingum á þriðjudaginn. Okkur hefur ekki gengið neitt ver að leika á útivöllum í sumar og kunnað vel við okkur á Laugardalsvellin- um. Þessi leikur verður hins vegar á KR-vell- inum og held ég að það gæti orðið verra,“ sagði Bjarni Sveinbjörnsson leikmaður Þórs. „Þetta verður örugglega ekki eins létt og í deildarleiknum fyrr í sumar þegar við sigr- uðum þá auðveldlega fyrir sunnan. Bæði þjálfarinn okkar Þorsteinn Ólafsson og Óli Þór Magnússon hafa leikið í úrslitaleikjum í Bikarkeppninni, þá með liði Keflvíkinga. Við munum stefna að sigri í Bikarkeppninni í ár og ættum að hafa möguleika til þess að sigra, ekkert síður en þau lið sem eftir eru í keppninni, en það þýðir ekki að hugsa um meira en einn leik í einu og fyrst er að sigra KR,“ sagði Bjarni að lokum. „Þetta verður mjög erfiður leikur, Þróttarar eru úr leik í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn og munu því leggja alla áherslu á bikarinn. Undanfarið hefur það lið sem slær Víking út úr keppninni hreppt bikarinn og Þróttur sló Víking út í síðustu umferð. En ef' við náum upp jafn góðri baráttu og í leiknum gegn ÍBK, eru möguleikar okkar góðir. Þróttarar náðu jafntefli hér í deildarleiknum í sumar, en við áttum að sigra í þeim leik. Nei, ég hef aldrei leikið úrslitaleik í Bika- rkeppninni, Gústaf Baldvinsson hefur leikið tvo úrslitaleiki með ÍBV og varð Bikar- meistari 1981, en við hinir höfum aldrei komist það langt. Það er draumurinn að fá að spila úrslitaleik í Bikarkeppninni, en fyrst þarf að sigra Þrótt á miðviku- dagskvöldið og áhorfendui geta hjálpað okkur mikið með góðum stuðningi sínum á leiknum." „Við erum meira en hálfnaðir í titilinn,“ sagði hinn eldhressi Helgi Helgason leik- maður og þjálfari hjá Völsungi. „Nú þegar höfum við slegið út úr keppninni lið Leifturs, Tindastóls, KS og Víking Ólafsvík. Við gæt- um unnið 1. deildarlið Fram ef við náum að sýna toppleik, en það verður örugglega mjög erfitt. Eg hef ekki séð Frammarana í sumar, en kannast við leikmenn liðsins og hvernig þeir leika. Maður þekkir þessa karla. Það hefur enginn úr okkar liði leikið í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ. Kristján Olgeirsson komst næst því árið 1982 þegar hann lék með Ak- urnesingum og þeir komust í úrslit gegn ÍBK, en hann var í leikbanni í úrslita- leiknum. Áhorfendur okkar hafa sótt völlinn vel í sumar og verið okkur mikill styrkur í heimaleikjunum, stuðningur þeirra hefur mikið að segja, ekki síst í leik sem þessum gegn Fram,“ sagði Helgi að lokum. ••• Mjolkursamlag KEA 900 Akureyri Simi96-21400 a markað- 7 -< £ 1 100% hreinn appelsínusafi frá Flórida Engum sykri, litarefnum, rotvarnar- efnum, né öðrum aukaefnum er bætt í i mre wd & r ípr ifffe j vá t . f/ ' i ■ li i \\ + ir, \ % I hverjum líter af safa eru u.þ.b. 2.4 kg ® af Flórida appelsínum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.