Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-16. júlí 1984 Þórsarar oheppnir að ná ekki stigi - Töpuðu fyrir Akurnesingum 3? ,,Þeir voru töluvert betri í fyrri hálfleik,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs í knattspyrnu eft- ir leik þerra gegn Akurnesing- um í 1. deild á laugardag. „Jafntefli hefði verið sann- gjörn úrslit í leiknum, því í síð- ari hálfleiknum náðum við upp mjög góðri baráttu og áttum miklu meira í leiknum en þeir.“ Strax á 5. mín. leiksins náðu Akurnesingar forustunni með marki frá Árna Sveinssyni eftir að tveir Skagamenn komust inn fyrir vörn Þórs og Þorsteinn Olafsson kom engum vörnum við. Þetta mark í upphafi leiks kom eins og köld vatnsgusa á leikmenn Þórs, en þeir létu þó ekki slá sig út af laginu og strax 2 mín. síðar höfðu þeir jafnað metin. Eftir góða sókn upp hægri kant átti Jónas Róbertsson mjög góða sendingu fyrir mark Akur- nesinga á stöngina fjær þar sem Kristján skallaði boltann út í teiginn og Nói Björnsson skoraði af vítapunkti með föstu skoti. „Við fengum síðan á okkur tvö klúðursmörk seint í fyrri hálf- leiknum," sagði Nói, „fyrst skor- aði Sigþór Ómarsson með skalla og síðan bætti Hörður Jóhannes- son við öðru marki eftir varn- armistök hjá okkur.“ Staðan í leikhléi því 3:1 Akurnesingum í vil. Þórsarar náðu strax góðum tökum á leiknum í síðari hálfleik og voru mun meira með boltann, en vörn Akurnesinga var sterk og varðist vel. Um miðjan síðari hálfleikinn náðu Þórsarar þó að minnka muninn þegar Óskar Gunnarsson skoraði gott mark með skalla eft- ir sendingu frá Jónasi Róberts- isyni, en stuttu áður höfðu Ak- urnesingar bjargað á marklínu. Að sögn Nóa fengu Akurnesing- ar aðeins eitt tækifæri í síðari hálfleiknum, slíkir voru yfirburð- ur Þórsara. Bjarni Sveinbjörns- son fékk síðan tækifæri til að tryggja Þór jafntefli í leiknum þegar hann komst einn inn fyrir vörn Akurnesinga, en nafni hans í Skagamarkinu varði vel, og sluppu því heimamenn með skrekkinn og öll stigin þar sem mörkin urðu ekki fleiri í leiknum. Jónas Róbertsson. Sendingar hans gáfu tvö mörk gegn Akurnesingum. „Við vorum óheppnir að ná ekki að minnsta kosti jafntefli í leiknum," sagði Bjarni Svein- björnsson. „Það var lélegt að skora ekki úr þessu færi sem ég fékk í síðari hálfleiknum, það var algert dauðafæri," bætti hann við. Að sögn Nóa lék liðið vel í síðari hálfleiknum, en enginn skar sig sérstaklega úr fyrir góðan leik, heldur barðist liðið sem ein heild. Jón og Logi til Þýskalands Þaö mun nú vera ákveðið að tveir af efnilegustu leik- mönnum KA-liðsins í hand- knattleik, Jón Kristjánsson og Logi Einarsson muni fara til Þýskalands í byrjun september þar sem þeir munu stunda æfingar hjá liði Essen sem AI- freð Gíslason leikur með. Á Þórsvelli léku í yngri flokki kvenna Þór og Valur og lauk þeim leik með sigri Vals 4:2. Sig- ríður Pálsdóttir skoraði bæði mörk Þórs í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Þórs á íslandsmót- inu, KA er ekki með lið í þessum flokki. 3., 4. og 5. flokkur KA léku á Húsavík s.l. fimmtudag, úrslit urðu: 3. fl. Völsungur-KA 1:3 mörk KA skoruðu Jóhannes, Ágúst og Arnar. 4. fl. Völsungur-KA 0:8 mörk- in Skafti 3, Eiður 2, Björn 2 og Stefán 1. 5. fl. Völsungur-KA 1:2 mörk KA Jón og Kristján. í gær léku síðan sömu flokkar KA gegn KS á KA-velli. 3. fl. KA-KS 11:0 mörkin Ágúst 3, Jóhannes 2, Arnar 2 og Kristján, Jónas, Bjarni og Árni 1 mark hver. Það er fyrir tilstilli Alfreðs sem þetta er mögulegt. Leikmennirn- ir munu búa hjá honum meðan á dvöl þeirra í Þýskalandi stendur. Ekki er að efa gagn það sem hinir ungu leikmenn munu hafa af því að fylgjast með og taka þátt í æf- ingum hjá einu af bestu hand- knattleiksliðum í heimi. Jón er talinn eitt mesta efnið í íslensk- 4. fl. KA-KS 11:0 mörkin Björn 6, Stefán 2, Atli 2 og Skafti 1. 5. fl. KA-KS 12:0 mörkin Karl K. 3, Karl P. 3, Jón Egill 3, Sveinn 2 og Kristján 1 mark. Þór hélt með sína flokka til Blönduóss í gær og urðu úrslit þannig: 3. fl. Hvöt-Þór 0:9 mörk Þórs Sigurpáll 6, Ólafur, Jóhann og Ásgrímur 1 mark hver. 4. fl. Hvöt-Þór 1:8 mörk Þórs Páll 3, Sævar 2 og Sverrir, Axel og Heiðar sitt markið hver. 5. fl. Hvöt-Þór 0:7 mörkin Steindór 3, Ingólfur 2, Rúnar 1 og Mikael 1 mark. Leikjum í þessum flokkum í Norðurlandsriðli er að ljúka og virðist ljóst að Þór sigrar í 3. flokki, KA í 4. flokki, en í 5. flokki er allt í járnum og marka- tala ræður að öllum líkindum úr- slitum milli KA og Þórs. Jón Kristjnnsson. Logi Einarsson. um handknattleik í dag, hörku- skytta, og Logi er bráðefnilegur hornamaður sem tók miklum framförum sfðastliðinn vetur. Sjálfur kvaðst Alfreð ekki vera á heimleið alveg strax, en allt bendir þó til þess að innan alltof langs tíma muni hann á ný klæð- ast KA-skyrtunni. Sem kunnugt er hefur KA ráð- ið þjálfara fyrir liðið á komandi keppnistímabili, Helga Ragnars- son, og munu æfingar fljótlega hefjast. Helgi hefur langa reynslu að baki sem þjálfari bæði innan- lands og utan og væntir KA mik- ils af starfi hans. Stjórn handknattleiksdeildar hefur unnið mikið starf í sumar til undirbúnings vetrinum og líta KA-menn með hóflegri bjartsýni fram á veginn. Menn velta því ávallt fyrir sér hvort nýir leik- menn séu að koma en formaður handknattleiksdeildar Jóhann Karl Sigurðsson sagði, „við kaupum enga menn“. Ljóst er þó að Friðjón Jónsson mun leika með, en hann er nú kominn heim frá Danmörku þar sem hann lék í fyrra og varð Danmerkurmeist- ari í 3. deild. Þá eru einnig miklar líkur til að járnkarlinn úr knatt- spyrnunni, Mark Duffield verði með liðinu, en hann lék áður með Gróttu og er sterkur línu- maður og harður í horn að taka í vörn. Yngri flokkar: íslandsmót - Úrslit um helgina Minning Hallgrímur Jónsson Fæddur 7. júlí 1907 - Dáinn 6. júlí 1984 „Sólin til fjalla fljótt fer að sjóndeildarhring“ Hallgr. Pétursson. Hallgrímur Jónsson Helgamagra- stræti 3 hér í bæ er látinn. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí s.L, þá degi mið- ur en 77 ára að aldri. Undanfarin ár hefur hann átt við mikla vanheilsu að stríða og oft þjáðst tímum saman, en haft bærilega líðan á milli og verið þá hress og glaður og gert að gamni sínu. Og þá litið einbeittum frels- issvip fold feðra vorra og mæðra og tighað land sitt og þjóð eins og sannur íslendingur. Hallgrímur var góður starfs- maður, traustur og farsæll, glaður, kurteis og hreinskilinn. Hann hefur um langt árabil, eða frá 1942 verið starfsmaður Mjólkursamlags Kaupfélags Ey- firðinga, til þess er hann á árinu 1977 lét af störfum, eftir nærfellt 35 ára starf á sama stað. Sýnir það ljóslega stefnufestu hans og hve vel hann undi starfinu.Af því má marka að þar gekk að starfi maður heils hugar og ákveðinn. Á þessum langa starfstíma í sam- laginu ávann hann sér full rétt- indi sem mjólkurfræðingur þótt aldrei færi hann í neinn skóla. Hallgrímur vann allmikið að gerð og lögun osta. Ég finn glöggt ost- bragð á tungunni þegar mér koma í hug ostarnir sem lagaðir voru þar. Hvílíkt dýrðarbragð og heilsufæða, enda rómaðir um allt land, svo sem og aðrar afurðir frá þeirri góðu stofnun. Víst er og að gæðastimpillinn hefur einn- ig borist út fyrir landssteinana. Kynni mín af Hallgrími eru ekki löng í árum talið. Við rák- umst saman í störfum fyrir Iðju, félag verksmiðjufólks á Akur- eyri, þar sem hann hafði starfað um langt árabil með stiórn og trúnaðarráði félagsins. Ég aftur á móti alger nýgræðingur, þótt ekki væri ég með öllu ókunnur félagsmálum. Mér er í minni, hve vel og af miklum hlýhug hann tók mér við komu mína í þessi félagsstörf Iðju. Bar ég þegar í stað til hans mikið traust, sem jókst fremur en hitt þau ár er við unnum þar að sama marki. Þar í sveit okkar í stjórn og trúnaðarráði Iðju kom margt gott og vel hugsað frá Hall- grími, yfirvegað af fullum heil- indum og glöggskyggni þess manns er vill öllum vel, og bestan þó veg þess er efnum búinn fer halloka fyrir óréttlæti heimsins, þess er þarf stuðning og hvatn- ingu til að halda í horfinu og hrekjast ekki af leið. Þannig var Hallgrímur. Félags- málastörf voru honum mikið hugðarefni og þar komu í ljós góðir hæfileikar hans. Störf hans öll til gagns Iðju þakkar stjórn og trúnaðarráð af fyllstu einlægni og metur að verðleikum alla velvild hans í garð félagsins. Hallgrímur er fæddur að Reist- ará í Arnarneshreppi 7. júlí 1907. Sonur hjónanna er bjuggu þar þá, þeirra Jóns Júlíusar Asgríms- sonar og konu hans Jónínu Guð- rúnar Hallgrímsdóttur, og höfðu fyrr eignast 2 dætur, Hallfríði og Huldu. Nú hafði þeim bæst sonur í búið. Árið 1910 flyst fjölskyldan að Baldursheimi í sömu sveit. Þar eignast hjónin tvö börn í viðbót, Aðalstein síðar bónda í Baldurs- heimi og dóttur, Elínu Ásu sem búsett er á Suðurnesjum. Úr þessum systkinahópi hafði elsta systirin dáið ung en systkinin 4 alist upp með foreldrum sínum, unnið búinu heima og voru hið mesta efnis- og dugnaðarfólk við búskapinn. Þá veiktust tvö systkinanna af berklum. Hallgrímur fékk berkla í bakið 18 ára að aldri og háði baráttu við þann sjúkdóm í 4-5 ár, hlaut bót og náði heilsu. Syst- irin Hulda veiktist og varð eigi langlíf. Þar er þá komið sögu að Hall- grímur hefur sest að hér í bæ, fest ráð sitt og eignast hana Ingi- björgu Jóhannesdóttur, ættaða úr Skagafirði, fengið starf sem hann undi og tómstundastarf að auki. Ég vil votta Ingibjörgu, dætr- unum þrem Jónínu, Heiðbjörtu og Kristínu, börnum þeirra, öðrum ættingjum og vinum sam- úð mína með þeirri ósk að minning góðs drengs megi lifa um ókominár„„ __________ 11. júlí 1984. Höskuldur Stefánsson. Húsavík: Alhliða skotfæra- þjónusta stofnuð „Þetta er að fara í gang hjá okkur, við bíðum eftir tækjum en eigum von á þeim hvað af hverju. Við vonumst til að verða komnir af stað með þetta um næstu mánaðamót,“ sagði Jóhannes H. Hauksson á Húsavík en hann ásamt Osk- ari Axelssyni og Jónasi Hall- grímssyni hefur stofnað fyrir- tækið Hiað s.f. Tilgangur fé- lagsins er alhliða skotfæra- þjónusta, svo sem hleðsla á skotum og endurhleðsla. Við hugsum okkur þessa þjón- ustu fyrir veiðimenn og einnig þá sem stunda skotfimi. Þetta kemur til með að vera mun ódýr- ara en áður var, þegar menn þurftu að kaupa t.d. riffilskot og henda síðan hylkjunum. Nú tökum við á móti hylkjum og hlöðum uppá nýtt og ég reikna með að það sé um 50-60% ódýr- ara. Núna eru öll skotfæri keypt að utan, en þessi þjónusta sem við hyggjumst bjóða upp á er tilraun til að flytja inn í Iandið frárri- leiðslu sem ekki hefur verið fyrir hendi áður. Ég tel það mjög jákvætt, því það hefur lækkun á vöruverði í för með sér.“ Jóhannes sagði að eitt riffilskot kostaði út úr búð u.þ.b. 30 krónur, en þeir gætu boðið þau á 15-16 krónur. Taldi hann að fyrst í stað myndu þeir þjóna sinni heimabyggð en er fram líða stundir á ekki neitt að vera í veg- inum fyrir að þeir gætu þjónað öllu landinu. Þó sagði Jóhannes að þetta væri enn á tilraunastigi og tíminn ætti eftir að leiða í Ijós hver þróunin yrði. mþþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.