Dagur - 18.07.1984, Page 9

Dagur - 18.07.1984, Page 9
18. júlí 1984 - DAGUR - 9 Saab-Toyota keppnin Reikna má með öllum helstu kylfingum landsins til Akur- eyrar um næstu helgi, en þá fer Saab-Toyota keppnin fram á golfvellinum að Jaðri. Keppnin verður tvískipt. Ann- ars vegar er stigamót Golfsam- bands Islands en allir keppendur sem hafa 6 eða lægra í forgjöf fara í þá keppni. Peir sem hafa forgjöf 7 og 8 geta valið um keppni en þeir sem eru með 9 og hærra í forgjöf verða í hinni eig- inlegu Saab-Toyota keppni. Þannig má segja að tvö mót verði í einu og ekki keppa allir um sömu verðlaunin. Á mánudag léku KA og Þór fyrri leiki sína í Akureyrarmót- inu í 6. flokki. Leikið var á MA-velli og urðu úrslit sem hér segir: A-lið Þórs sigraði a-lið KA 4:1. Mörk Þórs gerðu Samúel 2, Elmar 1 og Jó- hann 1, en mark KA skoraði Rúnar. B-lið Þórs sigraði b-lið KA 1:0 með marki Sigurðar. C-lið KA sigraði c-lið Þórs 2:1 með mörkum frá Orra og Þórði, en Björgvin skoraði fyrir Þór. Síðari leikirnir verða á Þórsvelli. Aðalsteinn - þeir slyppu ekki marg- ir undan honum á hlaupum. Mark Þórs í uppsiglingu. Halldór Áskelsson sendir boltann með hælnum á Sigurð Pálsson, sem jafnar fyrir Þór með þrumuskoti. Gunnar Gíslason fylg- ist með. Mynd: KGA. Þór úr leik í bikarnum - Töpuðu 2:1 í framlengdum leik gegn KR í gærkvöld í gærkvöld áttust við í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ, KR og Þór og fór leikurinn fram á KR-vellinum í Reykjavík. KR- ingar tryggðu sér sigur í leiknum og sæti í undanúr- slitum keppninnar með marki í lok framlengingar eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma hafði verið jöfn, 1:1. KR-ingar skoruðu mark á 30. mín. þvert á gang leiksins. „Eftir hvað mestu pressu okkar í leiknum ná þeir skyndisókn upp vinstri kant, löng sending er gefin inn á miðjuna þar sem einn leikmanna þeirra kemst á auðan sjó og skorar með þrumuskoti, óverjandi fyrir Baldvin Guð- mundsson markvörð,“ sagði Þor- steinn Ólafsson þjálfari Þórs. „Við erum búnir að fá of mörg mörk á okkur og mér fannst ástæða til að gefa Baldvini tæki- færi í þessum leik.“ Aðeins 5. mín. síðar höfðu Þórsarar jafnað. Eftir vel útfærða og skemmtilega sókn var boltinn gef- inn inn í teig á Halldór Áskelsson sem sendi hann með hælnum út á Sigurð Pálsson er kom á fullri ferð og skoraði með þrumuskoti neðst í markið, stöng og inn, glæsilegt mark og vel að því unnið. Þannig var staðan í hálf- leik 1:1. „Við gáfum síðan tóninn allan síðari hálfleikinn og vorum miklu meira með boltann án þess að fá opin færi. Kristján komst þó í gegn, en var með boltann á lofti og skaut beint á markvörð- inn, einnig fengu Guðjón og Bjarni möguleika til að skora, en voru aðþrengdir og mistókst að skjóta. Baldvin hafði lítið að gera í markinu hjá Þór. Við byrjuð- um síðan af fullum krafti í fram- lengingunni og höfðum nokkra yfirburði í fyrri hluta hennar, en í síðari hluta framlengingarinnar komust þeir á skrið og náðu yfir- höndinni. Það virtist sem úthald- ið þryti hjá okkur og þeir gengu á lagið.“ Þegar 2 mín. voru til loka framlengingarinnar og víta- spyrnukeppnin blasti við tókst Gunnari Gíslasyni með harðfylgi að skora sigurmarkið fyrir KR með skalla eftir baráttu um bolt- ann við varnarmenn Þórs. „Úr- slitin í leiknum geta ekki talist sanngjörn,“ sagði Þorsteinn, „en KR-ingar sýndu mikla baráttu og vilja sem hefur mikið að segja til að geta unnið leik.“ Halldór Áskelsson sagði eftir leikinn: „Þetta var gamla sagan einu sinni enn, okkur er alveg fyrirmunað að koma tuðrunni í netið.“ KR heppnin söm við sig. Að sögn Þorsteins átti Einar Ara- son mjög góðan leik, var ákveð- inn og grimmur í vörninni, en hann kom inn í liðið í stað Ósk- ars Gunnarssonar sem ekki hafði mætt á æfingar í vikunni og fyllti fyllilega skarð hans í liðinu. 6. flokkur: flkureyrar- Glæsilegt hjá Aðalsteini 18. landsmót UMFÍ var haldið um sl. helgi í Keflavík og Njarðvík. Ágætur árangur náðist á þessu fjölmenna móti og voru sett þar tvö íslands- met. Eðvarð Þór Eðvarðsson setti íslandsmet í 200 m fjórsundi og Unnar Vilhjálmsson setti nýtt met í hástökki 2,12 m. Aðal- steinn Bernharðsson UMSE stóð sig frábærlega vel og varð stiga- hæsti keppandi mótsins ásamt Brynjólfi Hilmarssyni ÚÍA með 18 stig. Aðalsteinn sigraði í þrem greinum á mótinu, 110 m grinda- hlaupi og í 100 og 400 m hlaup- um. Hann vann einnig besta af- rek mótsins, ef frá er talið met Unnars í hástökkinu, er hann hljóp 400 m á 47,9 sek. Valdís Hallgrímsdóttir UMSE stóð sig einnig vel á mótinu og sigraði í 100 m grindahlaupi. Þau héldu þó ekki til síns heima eftir lands- mótið, því nú í vikunni keppa þau með landsliði íslands á Kal- ottleikunum. Norðurlandamót drengja í knattspyrnu 1984 - verður haldið á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki í næstu viku Vikuna 23. til 29. júlí verður Norðurlandamót drengja í knattspyrnu 1984 haldið hér á landi. Mótið er í umsjón KSÍ, leikið verður á fimm gras- völlum á þremur stöðum á Norðurlandi. Á Akureyri verður leikið á aðalvellinum, en auk þess á KA- og Þórsvelli og einnig verður leikið á Húsa- vík og Sauðárkróki. Liðin eru skipuð leikmönnum á sextánda ári, eða fæddum eftir 1. ágúst 1968, en það samsvarar 3. aldursflokki á íslandi. Þetta eru yngstu landslið þjóðanna en í drengjalandsliðinu hafa margir Dagskrá mótsins verður sem hér segir: Mánudagur23. júlí: Akureyrarv. Mótssetning Akureyrarv. KA-völlur Þórsvöllur Húsavík Húsavík Sauðárkrókur Fimmtudagur 26. júlí: KA-völlur af okkar snjöllustu knattspyrnu- mönnum leikið sína fyrstu lands- leiki. Þetta er 8. Norðurlandamótið sem haldið er, en þau fara fram annað hvert ár. Á síðasta móti sem haldið var í Finnlandi árið 1982 urðu Danir meistarar, en okkur íslendingum hefur enn ekki tekist að sigra í mótinu. Færeyingar eru nú með í fyrsta sinn og munu þeir koma með Smyrli til Seyðisfjarðar og síðan aka þaðan til Akureyrar, en hin- ar Norðurlandaþjóðirnar munu koma með beinu flugi til Akur- eyrar sunnudaginn 22. júlí, og Þriðjudagur 24. júlí: Ísland-Svíþjóð Finnland-F æreyjar Noregur-Danmörk Noregur-Finnland Danmörk-Svíþjóð Færeyjar-ísland Finnland-Danmörk kl. 16.30 kl. 18.15 kl. 20.00 kl. 20.00 kl. 17.00 kl. 18.45 kl. 18.00 kl. 18.00 munu dvelja í Hrafnagilsskóla og Hótel Eddu á Akureyri meðan á mótinu stendur. Ýmislegt verður gert til að hafa ofan af fyrir þátt- takendum milli leikja, og verður t.d. farið með þá í skoðunarferð- ir um Eyjafjörð bæði á sjó ög landi. Þetta er mjög kostnaðar- samt fyrirtæki og er áætlaður kostnaður rúmlega ein milljón króna, en framlag úr norrænum sjóðum nemur eitthvað á þriðja hundrað þúsund krónur, en mis- muninn verður KSÍ að sjá um að greiða. Alls verða leiknir 15 leik- ir í keppninni og fjöldi þátttak- enda er um 150. Leiktími er 2x40 mín. og um dómgæslu í leikjun- Þórsvöllur Akureyrarv. Föstudagur 27. júlí: Sauðárkrókur Sauðárkrókur Húsavík Sunnudagur 29. júlí: Þórsvöllur Akureyrarv. Akureyrarv. Akureyrarv. um munu sjá sex dómarar, þ.e. einn frá hverju landi, en línu- verðir verða héðan að norðan. Kjartan Tómasson frá Akureyri mun dæma á mótinu fyrir íslands hönd. Ekki er okkur enn kunn- ugt um skipan íslenska liðsins, en þó mun ljóst vera að allir leik- menn þess munu koma af Suð- vesturlandi að þessu sinni. Þjálf- ari liðsins er Lárus Loftsson. Mótssetning verður á Akureyr- arvelli mánudaginn 23. júlí kl. 16.30 og þar munu öll liðin ganga fylktu liði inn á leikvanginn og þjóðsöngvar allra landanna verða Ieiknir. Færeyjar-Svíþjóð kl. 18.00 Noregur-ísland kl. 20.00 Danmörk-Færeyjar kl. 17.00 Noregur-Svíþjóð kl. 18.45 Finnland-ísland kl. 18.00 F æreyjar-Noregur kl. 10.30 Svíþjóð-Finnland kl. 12.00 Danmörk-ísland kl. 14.45 Mótsslit kl. 16.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.