Dagur - 18.07.1984, Síða 12

Dagur - 18.07.1984, Síða 12
I ® MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Mávarnir eru víða og þarf ekki langt að fara til að sjá þá í hópum. Á litlu myndinni má sjá skondinn náunga sem ætlaður er til að fæla mávana úr garðinum. Myndir: KGA/HJS. Mikið mávager - ekki uppi neinar ráðagerðir um fækkun máva, segir Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðisfulltrúi Isienskar kartöflur á markaðinn í ágústbyrjun „Mér þætti ekki ólíklegt að það yrði fljótt upp úr mánaða- mótum,“ sagði Guðmundur Þórisson á Hléskógum, þegar hann var inntur fregna af því hvenær nýjar íslenskar kart- öflur væru væntanlegar á markað. Guðmundur vildi ekki gefa nákvæma tímasetningu, sagði þetta fara eftir tíðarfarinu. Sem hefur verið óvenju hagstætt í sumar, að sögn Guðmundar, og ef ekki bregður út af því má reikna með íslenskum kartöflum í byrjun ágúst. - KGA Léleg spretta í Norður-Þing- eyjarsýslu „Heyskapur gengur hér ekki vel, spretta í Norður-Þingeyj- arsýslu er almennt léleg, en misjöfn þó,“ sagði Þorsteinn Steingrímsson bóndi á Hóli við Raufarhöfn er Dagur hafði samband við hann. Sagði hann að þrátt fyrir dæmalausa veðurblíðu þá kæmi ekki dropi úr lofti og árnar væru vatns- lausar. „Þrátt fyrir töluvert kal, þá er það ekki það versta,“ sagði Þor- steinn, „heldur það, að þurrlend tún hafa að stórum hluta brunnið. Það eru hér miklir hey- þurrkar. Hér hefur verið töluvert um þoku, en hún gæti staðið í einhverju sambandi við ísinn sem liggur hér úti fyrir en úrkoma er mjög lítil. Það fer mjög illa með túnin að fá ekki bleytu.“ Aðspurður um veiðar í Orm- arsá og Deildará sagði Þorsteinn að þær hefðu gengið stirt. Lík- lega væru þó komnir um 20 laxar á land úr Ormarsá. Sagði hann að veiðar hefðu ekki hafist fyrr en í byrjun júlí og væri það nokkuð seint. Taldi hann að lax hefði gengið upp í Deildará og í Deild- arvatn í júní, en menn misst af honum. Fyrsta stóra gangan fór að meginhluta upp í Deildarvatn áður en veiðar hófust. mþþ í sumar og fyrrasumar hefur mikiö verið af mávi á Akureyri og nágrenni. Veldur mávurinn mörgum ama og kveður svo rammt að því nú orðið að í einstaka görðum í bænum eru komnar upp fuglahræður til að losna við mávana. Haft var samband við Valdimar Brynj- ólfsson hjá heilbrigðiseftirlit- inu og hann spurður hvort eitthvað yrði gert í því að fækka mávi. Sagði Valdimar að fyrir nokkr- um árum hefði verið reynt að fækka venjulegum mávi. Þá hefði verið farið í varp og stungið á eggin og sagði hann að flugvallar- starfsmenn hefðu eitthvað stung- ið á egg þar í kring því mávarnir geta verið hættulegir flugumferð. Hins vegar væru ekki uppi neinar ráðagerðir nú um herferð gegn mávunum. Ekkert hefur því ver- ið gert í að fækka hettumávi og það er aðallega hann sem núna angrar bæjarbúa. Hann er farfugl, kemur hérna og verpir og hefur mikið fjölgað síðustu ár. Mávurinn flokkast ekki undir meindýr en kannski undir varg- fugl og það er í verkahring veiði- stjóra ríkisins að fylgjast með honum. Sagði Valdimar að talað hefði verið um að eyða þeim eða fækka, en náttúrufræðingar og fuglafræðingar eru ekki sáttir við það. Þeir vilja ekki að eitrað sé fyrir fuglinn heldur að ætið verði tekið frá honum og þá fækkar honum sjálfkrafa. Einnig sagði Valdimar að þeir væru tregir að fara út í það að eitra, m.a. vegna þess að í vetur var eitrað fyrir hrafn og komst hundur í eitrið og dró það dilk á eftir sér. Það er mun betri aðferð að fara í varp á vorin og stinga á eggin, en það er mikil vinna og sá sem gerir það þarf að vera vanur að umgangast varp. Þetta hefur ekki verið gert við hettumávinn vegna þess að hann hefur ekki verið vandamál fyrr en allra síðustu ár. Aðspurður sagði Valdimar að mávurinn gæti valdið skaða f varplöndum annarra fugla og þá sérstaklega æðarfuglsins. Var hann spurður hvort mávurinn væri almennt að fjölga sér á land- inu. Sagðist hann ekki geta full- yrt það, en það væri ekki ósenni- legt. Vilja menn kenna því um að ekki sé nógu vel farið með úr- gang við t.d. fiskvinnsluhús og þannig hafa þeir haft mikið æti undanfarin ár. HJS i Mikið malbikað í Ólafsfirði „Hér er allt á fullu núna, það komu tæki frá Akureyri, hefill og valtari og við ætlum að mal- bika alveg fram á föstudag,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði, en þar standa nú yfir töluverðar mal- bikunarframkvæmdir. „Við reynum að standa við ákveðna áætlun sem gerð var fyr- ir tveim árum og í fyrra tókst það allvel. Við ætlum að malbika 2xh götu í ár og búumst við að fara með 12 tonn af malbiki. í ár verð- ur einnig lokið við lóð leikskól- ans, svæðið kringum kirkjuna og gengið alveg frá lóðinni við Hornbrekku. Sagði Valtýr að gert væri ráð fyrir að á næstu árum færu um 10-15 tonn af malþiki á ári, þar til allar götur væru orðnar mal- bikaðar. mþþ Álvers- andstæðingar efna til uppákomu í göngugötunni „Undirskriftasöfnuninni gegn álveri er lokið, en ég get ekki sagt þér hversu margir skrif- uðu undir, því enn eru margir listar ókomnir inn,“ sagði Tryggvi Gíslason, skólameist- ari og einn úr starfshópnum gegn álveri við Eyjafjörð, í samtali við Dag. „Þetta kemur hins vegar til með að liggja ljóst fyrir á næstu dögum og fljótlega verða listarnir afhentir valdsmönnum í Reykja- vík. En við ætlum að slá botninn í starf okkar með kaffisölu í göngugötunni á föstudaginn, þar sem boðið verður upp á ómengað kaffi og kostar hver bolli eitt þús- und mills vegna mikillar hækkun- ar í hafi. Auk þess verða ein- hverjar uppákomur í götunni á okkar vegum,“ sagði Tryggvi Gíslason. - GS Það verður áframhald- andi suðvestan- og vest- anátt og engar breyting- ar fyrirsjáanlegar á því næstu daga. Það verður léttskýjað, en heldur svalara. Veðurfræðing- ur sagði að það væri nú allt í lagi fyrir okkur, við gætum þá farið að vinna aftur. # Til hvers voru lokunar- merkin? Tveir kunningjar S og S voru staddir í Reykjavík á dögun- um. Einn daginn áttu þeir er- indi upp í Breiðholt og á leið- inni þangað komu þeir að götu sem var lokunarmerki við. Þar sem Reykvíkingarnir virtu lokunarmerkið að vett- ugi gerðu Akureyringarnir eins því samkvæmt þróunar- kenningunni eiga menn að aðlaga sig breyttum aðstæð- um á hverjum stað eftir bestu getu. Viti menn þegar framhjá lokunarmerkinu kom varð fyrir annað lokunar- merki og skömmu síðar merkið vegur þrengist. Dag- inn eftir voru lokunarmerkin orðin þrjú en „vegur þrengist" var á sínum stað. Greinilegt er að lokunarmerki þýðir ekkl LOKUN f Reykjvík og því hrein sóun að vera að drita þeim niður í stórum stíl. # Sama blíðan enn um sinn Þetta er nú meira dásemdar veðrið dag eftir dag, eða því sem næst. Sérlegur veður- spámaður Dags spáði þessu raunar snemma f vor, þannig að þetta kemur okkur svo sem ekki mikið á óvart. Og sami spámaður sér engín merki um breytingar á næst- unni. Hann segir að það verði að vísu ekki „alltaf jólin“, en hann telur útift fyrir blíðskap- arveður eina tvo mánuði í viðbót. Ekki dónalegt það. # Hitabylgja fyrir sunnan Einn ágætur vinur minn fyrir „sunnan“ telur okkur norðan- menn ekki viðræðuhæfa um veðurfar. Hann segir okkur sem sé ætíð halda því fram, að veðrið sé á einhvern hátt merkilegra hjá okkur, annað hvort ögn betra eða þá ögn verra, þegar frosthörkur geisa. Þetta er náttúrlega óttaiegt bull f stráknum, enda býr hann „fyrir sunnan“. Hinu er þó ekki að leyna, að veðrið er oftast mun „merkilegra" hér nyrðra! Nú hefur rignt lát- laust á þennan vin minn undanfarna daga, blessaðan ræfilinn, og hann varð Ifka fyrir þvf óláni að missa af hitabylgjunni sem gekk yfir syðra fyrr f sumar. Hann var nefnilega svo óheppinn að vera í strætó rétt á meðan hún gekk yfirf

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.