Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 7
Sigurður Aðalsteinsson í flugmannssætinu. Mynd: GS. 1 i i Mynd: ,£g recida þessu með því að vera ekki kvæntur u - Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjöri, flugmaður, fallhlífarstökkvari, skíðamaður og málari með meiru á línunni - Sigurður Aðalsteinsson? „Já, það er hann,“ - Komdu sæll, Kristján Arn- grímsson heiti ég, blaðamaður á Degi. „Komdu sæll.“ - Nú voruð þið að íá fugl í hreyfilinn á Mitsubishi vélinni, eru fuglarnir við flugvöllinn til vandræða fyrir flugumferðina ? „Já, það má kannski segja það. Fuglar eru alltaf annað slagið að lenda á vélunuim hérna, en ég man ekki eftir öðru óhappi af sömu stærðargráðu og þetta síðasta. En þetta er ekki einsdæmi með Akureyri, þetta er víða á landinu þar sem að- stæðum hagar til eins og hér.“ - Er eitthvað um það að fugl- ar hafi farið í framrúður á flug- vélum? „Já, þess eru dæmi. Þó ekki hérna á Akureyri.“ - Nú er þetta þriðja óhappið sem þið verðið fyrir í ár, hafið þið ekki oft verið heppnari? Jú, hingað til hefur okkur gengið alveg einstaklega vel, en höfum verið óheppnir þetta árið. Maður verður bara að vona að þessum óhöppum fari að linna.“ - Heldurðu að þetta hafi ein- hver áhrif á farþegana, verða menn ekkert hræddir við að fljúga með ykkur? „Það höíum við ekki orðið varir við, ég veit ekki til þess að neinn hafi orðið hræddur út af þessu.“ - En verðið þið mikið varír við að fólk sé flughrætt? „Maður kemst ekki hjá því að verða aðeins var við það. Og svo kemur það stundum fyrir hjá okkur að farþegum líst ekki á þessar litlu vélar, hafa ef til vill pantað far og svo þegar þeir mæta á flugvöllinn þá kemur í ljós að vélin er öllu minni en þeir bjuggust við. En flestir láta sig hafa það, og undantekning- arlaust eru menn lausir við hræðsluna þegar flugi er lokið. Það átta sig ekki allir á því hversu þægilegar þessar litlu vél- ar eru, það sést betur út úr þeim og eins sjá farþegarnir hvað flugmaðurinn er að gera.“ - Hvað gerirðu við farþega sem er hræddur við að fljúga í svona lítilli rellu? „Ég tala við hann og reyni að sýna honum fram á að þetta sé nú kannski ekki eins bölvað og það lítur út fyrir að vera í fyrstu. En ég hef aldrei orðið fyrir því að nokkur hafi beinlínis snúið frá vegna þess hvað flugvélin er lítil.“ *- Hefur þú sjálfur aldrei orð- ið hræddur í flugvél? „Nei. Það hefur þó óneitan- lega komið fyrir að það hefur aðeins farið um mann, en ég man ekki eftir neinu sérstöku at- viki. Það er nú svo að það sem er mér minnisstæðast í sam- bandi við flugið eru ferðir til dæmis til Grænlands þegar mað- ur hefur verið að lenda þar í óbyggðum, einhvers staðar þar sem enginn hefur áður lent.“ - Pú ert ekki meðlimur í „Krass-klúbbnum“? „Jú, það er ég. En það er af minniháttar óhöppum, einu sinni braut ég framhjólið undan einkavél sem ég á sjálfur, öðru sinni magalenti ég af því að ég gleymdi að setja hjólin niður. En farþegarnir urðu lítið varir við það, lendingin var litlu harkalegri en venjulega. Það var þá helst það að ég gat ekki ekið þeim heim að flugstöðinni,“ - Hvað kemur til að menn gleyma að setja niður hjólin? „Ja, hvers vegna gleymir maður hinu og þessu. Það er svona þegar maður er upptekinn af einhverju öðru, er með hug- ann annars staðar.“ - Nú byrjaðirðu 19 ára í flug- inu, hvað kveikti áhugann? „Ja, hann kom allt í einu. Ég var ekki með neina dellu. Þegar ég kláraði stúdentsprófið fór ég að velta því fyrir mér hvað hægt væri að gera, sá auglýst einka- flugmannsnámskeið og fór í það. Ég ætlaði bara í einkaflug- manninn, en svo smám saman varð þetta meira.“ - En þú hefur fleiri áhuga- mál, ekki satt, gengur á skíðum og hoppar jafnvel í fallhlíf? „Já, það þykir sumum nóg um. Ég hef nú ekki verið í fall- hlífarstökkinu í tvö ár og er svona að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda því áfram. Það er með það og skíðin eins og aðrar íþróttir að maður þarf að halda sér við ef árangur á að nást.“ - Ég hef heyrt að þú hafir fengist við málaralist? „Já, en mér finnst ég ekki hafa nógu mikinn tíma til þess. Ég get ekki notað fimm mínútur eða hálftíma, það er kannski eftir einn tvo daga í ró og næði að ég get tekið til við að mála, þá kannski eina mynd. Þannig að afköstin eru ekki mjög mikil, nokkrar myndir á ári.“ - Gengur ekki erfiðlega að samræma öll þessi áhugamál? „Maður er vanur þessu úr fluginu, þurfa að samræma öll flug dagsins og fá allt til að ganga upp. En það má segja að ég reddi þessu með því að vera ekki kvæntur þetta væri ekki möguleiki ef ég væri kvæntur.“ -KGA. 20. júlí 1984-DAGUR-7 Frönsk reiðstígvél Stærðir 32 - 33 - 34. Verð kr. 750,00. Stærðir 40-47. Tvær víddir, verð kr. 1.025,00. Opið á laugardögum 10-12. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 ■ sími 22275 I Laxdalshúsi: Matseðill helgarinnar: 1. Glóðaður og kryddleginn rækjuforréttur (jarðvarma- rækja). 2. Sherrysoðinn offramleiðslukindakjötspottréttur m/öllu. 3. Ferskt ávaxtasalat í portvínslegi m/rjóma. Borðapantanir og upplýsingar í síma 24490. Opið alla daga frá kl. 11-23. Verkalýðsfélagið Eining Férð aldraðra Eins dags skemmtiferð fyrir aldraða félagsmenn Vlf. Einingar verður farin sunnudaginn 29. júlí. Farið verður vestur í Vatnsdal í Húnavatnssýslu með viðkomu á ýmsum stöðum. Hádegisverður snæddur á Blönduósi og kaffi drukkið í Varmahlíð á heimleið. Fargjald kr. 300,- Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til einhverrar af skrifstofum félagsins. Ferðanefnd. Til sölu Fokhelt einbýlishús 141,4 fm, ásamt bílskúr 27,8 fm við Reykjasíðu. Afhendist í september. Til greina kemur að taka 2-3ja herb. íbúð upp í. Upplýsingar í símum 25700 og 25701. B Notum ljós í auknum mæli i — í ryki, regni,þoku ■' og sól. UMFEROAR RAD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.